Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 11. ágúst 2025 08:02 Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Hér er um að ræða einn stærsta málaflokkinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast úr nánasta umhverfi, jafnvel einhver í fjölskyldunni, eða sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Fullorðinn aðili sem er beittur ofbeldi af sínum nánustu hefur stundum engan að leita til nema lögreglu. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að tilkynna einhvern sem maður er tengdur fjölskyldu- og tilfinningaböndum hvað þá að leggja fram formlega kæru gagnvart viðkomandi. Meðvirkni flækist fyrir Meðvirkni er algengt fyrirbæri í ofbeldisamböndum og sýnir sig í ýmsum birtingarmyndum. Kjarni meðvirkni er að hegðun og líðan annarra fer að hafa áhrif á hegðun og líðan manns sjálfs. Meðvirkni í ofbeldissamböndum snýst um að þóknast gerandanum, jafnvel að hylma yfir með honum. Hinn meðvirki finnst jafnvel ofbeldið vera sjálfum sér að kenna, hann upplifir skömm og telur stundum að hann eigi ofbeldið skilið. Meðvirkum einstaklingi finnst hann ekki eiga annan kost en að lifa við óbreyttar aðstæður og vill því ekki „rugga bátnum“. Meðvirkur einstaklingur vill helsta reyna að halda öllum góðum. Ekki má gleyma að elsta kynslóðin í samfélaginu er kynslóð sem var gjarnan alin upp við þau skilaboð að vera ekki að kvarta heldur harka frekar af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er einnig ekki óalgengt að því sé ekki trúað og að kvörtunin sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Ekki nóg að bara tala Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt í samfélaginu. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir stofnun embætti hagsmunafulltrúa aldraðra og hyggst félagsmálaráðherra ráða Hagsmunafulltrúa aldraðra til starfa á kjörtímabilinu. Hugmyndin með Hagsmunafulltrúa aldraðra er að hann sé málsvari aldraðra, leiðbeini þeim um rétt þeirra og hafi frumkvæðiseftirlit með persónulegum högum þeirra. Hagsmunafulltrúi aldraðra getur einmitt verið sá aðili sem eldri borgari sem býr við ofbeldisaðstæður getur leitað til. Því er rík ástæða til að láta loks verða af því að koma á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Lítum okkur nær Allar stofnanir sem annast eldra fólk eiga að hafa virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Hvetja þarf starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum að tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi gagnvart eldra fólki. Hvert og eitt okkar getum hugað að eldra fólki í okkar eigin nærumhverfi. Spyrnum fótum við þessari óheillaþróun með aðgerðum, aukinni fræðslu og forvörnum svo auka megi meðvitund sem flestra í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Hér er um að ræða einn stærsta málaflokkinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast úr nánasta umhverfi, jafnvel einhver í fjölskyldunni, eða sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Fullorðinn aðili sem er beittur ofbeldi af sínum nánustu hefur stundum engan að leita til nema lögreglu. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að tilkynna einhvern sem maður er tengdur fjölskyldu- og tilfinningaböndum hvað þá að leggja fram formlega kæru gagnvart viðkomandi. Meðvirkni flækist fyrir Meðvirkni er algengt fyrirbæri í ofbeldisamböndum og sýnir sig í ýmsum birtingarmyndum. Kjarni meðvirkni er að hegðun og líðan annarra fer að hafa áhrif á hegðun og líðan manns sjálfs. Meðvirkni í ofbeldissamböndum snýst um að þóknast gerandanum, jafnvel að hylma yfir með honum. Hinn meðvirki finnst jafnvel ofbeldið vera sjálfum sér að kenna, hann upplifir skömm og telur stundum að hann eigi ofbeldið skilið. Meðvirkum einstaklingi finnst hann ekki eiga annan kost en að lifa við óbreyttar aðstæður og vill því ekki „rugga bátnum“. Meðvirkur einstaklingur vill helsta reyna að halda öllum góðum. Ekki má gleyma að elsta kynslóðin í samfélaginu er kynslóð sem var gjarnan alin upp við þau skilaboð að vera ekki að kvarta heldur harka frekar af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er einnig ekki óalgengt að því sé ekki trúað og að kvörtunin sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Ekki nóg að bara tala Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt í samfélaginu. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir stofnun embætti hagsmunafulltrúa aldraðra og hyggst félagsmálaráðherra ráða Hagsmunafulltrúa aldraðra til starfa á kjörtímabilinu. Hugmyndin með Hagsmunafulltrúa aldraðra er að hann sé málsvari aldraðra, leiðbeini þeim um rétt þeirra og hafi frumkvæðiseftirlit með persónulegum högum þeirra. Hagsmunafulltrúi aldraðra getur einmitt verið sá aðili sem eldri borgari sem býr við ofbeldisaðstæður getur leitað til. Því er rík ástæða til að láta loks verða af því að koma á fót embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Lítum okkur nær Allar stofnanir sem annast eldra fólk eiga að hafa virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Hvetja þarf starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum að tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi gagnvart eldra fólki. Hvert og eitt okkar getum hugað að eldra fólki í okkar eigin nærumhverfi. Spyrnum fótum við þessari óheillaþróun með aðgerðum, aukinni fræðslu og forvörnum svo auka megi meðvitund sem flestra í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun