Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2025 15:40 Guðbjörg Norðfjörð var starfandi skólastjóri í Hraunvallaskóla í fyrra. Hafnarfjarðarbær Guðbjörg Norðfjörð Elísdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Hamranesskóla sem reiknað er með að taki til starfa haustið 2026. Skólinn verður tólfti grunnskólinn í Hafnarfjarðarbæ, sá tíundi sem bærinn rekur en þar eru einnig sjálfstætt starfandi skólarnir Barnaskóli Hjallastefnunnar og Nú. Skólinn verður fyrir börn á aldrinum eins til sextán ára en fyrsti áfangi er í byggingu. „Ég er virkilega spennt að vinna með samfélaginu við að byggja upp þennan nýja skóla,“ segir Guðbjörg á vef Hafnarfjarðarbæjar en hún tekur til starfa 1. nóvember. Hún er menntaður kennari og hóf nýverið meistaranám í forystu og stjórnun. Hún hefur starfað lengur en 20 ár í grunnskóla sem kennari, deildarstjóri, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri síðasta vetur í Hraunvallaskóla. Á vef bæjarins segir að skólinn verði byggður samkvæmt metnaðarfullri hugmyndafræði og bjóði uppá spennandi tækifæri til nýbreytni í skólastarfi. Í skólanum er gert ráð fyrir frístundaheimili og félagsmiðstöð ásamt útbúi frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Það er líka talað um að skólinn verði miðstöð hverfisins og að þar verði bókasafn fyrir hverfið. Teikning af Hamranesskóla sem nú er í byggingu. „Það er spennandi nálgun að vinna saman sem samfélag að mótun skólans,“ segir Guðbjörg. Mikilvægt sé að börn sinni íþrótta- og/eða tómstundanámi. Hún leggi mikið upp úr því. „Ég hef þann draum að allir nemendur taki þátt í íþrótta- og tómstundastarfi af einhverju tagi. Það er samfélagslega gott fyrir alla; fyrir nemendur, foreldra og alla sem búa í samfélaginu. Það er afar stórt tækifæri að fá að gera þetta frá byrjun,“ segir Guðbjörg. Hún er fyrrverandi landsliðskona í körfubolta og hefur auk þess starfað fyrir hreyfinguna bæði sem formaður og varaformaður Körfuknattleikssambandsins. Skólinn á að rúma 450 nemendur en reiknað er með því að taka inn nemendur í 1. til 4. bekk haustið 2026. Svo verði hann stækkaður smátt og smátt. Ístak byggir skólann sem verður 8800 fermetrar. Stefnt er að því að fyrsti áfangi verði tilbúinn sumarið 2026, annar áfanginn ári síðar og sá þriðji sumarið 2028. Samningsupphæðin er um 6 milljarðar króna. Skóla- og menntamál Vistaskipti Grunnskólar Hafnarfjörður Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira
Skólinn verður fyrir börn á aldrinum eins til sextán ára en fyrsti áfangi er í byggingu. „Ég er virkilega spennt að vinna með samfélaginu við að byggja upp þennan nýja skóla,“ segir Guðbjörg á vef Hafnarfjarðarbæjar en hún tekur til starfa 1. nóvember. Hún er menntaður kennari og hóf nýverið meistaranám í forystu og stjórnun. Hún hefur starfað lengur en 20 ár í grunnskóla sem kennari, deildarstjóri, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri síðasta vetur í Hraunvallaskóla. Á vef bæjarins segir að skólinn verði byggður samkvæmt metnaðarfullri hugmyndafræði og bjóði uppá spennandi tækifæri til nýbreytni í skólastarfi. Í skólanum er gert ráð fyrir frístundaheimili og félagsmiðstöð ásamt útbúi frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Það er líka talað um að skólinn verði miðstöð hverfisins og að þar verði bókasafn fyrir hverfið. Teikning af Hamranesskóla sem nú er í byggingu. „Það er spennandi nálgun að vinna saman sem samfélag að mótun skólans,“ segir Guðbjörg. Mikilvægt sé að börn sinni íþrótta- og/eða tómstundanámi. Hún leggi mikið upp úr því. „Ég hef þann draum að allir nemendur taki þátt í íþrótta- og tómstundastarfi af einhverju tagi. Það er samfélagslega gott fyrir alla; fyrir nemendur, foreldra og alla sem búa í samfélaginu. Það er afar stórt tækifæri að fá að gera þetta frá byrjun,“ segir Guðbjörg. Hún er fyrrverandi landsliðskona í körfubolta og hefur auk þess starfað fyrir hreyfinguna bæði sem formaður og varaformaður Körfuknattleikssambandsins. Skólinn á að rúma 450 nemendur en reiknað er með því að taka inn nemendur í 1. til 4. bekk haustið 2026. Svo verði hann stækkaður smátt og smátt. Ístak byggir skólann sem verður 8800 fermetrar. Stefnt er að því að fyrsti áfangi verði tilbúinn sumarið 2026, annar áfanginn ári síðar og sá þriðji sumarið 2028. Samningsupphæðin er um 6 milljarðar króna.
Skóla- og menntamál Vistaskipti Grunnskólar Hafnarfjörður Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira