Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 11. ágúst 2025 08:02 Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Hér er um að ræða einn stærsta málaflokkinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast úr nánasta umhverfi, jafnvel einhver í fjölskyldunni, eða sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Fullorðinn aðili sem er beittur ofbeldi af sínum nánustu hefur stundum engan að leita til nema lögreglu. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að tilkynna einhvern sem maður er tengdur fjölskyldu- og tilfinningaböndum hvað þá að leggja fram formlega kæru gagnvart viðkomandi. Meðvirkni flækist fyrir Meðvirkni er algengt fyrirbæri í ofbeldisamböndum og sýnir sig í ýmsum birtingarmyndum. Kjarni meðvirkni er að hegðun og líðan annarra fer að hafa áhrif á hegðun og líðan manns sjálfs. Meðvirkni í ofbeldissamböndum snýst um að þóknast gerandanum, jafnvel að hylma yfir með honum. Hinn meðvirki finnst jafnvel ofbeldið vera sjálfum sér að kenna, hann upplifir skömm og telur stundum að hann eigi ofbeldið skilið. Meðvirkum einstaklingi finnst hann ekki eiga annan kost en að lifa við óbreyttar aðstæður og vill því ekki „rugga bátnum“. Meðvirkur einstaklingur vill helsta reyna að halda öllum góðum. Ekki má gleyma að elsta kynslóðin í samfélaginu er kynslóð sem var gjarnan alin upp við þau skilaboð að vera ekki að kvarta heldur harka frekar af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er einnig ekki óalgengt að því sé ekki trúað og að kvörtunin sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Ekki nóg að bara tala Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt í samfélaginu. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir stofnun embætti hagsmunafulltrúa aldraðra og hyggst félagsmálaráðherra ráða Hagsmunafulltrúa aldraðra til starfa á kjörtímabilinu. Hugmyndin með Hagsmunafulltrúa aldraðra er að hann sé málsvari aldraðra, leiðbeini þeim um rétt þeirra og hafi frumkvæðiseftirlit með persónulegum högum þeirra. Hagsmunafulltrúi aldraðra getur einmitt verið sá aðili sem eldri borgari sem býr við ofbeldisaðstæður getur leitað til. Því er rík ástæða til að láta loks verða af því að koma á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Lítum okkur nær Allar stofnanir sem annast eldra fólk eiga að hafa virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Hvetja þarf starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum að tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi gagnvart eldra fólki. Hvert og eitt okkar getum hugað að eldra fólki í okkar eigin nærumhverfi. Spyrnum fótum við þessari óheillaþróun með aðgerðum, aukinni fræðslu og forvörnum svo auka megi meðvitund sem flestra í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Hér er um að ræða einn stærsta málaflokkinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast úr nánasta umhverfi, jafnvel einhver í fjölskyldunni, eða sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Fullorðinn aðili sem er beittur ofbeldi af sínum nánustu hefur stundum engan að leita til nema lögreglu. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að tilkynna einhvern sem maður er tengdur fjölskyldu- og tilfinningaböndum hvað þá að leggja fram formlega kæru gagnvart viðkomandi. Meðvirkni flækist fyrir Meðvirkni er algengt fyrirbæri í ofbeldisamböndum og sýnir sig í ýmsum birtingarmyndum. Kjarni meðvirkni er að hegðun og líðan annarra fer að hafa áhrif á hegðun og líðan manns sjálfs. Meðvirkni í ofbeldissamböndum snýst um að þóknast gerandanum, jafnvel að hylma yfir með honum. Hinn meðvirki finnst jafnvel ofbeldið vera sjálfum sér að kenna, hann upplifir skömm og telur stundum að hann eigi ofbeldið skilið. Meðvirkum einstaklingi finnst hann ekki eiga annan kost en að lifa við óbreyttar aðstæður og vill því ekki „rugga bátnum“. Meðvirkur einstaklingur vill helsta reyna að halda öllum góðum. Ekki má gleyma að elsta kynslóðin í samfélaginu er kynslóð sem var gjarnan alin upp við þau skilaboð að vera ekki að kvarta heldur harka frekar af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er einnig ekki óalgengt að því sé ekki trúað og að kvörtunin sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Ekki nóg að bara tala Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt í samfélaginu. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir stofnun embætti hagsmunafulltrúa aldraðra og hyggst félagsmálaráðherra ráða Hagsmunafulltrúa aldraðra til starfa á kjörtímabilinu. Hugmyndin með Hagsmunafulltrúa aldraðra er að hann sé málsvari aldraðra, leiðbeini þeim um rétt þeirra og hafi frumkvæðiseftirlit með persónulegum högum þeirra. Hagsmunafulltrúi aldraðra getur einmitt verið sá aðili sem eldri borgari sem býr við ofbeldisaðstæður getur leitað til. Því er rík ástæða til að láta loks verða af því að koma á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Lítum okkur nær Allar stofnanir sem annast eldra fólk eiga að hafa virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Hvetja þarf starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum að tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi gagnvart eldra fólki. Hvert og eitt okkar getum hugað að eldra fólki í okkar eigin nærumhverfi. Spyrnum fótum við þessari óheillaþróun með aðgerðum, aukinni fræðslu og forvörnum svo auka megi meðvitund sem flestra í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar