Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 07:03 Það getur verið þreytandi að vinna með týpunni sem telur sig vita allt best og alltaf hafa rétt fyrir sér. En við þurfum að velja slagina okkar og líka að muna að svona hegðun er vísbending um laskað sjálfsmat. Vísir/Getty Það eru ákveðnar týpur sem fyrirfinnast á flestum stærri vinnustöðum. En það eru týpurnar sem telja sig vita allt og í það minnsta alltaf hafa rétt fyrir sér. Sem getur verið óþolandi fyrir suma, þreytandi fyrir aðra. Og jafnvel vandræðalegt á stundum því auðvitað hefur enginn alltaf rétt fyrir sér! Við þekkjum öll þessa týpu. Því hún fyrirfinnst ekki aðeins í vinnunni, heldur kynnumst við oft svona karakterum í skóla, í vina- og vandamannahópnum. Jafnvel nágranna. Hér eru átta sígild ráð byggð á umfjöllun Forbes um efnið. Að sýna litlu sjálfstrausti samkennd Rót vandans er í raun löskuð sjálfsmynd. Þar sem eitthvað er brotið í sjálfstraustinu hjá viðkomandi, eitthvað sem vísindin hafa löngum staðfest með rannsóknum. Þess vegna er gott að beita rökhugsuninni á okkur sjálf og sýna viðkomandi samkennd frekar en að láta viðkomandi fara í taugarnar á okkur. Veldu slagina þína Fæstir nenna að eyða miklu púðri í öll mál eða rökræður en eitt af því sem einkennir fólk sem telur sig vita allt best, er að geta ekki hætt. Sem þýðir að fyrir okkur hin, er það einfaldlega ekki þess virði að festast í einhverjum rökræðum um mál, sem jafnvel snerta okkur lítið en við nánast ósjálfrátt byrjum að malda í móinn eða að svara að við séum staðhæfingunum ekki sammála. Sem viðkomandi aðili myndi einmitt elska! Veljum frekar hvaða mál eða rökræður við eyðum okkar púðri í. Vertu fyrirmynd á hinn veginn Það sýnir merki um góða leiðtogahæfni að játa á sig mistök, kalla eftir skoðunum annarra og að hlusta eftir gagnrýni. Eitt af því sem við getum gert er að leggja áherslu á að vera góð fyrirmynd í hegðun sem er öfug við það að þykjast vita allt. Veldu að vera þessi fyrirmynd. Skotheld gögn Að girða okkur með bæði axlaböndum og belti getur stundum verið ágætis regla. Þegar við sjálf leggjum fram staðreyndir er því mælt með því að við séum örugg um gögnin okkar. Til dæmis er ágætt að biðja ChatGPT um rökstuðning og linka við áræðanlegar heimildir ef við erum að styðjast við gervigreindina fyrir eitthvað. Ekki missa húmorinn Fólk sem telur sig vita allt á það til að vera mjög hörundsárt ef það upplifir að annað fólk lítur ekki svo á að á þeim sé mark takandi. Að hegða okkur alltaf vel hlýtur samt að vera okkar eigið markmið þannig að það að vera ekki dónaleg eða nota kaldhæðnina á viðkomandi er sú stefna sem við viljum taka. Getum í raun frekar reynt að halda í gleðina og tekið húmorinn á málin (og þó aldrei meiðandi). Að spyrja réttu spurninganna Þegar við veljum að taka slaginn, skiptir síðan miklu máli að við gerum það á jákvæðan og kurteisan hátt og vöndum okkur við að spyrja réttu spurningana: Verum upplýst og undirbúin og höfum ekkert í frammi sjálf í flimtingum. Gerum ekki lítið úr fyrir framan aðra Ef við teljum ástæðu til að ræða sérstaklega við viðkomandi er mælt með því að gera það undir fjögur augu. Því það er aldrei rétt leið að gera lítið úr öðru fólki fyrir framan aðra. Þá er líka mælt með því að vanda orðavalið þegar við tökum samtalið því þessir einstaklingar eru sagðir líklegir til að bera á milli. Óháð því hvort það sé haft alveg nákvæmlega rétt eftir. Dæmi um rétta leið gæti til dæmis verið að ræða við viðkomandi um að það sé mikilvægt að fólk sem er feimnara og hlédrægara hafi svigrúm og þor til að taka þátt í fundum og þess vegna sé mikilvægt að tryggja það svigrúm, þótt það þýði oft að segja minna. Ekki klaga í yfirmanninn Ekki klaga í yfirmanninn nema þú teljir stöðuna þannig að hún sé eyðileggjandi eða að skaða starfið eða liðsheildina; vinnustaðamóralinn. Ef þetta samtal er tekið, vertu undirbúin/n. Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Góð ráð gegn mánudagsvinnukvíðanum Þótt við séum ánægð í vinnunni okkar kannast margir við að finna fyrir kvíða þegar líður á helgarfríið, hnútur sem stækkar á sunnudagskvöldum og er ekki enn farinn þegar að við mætum til vinnu á mánudagsmorgni. 31. janúar 2022 07:01 Eitraður starfsmaður og góð ráð Það er stundum talað um eitraða vinnustaðamenningu. Eða eitraða stjórnarhætti. En hvað með stöðuna þegar stjórnandi er með eitraðan starfsmann? 21. október 2024 07:03 Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00 Krónísk óstundvísi: Skýringar og góð ráð Í vikunni birtist frétt um að Hollywodd-stjarnan Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock og af blaðamanni Vísis kallaður Steini, hafi verið sakaður um króníska óstundvísi við tökur á myndinni Red One. 3. maí 2024 07:00 Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. 19. júní 2024 07:01 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Sem getur verið óþolandi fyrir suma, þreytandi fyrir aðra. Og jafnvel vandræðalegt á stundum því auðvitað hefur enginn alltaf rétt fyrir sér! Við þekkjum öll þessa týpu. Því hún fyrirfinnst ekki aðeins í vinnunni, heldur kynnumst við oft svona karakterum í skóla, í vina- og vandamannahópnum. Jafnvel nágranna. Hér eru átta sígild ráð byggð á umfjöllun Forbes um efnið. Að sýna litlu sjálfstrausti samkennd Rót vandans er í raun löskuð sjálfsmynd. Þar sem eitthvað er brotið í sjálfstraustinu hjá viðkomandi, eitthvað sem vísindin hafa löngum staðfest með rannsóknum. Þess vegna er gott að beita rökhugsuninni á okkur sjálf og sýna viðkomandi samkennd frekar en að láta viðkomandi fara í taugarnar á okkur. Veldu slagina þína Fæstir nenna að eyða miklu púðri í öll mál eða rökræður en eitt af því sem einkennir fólk sem telur sig vita allt best, er að geta ekki hætt. Sem þýðir að fyrir okkur hin, er það einfaldlega ekki þess virði að festast í einhverjum rökræðum um mál, sem jafnvel snerta okkur lítið en við nánast ósjálfrátt byrjum að malda í móinn eða að svara að við séum staðhæfingunum ekki sammála. Sem viðkomandi aðili myndi einmitt elska! Veljum frekar hvaða mál eða rökræður við eyðum okkar púðri í. Vertu fyrirmynd á hinn veginn Það sýnir merki um góða leiðtogahæfni að játa á sig mistök, kalla eftir skoðunum annarra og að hlusta eftir gagnrýni. Eitt af því sem við getum gert er að leggja áherslu á að vera góð fyrirmynd í hegðun sem er öfug við það að þykjast vita allt. Veldu að vera þessi fyrirmynd. Skotheld gögn Að girða okkur með bæði axlaböndum og belti getur stundum verið ágætis regla. Þegar við sjálf leggjum fram staðreyndir er því mælt með því að við séum örugg um gögnin okkar. Til dæmis er ágætt að biðja ChatGPT um rökstuðning og linka við áræðanlegar heimildir ef við erum að styðjast við gervigreindina fyrir eitthvað. Ekki missa húmorinn Fólk sem telur sig vita allt á það til að vera mjög hörundsárt ef það upplifir að annað fólk lítur ekki svo á að á þeim sé mark takandi. Að hegða okkur alltaf vel hlýtur samt að vera okkar eigið markmið þannig að það að vera ekki dónaleg eða nota kaldhæðnina á viðkomandi er sú stefna sem við viljum taka. Getum í raun frekar reynt að halda í gleðina og tekið húmorinn á málin (og þó aldrei meiðandi). Að spyrja réttu spurninganna Þegar við veljum að taka slaginn, skiptir síðan miklu máli að við gerum það á jákvæðan og kurteisan hátt og vöndum okkur við að spyrja réttu spurningana: Verum upplýst og undirbúin og höfum ekkert í frammi sjálf í flimtingum. Gerum ekki lítið úr fyrir framan aðra Ef við teljum ástæðu til að ræða sérstaklega við viðkomandi er mælt með því að gera það undir fjögur augu. Því það er aldrei rétt leið að gera lítið úr öðru fólki fyrir framan aðra. Þá er líka mælt með því að vanda orðavalið þegar við tökum samtalið því þessir einstaklingar eru sagðir líklegir til að bera á milli. Óháð því hvort það sé haft alveg nákvæmlega rétt eftir. Dæmi um rétta leið gæti til dæmis verið að ræða við viðkomandi um að það sé mikilvægt að fólk sem er feimnara og hlédrægara hafi svigrúm og þor til að taka þátt í fundum og þess vegna sé mikilvægt að tryggja það svigrúm, þótt það þýði oft að segja minna. Ekki klaga í yfirmanninn Ekki klaga í yfirmanninn nema þú teljir stöðuna þannig að hún sé eyðileggjandi eða að skaða starfið eða liðsheildina; vinnustaðamóralinn. Ef þetta samtal er tekið, vertu undirbúin/n.
Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Góð ráð gegn mánudagsvinnukvíðanum Þótt við séum ánægð í vinnunni okkar kannast margir við að finna fyrir kvíða þegar líður á helgarfríið, hnútur sem stækkar á sunnudagskvöldum og er ekki enn farinn þegar að við mætum til vinnu á mánudagsmorgni. 31. janúar 2022 07:01 Eitraður starfsmaður og góð ráð Það er stundum talað um eitraða vinnustaðamenningu. Eða eitraða stjórnarhætti. En hvað með stöðuna þegar stjórnandi er með eitraðan starfsmann? 21. október 2024 07:03 Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00 Krónísk óstundvísi: Skýringar og góð ráð Í vikunni birtist frétt um að Hollywodd-stjarnan Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock og af blaðamanni Vísis kallaður Steini, hafi verið sakaður um króníska óstundvísi við tökur á myndinni Red One. 3. maí 2024 07:00 Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. 19. júní 2024 07:01 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Góð ráð gegn mánudagsvinnukvíðanum Þótt við séum ánægð í vinnunni okkar kannast margir við að finna fyrir kvíða þegar líður á helgarfríið, hnútur sem stækkar á sunnudagskvöldum og er ekki enn farinn þegar að við mætum til vinnu á mánudagsmorgni. 31. janúar 2022 07:01
Eitraður starfsmaður og góð ráð Það er stundum talað um eitraða vinnustaðamenningu. Eða eitraða stjórnarhætti. En hvað með stöðuna þegar stjórnandi er með eitraðan starfsmann? 21. október 2024 07:03
Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00
Krónísk óstundvísi: Skýringar og góð ráð Í vikunni birtist frétt um að Hollywodd-stjarnan Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock og af blaðamanni Vísis kallaður Steini, hafi verið sakaður um króníska óstundvísi við tökur á myndinni Red One. 3. maí 2024 07:00
Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. 19. júní 2024 07:01
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent