Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2025 11:02 Að undanförnu hefur sú hugmynd skotið upp í kollinum að ríkisstjórnin vilji tryggja einokun sína á tóbaki í sessi og gera tóbak að fýsilegri kosti en miklu skaðminni níkótínvörur. Ríkisstjórnin reynir nú að ýta undir samkeppnishæfni tóbaks með lagabreytingu. Það er að minnsta kosti erfitt að skilja nýtt frumvarp öðruvísi. Mögulega er það ekki ætlunin en verður mjög líklega niðurstaðan. Ríkið sem birgi og löggjafi Íslenska ríkið er með einkarétt á innflutningi og heildsölu tóbaks og rekur jafnframt eigin vöru, Neftóbak. Slíkur hagsmunaárekstur, þar sem ríkið gegnir bæði hlutverki birgis og löggjafa, kallar á aukna aðgæslu og gagnsæi. Með lagasetningu á síðustu öld var samkeppni við Neftóbak útilokuð með banni við sölu annarra nef- og munntóbaksvara. Þetta fyrirkomulag hefur haldist óbreytt þrátt fyrir miklar breytingar á hegðun og vali neytenda síðustu ár. Frá því nikótínpúðar komu fyrst á markað hérlendis fyrir rúmum áratug hafa rúmlega 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala á neftóbaki um 80%. Slík þróun er jákvæð út frá lýðheilsusjónarmiðum og staðfestir vilja fólks til að velja skaðminni valkosti. Löggjöf sem gengur þvert á jákvæða þróun Þrátt fyrir þennan ávinning í baráttunni við tóbakið virðist nýboðuð löggjöf ganga þvert á þessa jákvæðu þróun. Um síðustu áramót var lagður á sérstakur skattur á nikótínpúða sem dró úr verðmun milli tóbaks og skaðminni tóbakslausra nikótínvara. Í kjölfarið varð lítið sem ekkert fjárhagslegt aðhald fyrir neytendur til að velja heilsusamlegri valkost. Skattheimtan jók þannig samkeppnishæfni tóbaks. Að auki hefur ríkisvaldið takmarkað leyfilegan styrk nikótínpúða, sem hljómar skynsamlega, en er sjálft um leið með einkaleyfi hér á landi fyrir vörumerkinu Neftóbak, sem er með 40% meira nikótínmagn en leyfilegt er í öðrum nikótínvörum. Þetta veitir vörum ríkisins augljóst markaðsforskot og samræmist illa hlutleysi í lagasetningu. Tengingunni við tóbak viðhaldið Áform eru uppi um að banna flest bragðefni í nikótínvörum, fyrir utan mintu- og tóbaksbragð. Það vekur spurningar um hvort ætlunin sé ómeðvitað að viðhalda eða styrkja tilfinningalega tengingu við tóbak. Fjöldi fyrrverandi reykingamanna sem notað hafa rafrettur til að hætta neyslu hafa lýst því hversu mikilvægt er að ná að losa sig við tóbaksbragð. Með því að þrengja bragðvalið getur lagasetningin þannig ýtt undir að fólk leiti aftur í tóbakið. Niðurstaða: Gáleysi eða stefnumarkandi afturför? Þó svo að yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar sé að draga úr notkun á tóbaki og nikótíni, má með sanni segja að fyrirhuguð lagabreyting veiki stöðu þeirra vara sem þegar hafa sannað gildi sitt við að draga úr tóbaksneyslu. Lagabreytingin skerðir jafnframt frelsi einstaklinga til að velja sér skaðminni valkosti og viðhalda lífsstíl án tóbaks. Löggjafarvaldið ber ríka ábyrgð á að forgangsraða lýðheilsusjónarmiðum. Á Íslandi er umhverfi þar sem hagsmunir ríkis, sem birgis, og hagsmunir almennings sem neytenda fara ekki alltaf saman. Það er tímabært að endurmeta hvers konar hlutverki íslenska ríkið á að gegna í sölu á skaðlegum vörum og hvort hlutleysi og heilbrigðismarkmið eigi jafnvel undir högg að sækja. Höfundur er framkvæmdastjóri Duflands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tóbak Nikótínpúðar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur sú hugmynd skotið upp í kollinum að ríkisstjórnin vilji tryggja einokun sína á tóbaki í sessi og gera tóbak að fýsilegri kosti en miklu skaðminni níkótínvörur. Ríkisstjórnin reynir nú að ýta undir samkeppnishæfni tóbaks með lagabreytingu. Það er að minnsta kosti erfitt að skilja nýtt frumvarp öðruvísi. Mögulega er það ekki ætlunin en verður mjög líklega niðurstaðan. Ríkið sem birgi og löggjafi Íslenska ríkið er með einkarétt á innflutningi og heildsölu tóbaks og rekur jafnframt eigin vöru, Neftóbak. Slíkur hagsmunaárekstur, þar sem ríkið gegnir bæði hlutverki birgis og löggjafa, kallar á aukna aðgæslu og gagnsæi. Með lagasetningu á síðustu öld var samkeppni við Neftóbak útilokuð með banni við sölu annarra nef- og munntóbaksvara. Þetta fyrirkomulag hefur haldist óbreytt þrátt fyrir miklar breytingar á hegðun og vali neytenda síðustu ár. Frá því nikótínpúðar komu fyrst á markað hérlendis fyrir rúmum áratug hafa rúmlega 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala á neftóbaki um 80%. Slík þróun er jákvæð út frá lýðheilsusjónarmiðum og staðfestir vilja fólks til að velja skaðminni valkosti. Löggjöf sem gengur þvert á jákvæða þróun Þrátt fyrir þennan ávinning í baráttunni við tóbakið virðist nýboðuð löggjöf ganga þvert á þessa jákvæðu þróun. Um síðustu áramót var lagður á sérstakur skattur á nikótínpúða sem dró úr verðmun milli tóbaks og skaðminni tóbakslausra nikótínvara. Í kjölfarið varð lítið sem ekkert fjárhagslegt aðhald fyrir neytendur til að velja heilsusamlegri valkost. Skattheimtan jók þannig samkeppnishæfni tóbaks. Að auki hefur ríkisvaldið takmarkað leyfilegan styrk nikótínpúða, sem hljómar skynsamlega, en er sjálft um leið með einkaleyfi hér á landi fyrir vörumerkinu Neftóbak, sem er með 40% meira nikótínmagn en leyfilegt er í öðrum nikótínvörum. Þetta veitir vörum ríkisins augljóst markaðsforskot og samræmist illa hlutleysi í lagasetningu. Tengingunni við tóbak viðhaldið Áform eru uppi um að banna flest bragðefni í nikótínvörum, fyrir utan mintu- og tóbaksbragð. Það vekur spurningar um hvort ætlunin sé ómeðvitað að viðhalda eða styrkja tilfinningalega tengingu við tóbak. Fjöldi fyrrverandi reykingamanna sem notað hafa rafrettur til að hætta neyslu hafa lýst því hversu mikilvægt er að ná að losa sig við tóbaksbragð. Með því að þrengja bragðvalið getur lagasetningin þannig ýtt undir að fólk leiti aftur í tóbakið. Niðurstaða: Gáleysi eða stefnumarkandi afturför? Þó svo að yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar sé að draga úr notkun á tóbaki og nikótíni, má með sanni segja að fyrirhuguð lagabreyting veiki stöðu þeirra vara sem þegar hafa sannað gildi sitt við að draga úr tóbaksneyslu. Lagabreytingin skerðir jafnframt frelsi einstaklinga til að velja sér skaðminni valkosti og viðhalda lífsstíl án tóbaks. Löggjafarvaldið ber ríka ábyrgð á að forgangsraða lýðheilsusjónarmiðum. Á Íslandi er umhverfi þar sem hagsmunir ríkis, sem birgis, og hagsmunir almennings sem neytenda fara ekki alltaf saman. Það er tímabært að endurmeta hvers konar hlutverki íslenska ríkið á að gegna í sölu á skaðlegum vörum og hvort hlutleysi og heilbrigðismarkmið eigi jafnvel undir högg að sækja. Höfundur er framkvæmdastjóri Duflands.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun