Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 15. ágúst 2025 12:03 Ég veiddi svolítið hér á árum áður og skil þá sem sækjast í lax- og silungsveiði. Ég skil líka náttúruverndarsjónarmiðin að baki því að vernda íslenska laxastofninn. Fyrir tveimur árum benti ég með blaðagrein á að löggjafinn hefði ákveðið, í reglugerð um fiskeldi, að vísa til norsks staðals frá 2009 um gerð og virkni sjókvíaelda sem ætlað var að hindra strok. Þar sem bæði var til nýrri staðall frá Norðmönnum sem gekk lengra og annar alþjóðlegur sem gekk talsvert lengra líka var þessi reglugerð í ósamræmi við ákvæði laga um fiskeldi sem sögðu til um að vísa ætti til STRÖNGUSTU staðla sem gerðir eru fyrir fiskeldismannvirki á sjó. Nú tveimur árum síðar er enn vísað í þennan staðal frá 2009 í umræddri reglugerð þó reyndar sé breytingartillögu að finna í Samráðsgáttinni þar sem lagt er til að vísa í nýrri útgáfu staðalsins frá 2021. Nýrri útgáfan gengur talsvert lengra og er það vel. Þetta hefur hins vegar tekið allt of langan tíma auk þess sem viðurlögin við brotum á viðhaldi, eftirliti og viðbrögð við stroki eru í besta falli hlægileg. Lagaramminn er í grunninn skítlélegur. 500.000 kr. dagsektir bíta ekki fyrirtæki sem hagnast um milljarða á ári. Í tilviki Arctic Sea Farm í Dýrafirði eru slíkar dagsektir 3.800 daga að éta upp hagnað síðasta árs eða 10 og hálft ár. Þá verður ekki betur séð en að eftirliti sé verulega áfátt og það vekur hreinlega upp spurningar um ásetning. Af hverju smíðar einhver vísvitandi regluverk sem virkar ekki? Er einhver falinn ávinningur í því eða erum við bara svona ógeðslega léleg í að verja okkur og hagsmuni okkar? Ef þetta, og ýmislegt fleira sem finna má að lélegu regluverki og slöppu eftirliti, er ekki spilling, þá er löngu orðið tímabært að stjórnvöld líti í auknum mæli til staðla til að útfæra löggjöfina og tryggja að þær girðingar, sem þó eru reistar, haldi. Gott fyrsta skref væri að byrja á að fylgja kröfunum sem þegar hafa verið gerðar en ekki er fylgt eftir. Það er fjöldi dæma um allt samfélagið þar sem stjórnvöld hafa vísvitandi og af ásetningi veitt afslátt af eðlilegum og lögbundnum, stöðluðum kröfum sem eiga að vernda okkur. Í meðvirkni við hagsmunaaðila sem virðast geta öskrað fram afslátt af öllum fjandanum. Við erum ekkert of góð til að undirgangast sömu kröfur og annars staðar í Evrópu. Það er ekkert náttúrulögmál að hér eigi villta vestrið að ríkja í alls kyns málum eins og raunin er, því það erum alltaf við sem berum áhættuna og kostnaðinn af fúskinu sem af hlýst . Venjulegt fólk. Eða náttúran í tilviki sjókvíaeldis. Það er engin tilviljun að staðlar eru vel metin stjórntæki um allan heim og þær þjóðir sem hafa það að markmiði að tryggja og viðhalda samkeppnishæfni sinni leggja mikið í staðlastarf. Það er engin tilviljun að alþjóðastofnanir eins og WTO, Worldbank, OECD, Sþ og ýmsir fleiri leggja áherslu á staðlanotkun. Það er engin tilviljun að Evrópusambandið notar staðla markvisst sem hluta löggjafar til að tryggja öryggi fólks, neytendavernd, líf og limi. Á Íslandi er hins vegar oft látið eins og um sé að ræða leiðindamál sem menn eru dyggilega aðstoðaðir við að komast undan. Og þess vegna er fúsk landlægt hér á mörgum sviðum atvinnulífsins sem skaðar okkur þegar til lengri tíma er litið. Örfáir græða hins vegar á þessum veigamiklu afsláttum stjórnvalda. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Ég veiddi svolítið hér á árum áður og skil þá sem sækjast í lax- og silungsveiði. Ég skil líka náttúruverndarsjónarmiðin að baki því að vernda íslenska laxastofninn. Fyrir tveimur árum benti ég með blaðagrein á að löggjafinn hefði ákveðið, í reglugerð um fiskeldi, að vísa til norsks staðals frá 2009 um gerð og virkni sjókvíaelda sem ætlað var að hindra strok. Þar sem bæði var til nýrri staðall frá Norðmönnum sem gekk lengra og annar alþjóðlegur sem gekk talsvert lengra líka var þessi reglugerð í ósamræmi við ákvæði laga um fiskeldi sem sögðu til um að vísa ætti til STRÖNGUSTU staðla sem gerðir eru fyrir fiskeldismannvirki á sjó. Nú tveimur árum síðar er enn vísað í þennan staðal frá 2009 í umræddri reglugerð þó reyndar sé breytingartillögu að finna í Samráðsgáttinni þar sem lagt er til að vísa í nýrri útgáfu staðalsins frá 2021. Nýrri útgáfan gengur talsvert lengra og er það vel. Þetta hefur hins vegar tekið allt of langan tíma auk þess sem viðurlögin við brotum á viðhaldi, eftirliti og viðbrögð við stroki eru í besta falli hlægileg. Lagaramminn er í grunninn skítlélegur. 500.000 kr. dagsektir bíta ekki fyrirtæki sem hagnast um milljarða á ári. Í tilviki Arctic Sea Farm í Dýrafirði eru slíkar dagsektir 3.800 daga að éta upp hagnað síðasta árs eða 10 og hálft ár. Þá verður ekki betur séð en að eftirliti sé verulega áfátt og það vekur hreinlega upp spurningar um ásetning. Af hverju smíðar einhver vísvitandi regluverk sem virkar ekki? Er einhver falinn ávinningur í því eða erum við bara svona ógeðslega léleg í að verja okkur og hagsmuni okkar? Ef þetta, og ýmislegt fleira sem finna má að lélegu regluverki og slöppu eftirliti, er ekki spilling, þá er löngu orðið tímabært að stjórnvöld líti í auknum mæli til staðla til að útfæra löggjöfina og tryggja að þær girðingar, sem þó eru reistar, haldi. Gott fyrsta skref væri að byrja á að fylgja kröfunum sem þegar hafa verið gerðar en ekki er fylgt eftir. Það er fjöldi dæma um allt samfélagið þar sem stjórnvöld hafa vísvitandi og af ásetningi veitt afslátt af eðlilegum og lögbundnum, stöðluðum kröfum sem eiga að vernda okkur. Í meðvirkni við hagsmunaaðila sem virðast geta öskrað fram afslátt af öllum fjandanum. Við erum ekkert of góð til að undirgangast sömu kröfur og annars staðar í Evrópu. Það er ekkert náttúrulögmál að hér eigi villta vestrið að ríkja í alls kyns málum eins og raunin er, því það erum alltaf við sem berum áhættuna og kostnaðinn af fúskinu sem af hlýst . Venjulegt fólk. Eða náttúran í tilviki sjókvíaeldis. Það er engin tilviljun að staðlar eru vel metin stjórntæki um allan heim og þær þjóðir sem hafa það að markmiði að tryggja og viðhalda samkeppnishæfni sinni leggja mikið í staðlastarf. Það er engin tilviljun að alþjóðastofnanir eins og WTO, Worldbank, OECD, Sþ og ýmsir fleiri leggja áherslu á staðlanotkun. Það er engin tilviljun að Evrópusambandið notar staðla markvisst sem hluta löggjafar til að tryggja öryggi fólks, neytendavernd, líf og limi. Á Íslandi er hins vegar oft látið eins og um sé að ræða leiðindamál sem menn eru dyggilega aðstoðaðir við að komast undan. Og þess vegna er fúsk landlægt hér á mörgum sviðum atvinnulífsins sem skaðar okkur þegar til lengri tíma er litið. Örfáir græða hins vegar á þessum veigamiklu afsláttum stjórnvalda. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun