Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2025 11:19 Rodrigo Paz bætti verulega við sig fylgi í aðdraganda kosninganna og fékk flest atkvæði. Hann kallaði í gær etir miklum breytingum í Bólivíu. AP/Freddy Barragan Útlit er fyrir að kjósendur í Bólivíu muni í fyrsta sinn í tæp tuttugu ár ekki kjósa vinstri sinnaðan forseta úr röðum Sósíalista. Forsetakosningar voru haldnar þar í gær en halda þarf aðra umferð þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta. Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz Pereira og Jorge Quiroga, fyrrverandi forseti, urðu í fyrsta og efsta sæti í kosningunum, samkvæmt óstaðfestum niðurstöðum kosninganna. Paz situr á miðjunni á hinu pólitíska rófi en Quiroga er hægri sinnaður. Í gærkvöldi, þegar búið var að telja 91 prósent atkvæða var Paz með 32,8 prósent og Quiroga með 26,4, samkvæmt AP fréttaveitunni. Samkvæmt frétt Washington Post kom velgengni Pas í kosningunum nokkuð á óvart en kannanir höfðu gefið til kynna að annar hægri sinnaður frambjóðandi nyti mests fylgis. Paz, sem er fyrrverandi bæjarstjóri, bætti þó verulega við fylgi sitt á síðustu dögunum fyrir kosningarnar og hefur velgengnin að miklu leyti verið rakin til Edman Lara, meðframbjóðanda hans. Sá er tiltölulega ungur fyrrverandi lögreglustjóri og þykir vinsæll á samfélagsmiðlum. Saman hafa þeir kallað eftir umfangsmiklu átaki gegn spillingu innan lögreglunnar og stjórnsýslunnar. Þegar úrslitin þóttu ljós lýsti Paz því yfir að kjósendur Bólivíu væru ekki eingöngu að kalla eftir nýrri ríkisstjórn, heldur breyttu pólitísku kerfi. Hann kallaði einnig eftir miklum breytingum á hagkerfi Bólivíu en ríkið stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum á því sviði. Halda á seinni umferð kosninganna í október. Óvinsælir sósíalistar Sósíalistar hafa haldið í stjórnartaumana í Bólivíu í tæpa tvo áratugi, undir stjórn Evo Morales, en hann stofnaði flokkinn og var forseti í fjórtán ár. Í stjórnartíð hans jók hann á réttindi innfæddra í Bólivíu og jók fjárveitingar til félagsmála töluvert. Hann reyndi þó einnig að reyna að framlengja forsetatíð sína, þvert á lög í landinu, og hefur verið sakaður um og ákærður fyrir samræði við ólögráða stúlkur. Þetta spilaði stóra rullu í hratt dvínandi fylgi sósíalista í Bólivíu. Formlegur frambjóðandi Sósíalistaflokksins fékk 3,2 prósent atkvæða en annar vinstri sinnaður frambjóðandi fékk átta prósent. Morales er sagður halda til í Chapare í Bólivíu þar sem hann hefur komist hjá handtöku vegna ásakana um að hafa gert fimmtán ára stúlku ólétta þegar hann var forseti. Morales hafði kallað eftir því að stuðningsmenn hans krotuðu á kjörseðla sína og gerðu þá þannig ógilda. Núverandi leiðtogar flokksins hafa reynt að segja að deilur Morales við þá hafi kostað flokkinn verulega. AP segir hins vegar að þegar vinstri sinnaðir stjórnmálamenn fóru að greiða atkvæði í gær, hafi þeir víða mætt mótmælum, bauli og hlutum hafi jafnvel verið kastað í þá. Bólivía Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz Pereira og Jorge Quiroga, fyrrverandi forseti, urðu í fyrsta og efsta sæti í kosningunum, samkvæmt óstaðfestum niðurstöðum kosninganna. Paz situr á miðjunni á hinu pólitíska rófi en Quiroga er hægri sinnaður. Í gærkvöldi, þegar búið var að telja 91 prósent atkvæða var Paz með 32,8 prósent og Quiroga með 26,4, samkvæmt AP fréttaveitunni. Samkvæmt frétt Washington Post kom velgengni Pas í kosningunum nokkuð á óvart en kannanir höfðu gefið til kynna að annar hægri sinnaður frambjóðandi nyti mests fylgis. Paz, sem er fyrrverandi bæjarstjóri, bætti þó verulega við fylgi sitt á síðustu dögunum fyrir kosningarnar og hefur velgengnin að miklu leyti verið rakin til Edman Lara, meðframbjóðanda hans. Sá er tiltölulega ungur fyrrverandi lögreglustjóri og þykir vinsæll á samfélagsmiðlum. Saman hafa þeir kallað eftir umfangsmiklu átaki gegn spillingu innan lögreglunnar og stjórnsýslunnar. Þegar úrslitin þóttu ljós lýsti Paz því yfir að kjósendur Bólivíu væru ekki eingöngu að kalla eftir nýrri ríkisstjórn, heldur breyttu pólitísku kerfi. Hann kallaði einnig eftir miklum breytingum á hagkerfi Bólivíu en ríkið stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum á því sviði. Halda á seinni umferð kosninganna í október. Óvinsælir sósíalistar Sósíalistar hafa haldið í stjórnartaumana í Bólivíu í tæpa tvo áratugi, undir stjórn Evo Morales, en hann stofnaði flokkinn og var forseti í fjórtán ár. Í stjórnartíð hans jók hann á réttindi innfæddra í Bólivíu og jók fjárveitingar til félagsmála töluvert. Hann reyndi þó einnig að reyna að framlengja forsetatíð sína, þvert á lög í landinu, og hefur verið sakaður um og ákærður fyrir samræði við ólögráða stúlkur. Þetta spilaði stóra rullu í hratt dvínandi fylgi sósíalista í Bólivíu. Formlegur frambjóðandi Sósíalistaflokksins fékk 3,2 prósent atkvæða en annar vinstri sinnaður frambjóðandi fékk átta prósent. Morales er sagður halda til í Chapare í Bólivíu þar sem hann hefur komist hjá handtöku vegna ásakana um að hafa gert fimmtán ára stúlku ólétta þegar hann var forseti. Morales hafði kallað eftir því að stuðningsmenn hans krotuðu á kjörseðla sína og gerðu þá þannig ógilda. Núverandi leiðtogar flokksins hafa reynt að segja að deilur Morales við þá hafi kostað flokkinn verulega. AP segir hins vegar að þegar vinstri sinnaðir stjórnmálamenn fóru að greiða atkvæði í gær, hafi þeir víða mætt mótmælum, bauli og hlutum hafi jafnvel verið kastað í þá.
Bólivía Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira