Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2025 11:19 Rodrigo Paz bætti verulega við sig fylgi í aðdraganda kosninganna og fékk flest atkvæði. Hann kallaði í gær etir miklum breytingum í Bólivíu. AP/Freddy Barragan Útlit er fyrir að kjósendur í Bólivíu muni í fyrsta sinn í tæp tuttugu ár ekki kjósa vinstri sinnaðan forseta úr röðum Sósíalista. Forsetakosningar voru haldnar þar í gær en halda þarf aðra umferð þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta. Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz Pereira og Jorge Quiroga, fyrrverandi forseti, urðu í fyrsta og efsta sæti í kosningunum, samkvæmt óstaðfestum niðurstöðum kosninganna. Paz situr á miðjunni á hinu pólitíska rófi en Quiroga er hægri sinnaður. Í gærkvöldi, þegar búið var að telja 91 prósent atkvæða var Paz með 32,8 prósent og Quiroga með 26,4, samkvæmt AP fréttaveitunni. Samkvæmt frétt Washington Post kom velgengni Pas í kosningunum nokkuð á óvart en kannanir höfðu gefið til kynna að annar hægri sinnaður frambjóðandi nyti mests fylgis. Paz, sem er fyrrverandi bæjarstjóri, bætti þó verulega við fylgi sitt á síðustu dögunum fyrir kosningarnar og hefur velgengnin að miklu leyti verið rakin til Edman Lara, meðframbjóðanda hans. Sá er tiltölulega ungur fyrrverandi lögreglustjóri og þykir vinsæll á samfélagsmiðlum. Saman hafa þeir kallað eftir umfangsmiklu átaki gegn spillingu innan lögreglunnar og stjórnsýslunnar. Þegar úrslitin þóttu ljós lýsti Paz því yfir að kjósendur Bólivíu væru ekki eingöngu að kalla eftir nýrri ríkisstjórn, heldur breyttu pólitísku kerfi. Hann kallaði einnig eftir miklum breytingum á hagkerfi Bólivíu en ríkið stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum á því sviði. Halda á seinni umferð kosninganna í október. Óvinsælir sósíalistar Sósíalistar hafa haldið í stjórnartaumana í Bólivíu í tæpa tvo áratugi, undir stjórn Evo Morales, en hann stofnaði flokkinn og var forseti í fjórtán ár. Í stjórnartíð hans jók hann á réttindi innfæddra í Bólivíu og jók fjárveitingar til félagsmála töluvert. Hann reyndi þó einnig að reyna að framlengja forsetatíð sína, þvert á lög í landinu, og hefur verið sakaður um og ákærður fyrir samræði við ólögráða stúlkur. Þetta spilaði stóra rullu í hratt dvínandi fylgi sósíalista í Bólivíu. Formlegur frambjóðandi Sósíalistaflokksins fékk 3,2 prósent atkvæða en annar vinstri sinnaður frambjóðandi fékk átta prósent. Morales er sagður halda til í Chapare í Bólivíu þar sem hann hefur komist hjá handtöku vegna ásakana um að hafa gert fimmtán ára stúlku ólétta þegar hann var forseti. Morales hafði kallað eftir því að stuðningsmenn hans krotuðu á kjörseðla sína og gerðu þá þannig ógilda. Núverandi leiðtogar flokksins hafa reynt að segja að deilur Morales við þá hafi kostað flokkinn verulega. AP segir hins vegar að þegar vinstri sinnaðir stjórnmálamenn fóru að greiða atkvæði í gær, hafi þeir víða mætt mótmælum, bauli og hlutum hafi jafnvel verið kastað í þá. Bólivía Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz Pereira og Jorge Quiroga, fyrrverandi forseti, urðu í fyrsta og efsta sæti í kosningunum, samkvæmt óstaðfestum niðurstöðum kosninganna. Paz situr á miðjunni á hinu pólitíska rófi en Quiroga er hægri sinnaður. Í gærkvöldi, þegar búið var að telja 91 prósent atkvæða var Paz með 32,8 prósent og Quiroga með 26,4, samkvæmt AP fréttaveitunni. Samkvæmt frétt Washington Post kom velgengni Pas í kosningunum nokkuð á óvart en kannanir höfðu gefið til kynna að annar hægri sinnaður frambjóðandi nyti mests fylgis. Paz, sem er fyrrverandi bæjarstjóri, bætti þó verulega við fylgi sitt á síðustu dögunum fyrir kosningarnar og hefur velgengnin að miklu leyti verið rakin til Edman Lara, meðframbjóðanda hans. Sá er tiltölulega ungur fyrrverandi lögreglustjóri og þykir vinsæll á samfélagsmiðlum. Saman hafa þeir kallað eftir umfangsmiklu átaki gegn spillingu innan lögreglunnar og stjórnsýslunnar. Þegar úrslitin þóttu ljós lýsti Paz því yfir að kjósendur Bólivíu væru ekki eingöngu að kalla eftir nýrri ríkisstjórn, heldur breyttu pólitísku kerfi. Hann kallaði einnig eftir miklum breytingum á hagkerfi Bólivíu en ríkið stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum á því sviði. Halda á seinni umferð kosninganna í október. Óvinsælir sósíalistar Sósíalistar hafa haldið í stjórnartaumana í Bólivíu í tæpa tvo áratugi, undir stjórn Evo Morales, en hann stofnaði flokkinn og var forseti í fjórtán ár. Í stjórnartíð hans jók hann á réttindi innfæddra í Bólivíu og jók fjárveitingar til félagsmála töluvert. Hann reyndi þó einnig að reyna að framlengja forsetatíð sína, þvert á lög í landinu, og hefur verið sakaður um og ákærður fyrir samræði við ólögráða stúlkur. Þetta spilaði stóra rullu í hratt dvínandi fylgi sósíalista í Bólivíu. Formlegur frambjóðandi Sósíalistaflokksins fékk 3,2 prósent atkvæða en annar vinstri sinnaður frambjóðandi fékk átta prósent. Morales er sagður halda til í Chapare í Bólivíu þar sem hann hefur komist hjá handtöku vegna ásakana um að hafa gert fimmtán ára stúlku ólétta þegar hann var forseti. Morales hafði kallað eftir því að stuðningsmenn hans krotuðu á kjörseðla sína og gerðu þá þannig ógilda. Núverandi leiðtogar flokksins hafa reynt að segja að deilur Morales við þá hafi kostað flokkinn verulega. AP segir hins vegar að þegar vinstri sinnaðir stjórnmálamenn fóru að greiða atkvæði í gær, hafi þeir víða mætt mótmælum, bauli og hlutum hafi jafnvel verið kastað í þá.
Bólivía Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira