Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Íris Ellenberger og Sjöfn Asare skrifa 15. ágúst 2025 13:00 Við, undirrituð, stöndum með Ingólfi Gíslasyni, lektor við Háskóla Íslands, sem nú sætir persónulegum árásum vegna þátttöku hans í mótmælum gegn því að ísraelski prófessorinn Gil S. Epstein frá Bar-Ilan háskóla fengi að halda fyrirlestur um gervigreind í boði Pension Research Institute Iceland (PRICE), rannsóknarstofnunar um lífeyrismál sem leidd er af prófessor við Háskóla Íslands. Þó að allir ísraelskir háskólar séu samsekir með landránsofbeldi Ísrael, á Bar-Ilan háskólinn í sérstaklega virku samstarfi við ísraelska herinn, meðal annars með því að veita einingar fyrir þátttöku í hernaði. Sjálfur hefur Gil S. Epstein opinberlega, fyrir hönd Bar-Ilan háskóla, lýst stuðningi við þjóðarmorðið á Gasa. Hann á sæti í stjórn stofnunarinnar „The Begin-Sadat Center for Strategic Studies“ (BESA), sem framleiðir áróður til að veita þjóðarmorði Ísrael á Gasa lögmæti, auk þess sem Epstein er sérstakur ráðgjafi Ísraelsstjórnar um stefnumótun gervigreindar, en þjóðarmorðið á Gasa er framið með hjálp gervigreindar á áður óþekktum skala, í ítarlega útfærði stefnumótun. Þróun þeirrar gervigreindar sem Epstein var boðið að kynna í Háskóla Íslands hefur verið nýtt í stórum mæli til að fremja þjóðarmorð í Palestínu. Ingólfur Gíslason hefur staðið ötullega með frelsisbaráttu Palesínu og tekið siðferðislega afstöðu sem fræðamaður gegn landráns- og þjóðarmorðseiningunni Ísrael. Hann er ekki einn um þessa afstöðu, enda voru fleiri akademískir starfsmenn á umræddum mótmælum. Yfir 350 starfsmenn Háskóla Íslands hafa undirritað akademíska sniðgönguyfirlýsingu, auk þess sem allar deildir Menntavísindasviðs HÍ og íslensku og menningardeild Hugvísindasviðis hafa skuldbundið sig akademískri sniðgöngu gegn Ísrael. Þúsundir fræðafólks og hundruðir deilda, sviða og háskóla um heim allan hafa tekið sömu afstöðu. Akademísk sniðganga er ekki skerðing á akademísku frelsi. Þvert á mót er tilgangur fræðafólks sem velur að beita akademískri sniðgöngu að vernda og efla akademískt frelsi og grundvallarréttindi kollega sinna og háskólanemenda í Palestínu, sem búa og starfa við aðstæður sem eru í grundvallaratriðum ósamræmanlegar akademísku frelsi, grundvallar mannréttindum og siðferðislegum markmiðum menntunar. Með því að taka þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael er stutt við akademískt frelsi. Fyrir hönd hópsins Háskólafólk fyrir Palestínu, Elía Hörpu og Önundarbur, meistaranemi Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjunkt Íris Ellenberger, prófessor Sjöfn Asare, doktorsnemi Hér getur þú skráð þig á lista starfsfólks við Háskóla Íslands sem tekur þátt í akademískri sniðgöngu gegn Ísrael: https://forms.gle/CxvzS3BomsnxwePs6 Hafðu samband við Háskólafólk fyrir Palestínu á fyrirpalestinu@gmail.com ef þú vilt: Fá frekari upplýsingar um akademíska sniðgöngu. Fá stuðning við að koma af stað umræðum um akademíska sniðgöngu innan þinnar deildar við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Háskólar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Sjá meira
Við, undirrituð, stöndum með Ingólfi Gíslasyni, lektor við Háskóla Íslands, sem nú sætir persónulegum árásum vegna þátttöku hans í mótmælum gegn því að ísraelski prófessorinn Gil S. Epstein frá Bar-Ilan háskóla fengi að halda fyrirlestur um gervigreind í boði Pension Research Institute Iceland (PRICE), rannsóknarstofnunar um lífeyrismál sem leidd er af prófessor við Háskóla Íslands. Þó að allir ísraelskir háskólar séu samsekir með landránsofbeldi Ísrael, á Bar-Ilan háskólinn í sérstaklega virku samstarfi við ísraelska herinn, meðal annars með því að veita einingar fyrir þátttöku í hernaði. Sjálfur hefur Gil S. Epstein opinberlega, fyrir hönd Bar-Ilan háskóla, lýst stuðningi við þjóðarmorðið á Gasa. Hann á sæti í stjórn stofnunarinnar „The Begin-Sadat Center for Strategic Studies“ (BESA), sem framleiðir áróður til að veita þjóðarmorði Ísrael á Gasa lögmæti, auk þess sem Epstein er sérstakur ráðgjafi Ísraelsstjórnar um stefnumótun gervigreindar, en þjóðarmorðið á Gasa er framið með hjálp gervigreindar á áður óþekktum skala, í ítarlega útfærði stefnumótun. Þróun þeirrar gervigreindar sem Epstein var boðið að kynna í Háskóla Íslands hefur verið nýtt í stórum mæli til að fremja þjóðarmorð í Palestínu. Ingólfur Gíslason hefur staðið ötullega með frelsisbaráttu Palesínu og tekið siðferðislega afstöðu sem fræðamaður gegn landráns- og þjóðarmorðseiningunni Ísrael. Hann er ekki einn um þessa afstöðu, enda voru fleiri akademískir starfsmenn á umræddum mótmælum. Yfir 350 starfsmenn Háskóla Íslands hafa undirritað akademíska sniðgönguyfirlýsingu, auk þess sem allar deildir Menntavísindasviðs HÍ og íslensku og menningardeild Hugvísindasviðis hafa skuldbundið sig akademískri sniðgöngu gegn Ísrael. Þúsundir fræðafólks og hundruðir deilda, sviða og háskóla um heim allan hafa tekið sömu afstöðu. Akademísk sniðganga er ekki skerðing á akademísku frelsi. Þvert á mót er tilgangur fræðafólks sem velur að beita akademískri sniðgöngu að vernda og efla akademískt frelsi og grundvallarréttindi kollega sinna og háskólanemenda í Palestínu, sem búa og starfa við aðstæður sem eru í grundvallaratriðum ósamræmanlegar akademísku frelsi, grundvallar mannréttindum og siðferðislegum markmiðum menntunar. Með því að taka þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael er stutt við akademískt frelsi. Fyrir hönd hópsins Háskólafólk fyrir Palestínu, Elía Hörpu og Önundarbur, meistaranemi Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjunkt Íris Ellenberger, prófessor Sjöfn Asare, doktorsnemi Hér getur þú skráð þig á lista starfsfólks við Háskóla Íslands sem tekur þátt í akademískri sniðgöngu gegn Ísrael: https://forms.gle/CxvzS3BomsnxwePs6 Hafðu samband við Háskólafólk fyrir Palestínu á fyrirpalestinu@gmail.com ef þú vilt: Fá frekari upplýsingar um akademíska sniðgöngu. Fá stuðning við að koma af stað umræðum um akademíska sniðgöngu innan þinnar deildar við HÍ.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar