Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Jón Þór Stefánsson skrifar 19. ágúst 2025 08:46 Maðurinn fannst illa haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar. Vísir/Anton Brink Maður sem hafði réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu svokallaða játaði að hafa stolið riffli nokkrum dögum áður en atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað. Lögregla taldi að til hafi staðið að nota vopnið í tengslum við Gufunesmálið. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í lok marsmánaðar, en hefur fyrst nú verið birtur opinberlega. Í málinu eru fimmmenningar ákærðir, þar af þrír fyrir manndráp, frelsissviptingu, og rán og einn fyrir hlutdeild í því. Þeim er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Maðurinn sem játaði að hafa stolið riflinum er ekki einn þeirra ákærðu. Þjófnaðurinn fimmtán dögum áður Í úrskurði héraðsdóms segir að í lok febrúar, um fimmtán dögum áður en rannsóknin á Gufunesmálinu hófst, hafi lögreglunni borist tilkynning um þjófnað. Í henni sagði að umræddur maður hafi komið inn í verslunina og síðar sama dag hefði eigandi hennar komist að því að einn riffill væri horfinn úr versluninni. Tveimur dögum síðar var maðurinn handtekinn ásamt öðrum mönnum sem eru sagðir eiga sér sögu hjá lögreglu. Maðurinn sagði að riffillinn væri undir framsæti bíls hans. Lögreglan mun hafa fundið byssuna þar en þá var búið að bæta við hana hljóðdeyfi og fæti. Maðurinn var handtekinn og í skýrslutöku játaði maðurinn þjófnaðinn. Við handtökuna lagði lögreglan hald á farsíma mannsins. Vildi ekki veita aðgang að símanum vegna gamalla afbrota Maðurinn fékk síðan réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu þegar það kom upp og var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna þess. Lögreglan vildi þá fá aðgang að síma mannsins sem neitaði því og vildi meina að í honum væru að finna persónulegar upplýsingar. Síðar mun hann hafa breytt framburði sínum sagt að hann vildi ekki að lögregla gæti séð atriði sem þar væru að finna sem sýndu að hann hefði brotið af sér. Þá er hann sagður hafa ýtt „sérstaklega á eftir því“ að umrætt mál yrði afgreitt sem hefðbundinn þjófnaður. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að hann kunni að hafa átt sér samverkamenn við þjófnaðinn á skotvopninu. Þá telji lögregla líklegt að hann hafi með einum eða öðrum hætti ætlað að nota skotvopnið í tengslum við Gufunesmálið. Umræddur úrskurður varðaði það hvort lögreglan myndi fá heimild til að rannsaka innihald síma mannsins. Héraðsdómur féllst á það og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Skotvopn Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í lok marsmánaðar, en hefur fyrst nú verið birtur opinberlega. Í málinu eru fimmmenningar ákærðir, þar af þrír fyrir manndráp, frelsissviptingu, og rán og einn fyrir hlutdeild í því. Þeim er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Maðurinn sem játaði að hafa stolið riflinum er ekki einn þeirra ákærðu. Þjófnaðurinn fimmtán dögum áður Í úrskurði héraðsdóms segir að í lok febrúar, um fimmtán dögum áður en rannsóknin á Gufunesmálinu hófst, hafi lögreglunni borist tilkynning um þjófnað. Í henni sagði að umræddur maður hafi komið inn í verslunina og síðar sama dag hefði eigandi hennar komist að því að einn riffill væri horfinn úr versluninni. Tveimur dögum síðar var maðurinn handtekinn ásamt öðrum mönnum sem eru sagðir eiga sér sögu hjá lögreglu. Maðurinn sagði að riffillinn væri undir framsæti bíls hans. Lögreglan mun hafa fundið byssuna þar en þá var búið að bæta við hana hljóðdeyfi og fæti. Maðurinn var handtekinn og í skýrslutöku játaði maðurinn þjófnaðinn. Við handtökuna lagði lögreglan hald á farsíma mannsins. Vildi ekki veita aðgang að símanum vegna gamalla afbrota Maðurinn fékk síðan réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu þegar það kom upp og var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna þess. Lögreglan vildi þá fá aðgang að síma mannsins sem neitaði því og vildi meina að í honum væru að finna persónulegar upplýsingar. Síðar mun hann hafa breytt framburði sínum sagt að hann vildi ekki að lögregla gæti séð atriði sem þar væru að finna sem sýndu að hann hefði brotið af sér. Þá er hann sagður hafa ýtt „sérstaklega á eftir því“ að umrætt mál yrði afgreitt sem hefðbundinn þjófnaður. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að hann kunni að hafa átt sér samverkamenn við þjófnaðinn á skotvopninu. Þá telji lögregla líklegt að hann hafi með einum eða öðrum hætti ætlað að nota skotvopnið í tengslum við Gufunesmálið. Umræddur úrskurður varðaði það hvort lögreglan myndi fá heimild til að rannsaka innihald síma mannsins. Héraðsdómur féllst á það og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Skotvopn Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira