Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 10:01 Kennarar gegna ómetanlegu hlutverki í samfélaginu okkar og menntamál er stærsti málaflokkur sveitarfélaganna. Grunnskólar í Kópavogi, líkt og á landsvísu, standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem kalla á markvissar umbætur. Aukið álag í skólastofunni, skortur á yfirsýn foreldra yfir námsstöðu barna, óskýrt námsmat og skortur á samræmdum mælingum á námsframvindu nemenda, óöryggi í starfsumhverfi og skortur á faglærðum kennurum eru áskoranir sem grunnskólar standa frammi fyrir og ber að taka alvarlega. Í mörg ár hafa stjórnvöld virt að vettugi þessar áskoranir og skort markvissa stefnu í málaflokknum. Þetta sinnuleysi hefur haft áhrif á nám okkar barna og starfsumhverfi kennara. Þessi ábyrgð hvílir ekki á kennurum eða skólastjórnendum heldur hjá stjórnvöldum. Til að bregðast við þessari stöðu hóf ég haustið 2024 víðtækt samráðsferli með öllum tíu grunnskólum bæjarins. Í heimsóknum til skólanna var rætt við rúmlega 300 manns – skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra – með það að markmiði að greina styrkleika, áskoranir og finna leiðir til umbóta. Niðurstaðan er samhljóða sýn á brýnustu verkefnin og tillögur að aðgerðum sem eru til þess fallnar að mæta kröfum nemenda, foreldra og kennara. Innleiðing á samræmdum stöðu- og framvinduprófum verður fyrsta stóra breytingin. Frá og með vori 2026 verður skylda í öllum grunnskólum Kópavogs að nemendur í 4. – 10. bekk taki slík próf í lesskilningi og stærðfræði - svonefndur Matsferill. Niðurstöður prófanna verða notaðar markvisst til að aðlaga kennslu að þörfum hvers nemanda, styðja foreldra við að fylgja námi barna sinna eftir og greina stöðu einstakra skóla. Skortur hefur verið á markvissum mælikvörðum á námsárangri nemenda og með þessari aðgerð er verið að bregðast við því. Nýtt námsumsjónarkerfi er önnur lykilaðgerð. Kópavogsbær er að taka þátt í þróun á nýju námsumsjónarkerfi sem veitir nemendum, foreldrum og kennurum betri yfirsýn yfir námsframvindu og veitir kennurum tækifæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda við kennslu með tækninni. Tilraun með kerfið hefst á þessu skólaári og verður það tekið í notkun haustið 2026, ef vel tekst til. Skýrara námsmat er þriðja umbótatillagan með sérstakri áherslu á endurgjöf í formi umsagna. Það er ekkert launungarmál að bæði foreldrar og nemendur átta sig illa á einkunnargjöf og ábendingar hafa komið fram um að námsmatið sé á breiðu bili og óskýrt. Hendur grunnskóla eru þó bundnar hvað einkunnargjöf varðar því frá 2013 var samkvæmt aðalnámskrá skylda að við lok grunnskóla sé námsmatið í formi bókstafa. Til að bregðast við þessari stöðu verður aukin áhersla lögð á umsagnir og samræmingu námsmats milli grunnskóla Kópavogs, eins og kostur er, í samræmi við viðmið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS). Markmiðið er að svara þannig ábendingum nemenda og foreldra með því að veita skýrari mynd af námslegri stöðu nemenda. Einnig verður endurskoðuð aðferðafræði við lokamat í 10. bekk til að tryggja réttmæti og áreiðanleika. Efling fagmenntaðra kennara er fjórða áherslan en fagmennska kennara hefur bein áhrif á námsárangur nemenda. Til að mæta fjölbreyttum nemendahópum mun Kópavogsbær leggja áhersla á áframhaldandi þróun framboðs námskeiða sem byggja á þörfum kennara og skólasamfélagsins. Heildstæð áætlun um símenntun verður unnin í samvinnu við skóla og háskólastofnanir, með áherslu á greinar þar sem skortur er á kennurum, svo sem í íslensku, náttúrufræði og stærðfræði. Þær áherslur sem hér hafa verið taldar upp eru ekki tæmandi. Listi umbótaaðgerða er í heild sextán sem úr samráðsferlinu komu en að auki verða gerðar úrbætur á móttökuferli barna með fjölbreyttan tungumálabakgrunn, skýrari reglur um skólasókn barna og reglur um samskipti og símanotkun í skóla teknar til skoðunar. Með þessum aðgerðum svarar Kópavogsbær ákalli nemenda, foreldra og kennara um að gera námið og kennslu í grunnskólum okkar mælanlegra, markvissara, faglegra og gagnsærra. Markmiðið er skýrt: Að tryggja að skólar í Kópavogi séu áfram í fremstu röð og að framtíð nemenda sé sett í fyrsta sæti. Ef við ætlum að vera þjóð í fremstu röð þurfum við að vera með menntakerfi í fremstu röð og tryggja þannig framtíð barnanna okkar. Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Kennarar gegna ómetanlegu hlutverki í samfélaginu okkar og menntamál er stærsti málaflokkur sveitarfélaganna. Grunnskólar í Kópavogi, líkt og á landsvísu, standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem kalla á markvissar umbætur. Aukið álag í skólastofunni, skortur á yfirsýn foreldra yfir námsstöðu barna, óskýrt námsmat og skortur á samræmdum mælingum á námsframvindu nemenda, óöryggi í starfsumhverfi og skortur á faglærðum kennurum eru áskoranir sem grunnskólar standa frammi fyrir og ber að taka alvarlega. Í mörg ár hafa stjórnvöld virt að vettugi þessar áskoranir og skort markvissa stefnu í málaflokknum. Þetta sinnuleysi hefur haft áhrif á nám okkar barna og starfsumhverfi kennara. Þessi ábyrgð hvílir ekki á kennurum eða skólastjórnendum heldur hjá stjórnvöldum. Til að bregðast við þessari stöðu hóf ég haustið 2024 víðtækt samráðsferli með öllum tíu grunnskólum bæjarins. Í heimsóknum til skólanna var rætt við rúmlega 300 manns – skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra – með það að markmiði að greina styrkleika, áskoranir og finna leiðir til umbóta. Niðurstaðan er samhljóða sýn á brýnustu verkefnin og tillögur að aðgerðum sem eru til þess fallnar að mæta kröfum nemenda, foreldra og kennara. Innleiðing á samræmdum stöðu- og framvinduprófum verður fyrsta stóra breytingin. Frá og með vori 2026 verður skylda í öllum grunnskólum Kópavogs að nemendur í 4. – 10. bekk taki slík próf í lesskilningi og stærðfræði - svonefndur Matsferill. Niðurstöður prófanna verða notaðar markvisst til að aðlaga kennslu að þörfum hvers nemanda, styðja foreldra við að fylgja námi barna sinna eftir og greina stöðu einstakra skóla. Skortur hefur verið á markvissum mælikvörðum á námsárangri nemenda og með þessari aðgerð er verið að bregðast við því. Nýtt námsumsjónarkerfi er önnur lykilaðgerð. Kópavogsbær er að taka þátt í þróun á nýju námsumsjónarkerfi sem veitir nemendum, foreldrum og kennurum betri yfirsýn yfir námsframvindu og veitir kennurum tækifæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda við kennslu með tækninni. Tilraun með kerfið hefst á þessu skólaári og verður það tekið í notkun haustið 2026, ef vel tekst til. Skýrara námsmat er þriðja umbótatillagan með sérstakri áherslu á endurgjöf í formi umsagna. Það er ekkert launungarmál að bæði foreldrar og nemendur átta sig illa á einkunnargjöf og ábendingar hafa komið fram um að námsmatið sé á breiðu bili og óskýrt. Hendur grunnskóla eru þó bundnar hvað einkunnargjöf varðar því frá 2013 var samkvæmt aðalnámskrá skylda að við lok grunnskóla sé námsmatið í formi bókstafa. Til að bregðast við þessari stöðu verður aukin áhersla lögð á umsagnir og samræmingu námsmats milli grunnskóla Kópavogs, eins og kostur er, í samræmi við viðmið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS). Markmiðið er að svara þannig ábendingum nemenda og foreldra með því að veita skýrari mynd af námslegri stöðu nemenda. Einnig verður endurskoðuð aðferðafræði við lokamat í 10. bekk til að tryggja réttmæti og áreiðanleika. Efling fagmenntaðra kennara er fjórða áherslan en fagmennska kennara hefur bein áhrif á námsárangur nemenda. Til að mæta fjölbreyttum nemendahópum mun Kópavogsbær leggja áhersla á áframhaldandi þróun framboðs námskeiða sem byggja á þörfum kennara og skólasamfélagsins. Heildstæð áætlun um símenntun verður unnin í samvinnu við skóla og háskólastofnanir, með áherslu á greinar þar sem skortur er á kennurum, svo sem í íslensku, náttúrufræði og stærðfræði. Þær áherslur sem hér hafa verið taldar upp eru ekki tæmandi. Listi umbótaaðgerða er í heild sextán sem úr samráðsferlinu komu en að auki verða gerðar úrbætur á móttökuferli barna með fjölbreyttan tungumálabakgrunn, skýrari reglur um skólasókn barna og reglur um samskipti og símanotkun í skóla teknar til skoðunar. Með þessum aðgerðum svarar Kópavogsbær ákalli nemenda, foreldra og kennara um að gera námið og kennslu í grunnskólum okkar mælanlegra, markvissara, faglegra og gagnsærra. Markmiðið er skýrt: Að tryggja að skólar í Kópavogi séu áfram í fremstu röð og að framtíð nemenda sé sett í fyrsta sæti. Ef við ætlum að vera þjóð í fremstu röð þurfum við að vera með menntakerfi í fremstu röð og tryggja þannig framtíð barnanna okkar. Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun