Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2025 07:02 Ali Larijani, forseti þjóðaröryggisráðs Íran, veifar til stuðningsmanna Hezbollah í Beirút. AP/Bilal Hussein Háttsettur íranskur embættismaður fundaði á miðvikudag með ráðamönnum í Líbanon vegna áætlana um að afvopna Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá klerkastjórninni í Íran frá því þau voru stofnuð á níunda áratug síðustu aldar. Síðan þá hafa samtökin starfað innan ríkisins bæði sem vígahópur og valdamikið stjórnmálaafl. Með aðstoð klerkastjórnarinnar voru samtökin orðin mun öflugri en her Líbanon og reiddu Íranar lengi á Hezbollah sem lykilhluta varna ríkisins gegn Ísrael. Ísraelar drógu þó verulega úr getu samtakanna í fyrra. Í lok árs 2023 hófust átök milli Ísrael og Hezbollah, eftir að vígamenn samtakanna hófu umfangsmiklar eldflaugárásir á Ísrael þann 8. októkber 2023, eftir árás Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael. Rúmlega fjögur þúsund manns létu lífið í átökunum og árásunum í Líbanon og þúsundir eru örkumla. Stuðningsmenn Hezbollah í Beirút í dag, þegar Ali Larijani heimsótti gröf Sayyed Hassan Nasrallah, fyrrverandi leiðtoga samtakanna.AP/Hussein Malla Dregið úr áhrifum Írana Áðurnefndur embættismaður frá Íran heitir Ali Larijani en hann var áður yfirmaður í byltingarverði Íran en er nú forseti þjóðaröryggisráðs ríkisins. Hann er æðsti íranski embættismaðurinn sem heimsótt hefur Líbanon um nokkuð skeið. Ríkisstjórn Líbanon samþykkti nýverið aðgerðaáætlun, sem studd er af yfirvöldum í Bandaríkjunum, um að afvopna Hezbollah fyrir lok þessa árs. Leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafa hafnað þeirri áætlun og saka ríkisstjórn Nawaf Salam, forsætisráðherra, um að láta undan kröfum Bandaríkjamanna á kostnað Líbanon. Í yfirlýsingu frá leiðtogum Hezbollah sagði að þeir myndu hunsa þessa áætlun um afvopnun þeirra og að þeir myndu ekki ræða við ríkisstjórnina fyrr en Ísraelar hættu alfarið árásum á Líbanon. Áætlunin byggir á vopnahléi sem gert var milli Ísraela annars vegar og Hezbollah og Líbanon hins vegar í október. Samkvæmt vopnahléssamningnum áttu vígamenn Hezbollah að hörfa frá suðurhluta Líbanon og her ríkisins átti að taka stjórn á svæðinu. Sjá einnig: Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Þegar samkomulagið var gert höfðu Ísraelar unnið mikinn skaða á Hezbollah samtökunum, með umfangsmiklum loftárásum, banatilræðum gegn mörgum af leiðtogum samtakanna og öðrum aðferðum sem skildu stóra hluta Líbanon í rúst. Nokkrum dögum eftir að vopnahléið tók gildi féll ríkisstjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi, sem hafði einnig notið stuðnings Írana og Hezbollah, og töpuðu Íranar þar bestu leiðinni til að koma vopnum og mönnum til Líbanon. Fall Assads einangraði Hezbollah enn frekar. Feta þröngan milliveg Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Beirút orðið fyrir miklum þrýstingi frá erindrekum frá Vesturlöndum og öðrum Mið-Austurlöndum um að framfylgja samkomulaginu og afvopna Hezbollah. New York Times segir það vera lykilatriði fyrir ráðamenn í Líbanon til að fá aðgang að lánsfé og neyðaraðstoð til uppbyggingar eftir átökin í fyrra og langvarandi efnahags- og stjórnmálakrísa. Ráðamenn í Beirút eru sagðir þurfa að feta þröngan milliveg. Þeir standa frammi fyrir því að Ísraelar, sem eru enn með hermenn í Líbanon, gætu hafið árásir á nýjan leik, dragi stjórnvöld lappirnar í því að afvopna Hezbollah. Ísraelar hafa gert reglulegar árásir í Líbanon eftir að vopnahléið tók gildi og segja þeir beinast gegn vígamönnum Hezbollah. Á hinn bóginn gæti reynst erfitt að afvopna samtökin, án þess að Ísraelar gefi eftir og yfirgefi til dæmis stöður sínar í landinu. Frá fundi Ali Larijani og Joseph Aoun, forseta Líbanon í dag.AP/Forsetaembætti Líbanon Hafnaði afskiptum Írana Á fundi með Larijani sagði Joseph Aoun, forseti Líbanon, að engum hópum væri heimilað að bera vopn í Líbanon eða njóta stuðnings erlendra ríkja. Vísaði hann þar til stuðnings Írana við Hezbollah og sagðist hafna slíkum afskiptum af innanríkismálum Líbanon. NYT hefur eftir Larijani að heimsókn hans hafi eingöngu verið til marks um stuðning við ríkið Líbanon og hafnaði hann að Íran hefði afskipti af innanríkismálum þar. Þess í stað sakaði hann Bandaríkjamenn um að þvinga á ríkisstjórn Líbanon áætlun um afvopnun Hezbollah. Larijani sagði vopnabúr hryðjuverkasamtakanna vera hluta af vörnum ríkisins gegn Ísrael. Í frétt Al-Jazeera segir að eftir að ráðamenn lýstu yfir áætlun sinni um afvopnun Hezbollah hafi stuðningsmenn samtakanna komið saman og lokað veginum á flugvöllinn í Beirút um tíma. Það hafi þó staðið stutt yfir og að lítið hafi verið mótmælt eftir það. Fréttin hefur verið uppfærð. Líbanon Íran Ísrael Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Síðan þá hafa samtökin starfað innan ríkisins bæði sem vígahópur og valdamikið stjórnmálaafl. Með aðstoð klerkastjórnarinnar voru samtökin orðin mun öflugri en her Líbanon og reiddu Íranar lengi á Hezbollah sem lykilhluta varna ríkisins gegn Ísrael. Ísraelar drógu þó verulega úr getu samtakanna í fyrra. Í lok árs 2023 hófust átök milli Ísrael og Hezbollah, eftir að vígamenn samtakanna hófu umfangsmiklar eldflaugárásir á Ísrael þann 8. októkber 2023, eftir árás Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael. Rúmlega fjögur þúsund manns létu lífið í átökunum og árásunum í Líbanon og þúsundir eru örkumla. Stuðningsmenn Hezbollah í Beirút í dag, þegar Ali Larijani heimsótti gröf Sayyed Hassan Nasrallah, fyrrverandi leiðtoga samtakanna.AP/Hussein Malla Dregið úr áhrifum Írana Áðurnefndur embættismaður frá Íran heitir Ali Larijani en hann var áður yfirmaður í byltingarverði Íran en er nú forseti þjóðaröryggisráðs ríkisins. Hann er æðsti íranski embættismaðurinn sem heimsótt hefur Líbanon um nokkuð skeið. Ríkisstjórn Líbanon samþykkti nýverið aðgerðaáætlun, sem studd er af yfirvöldum í Bandaríkjunum, um að afvopna Hezbollah fyrir lok þessa árs. Leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafa hafnað þeirri áætlun og saka ríkisstjórn Nawaf Salam, forsætisráðherra, um að láta undan kröfum Bandaríkjamanna á kostnað Líbanon. Í yfirlýsingu frá leiðtogum Hezbollah sagði að þeir myndu hunsa þessa áætlun um afvopnun þeirra og að þeir myndu ekki ræða við ríkisstjórnina fyrr en Ísraelar hættu alfarið árásum á Líbanon. Áætlunin byggir á vopnahléi sem gert var milli Ísraela annars vegar og Hezbollah og Líbanon hins vegar í október. Samkvæmt vopnahléssamningnum áttu vígamenn Hezbollah að hörfa frá suðurhluta Líbanon og her ríkisins átti að taka stjórn á svæðinu. Sjá einnig: Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Þegar samkomulagið var gert höfðu Ísraelar unnið mikinn skaða á Hezbollah samtökunum, með umfangsmiklum loftárásum, banatilræðum gegn mörgum af leiðtogum samtakanna og öðrum aðferðum sem skildu stóra hluta Líbanon í rúst. Nokkrum dögum eftir að vopnahléið tók gildi féll ríkisstjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi, sem hafði einnig notið stuðnings Írana og Hezbollah, og töpuðu Íranar þar bestu leiðinni til að koma vopnum og mönnum til Líbanon. Fall Assads einangraði Hezbollah enn frekar. Feta þröngan milliveg Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Beirút orðið fyrir miklum þrýstingi frá erindrekum frá Vesturlöndum og öðrum Mið-Austurlöndum um að framfylgja samkomulaginu og afvopna Hezbollah. New York Times segir það vera lykilatriði fyrir ráðamenn í Líbanon til að fá aðgang að lánsfé og neyðaraðstoð til uppbyggingar eftir átökin í fyrra og langvarandi efnahags- og stjórnmálakrísa. Ráðamenn í Beirút eru sagðir þurfa að feta þröngan milliveg. Þeir standa frammi fyrir því að Ísraelar, sem eru enn með hermenn í Líbanon, gætu hafið árásir á nýjan leik, dragi stjórnvöld lappirnar í því að afvopna Hezbollah. Ísraelar hafa gert reglulegar árásir í Líbanon eftir að vopnahléið tók gildi og segja þeir beinast gegn vígamönnum Hezbollah. Á hinn bóginn gæti reynst erfitt að afvopna samtökin, án þess að Ísraelar gefi eftir og yfirgefi til dæmis stöður sínar í landinu. Frá fundi Ali Larijani og Joseph Aoun, forseta Líbanon í dag.AP/Forsetaembætti Líbanon Hafnaði afskiptum Írana Á fundi með Larijani sagði Joseph Aoun, forseti Líbanon, að engum hópum væri heimilað að bera vopn í Líbanon eða njóta stuðnings erlendra ríkja. Vísaði hann þar til stuðnings Írana við Hezbollah og sagðist hafna slíkum afskiptum af innanríkismálum Líbanon. NYT hefur eftir Larijani að heimsókn hans hafi eingöngu verið til marks um stuðning við ríkið Líbanon og hafnaði hann að Íran hefði afskipti af innanríkismálum þar. Þess í stað sakaði hann Bandaríkjamenn um að þvinga á ríkisstjórn Líbanon áætlun um afvopnun Hezbollah. Larijani sagði vopnabúr hryðjuverkasamtakanna vera hluta af vörnum ríkisins gegn Ísrael. Í frétt Al-Jazeera segir að eftir að ráðamenn lýstu yfir áætlun sinni um afvopnun Hezbollah hafi stuðningsmenn samtakanna komið saman og lokað veginum á flugvöllinn í Beirút um tíma. Það hafi þó staðið stutt yfir og að lítið hafi verið mótmælt eftir það. Fréttin hefur verið uppfærð.
Líbanon Íran Ísrael Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira