Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. ágúst 2025 12:35 Eiríkur Finnsson ljóstraði upp um leyndardóma íslensku pítusósunnar í Bítinu. Guðfaðir íslensku pítusósunnar vildi upphaflega búa til sósu sem læki ekki of mikið og innihéldi minni hvítlauk en tzatziki-sósa. Fyrir stofnun Pítunnar þurfti að finna bakara sem gæti bakað pítubrauð og koma nafninu í gegnum Íslenska málnefnd. Eiríkur Finnsson, eigandi E. Finnsson og guðfaðir pítusósunnar, var á línunni frá Spáni í Bítinu á Bylgjunni og fræddi hlustendur um sögu pítusósunnar. „Pítusósan fæddist í Asparfellinu í Breiðholti, það kemur allt gott úr Breiðholti,“ segir Eiríkur sem segir hugmyndina þó hafa kviknað þegar hann heimsótti pítustað á ferðalagi í Danmörku. „Þá sá ég möguleika með pítubrauð og þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá annað en þetta kebab. Þeir buðu upp á pítu með lambakótilettum, sem voru grilllaðar og hafðar sér, og svo bara grænmetispítu,“ segir hann. „Sósan var þessi hefðbundna sem þau eru með, jógúrt, böns af hvítlauk og smá saxaðar gúrkur. Á þessum tíma þegar ég byrja með Pítuna '82 var hvítlaukur ekki vinsæll á Íslandi.“ Fengu nafnið í gegn þó „píta væri ekki íslenska“ Eiríkur ákvað því að reyna að hefja eigin pítustað. Á þessum tíma voru ekki til pítubrauð og leitaði hann því til bakara fyrir pítubaksturinn en hann gekk afar brösuglega í byrjun. Ekki nóg með það heldur fór Háskólinn að vasast í stofnun staðarins. „Þegar við ætluðum að skrá fyrirtækið fengum við það ekki svo auðveldlega í gegn því það var einhver nefnd í Háskólanum og þetta þurfti að fara í gegnum hana og við mættum þarna á fund,“ segir Eiríkur. Hvað var verið að tala um í nefndinni, nafnið á staðnum? „Píta væri ekki íslenska,“ segir Eiríkur. „Það kom nú upp úr einum á þessum fundi, því þetta var svona brauð sem er hægt að opna: ,Er ekki hægt að kalla þetta vasabrauð?“ og þá sagði ég við manninn: ,Bíddu þá halda allir að ég sé að selja hérna sænskt hrökkbrauð frá Vasa.',“ segir Eiríkur. „En við fengum þetta í gegn, þetta varð nýyrði og varð að vera með í-i en ekki i-i,“ segir hann. „Einfaldleikinn er alltaf bestur“ „Þá var að fara að búa til einhverja sósu sem væri ekki með öllum þessum hvítlauk og læki ekki svona niður um allt. Þannig þetta var bara í eldhúsinu heima í Asparfelli,“ segir Eiríkur. „Einfaldleikinn er alltaf bestur. Þess vegna var svo gaman þegar fólk sagði: ,Ertu með þetta krydd og þetta krydd?' En þetta var bara ein tilbúin kryddblanda: mayoran, majónes og sýrður rjómi,“ segir hann. „Pítusósan í dag er ekkert eins og hún var, það er komin ný kynslóð sem veit ekkert hvernig hún var en samt er hún ennþá svona vinsæl,“ bætir hann við. Upphaflega bragðið, heldurðu að það myndi ekki falla í kramið í dag? „Jú jú jú, örugglega. Það voru rosaleg skrif á netinu, sem þið getið flett upp, eftir að ég seldi og þeir sem keyptu fóru að breyta. Það voru heitar umræður um að hún væri ekki eins og hún var,“ segir Eiríkur. Fólk nái ekki að endurgera pítusósuna heima því það flæki málið um of. Sjálfur segist Eiríkur búa yfir kryddbanka sem geri honum kleift að smakka hluti í heilanum áður en hann býr þá til. Bítið Sósur Matur Neytendur Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Eiríkur Finnsson, eigandi E. Finnsson og guðfaðir pítusósunnar, var á línunni frá Spáni í Bítinu á Bylgjunni og fræddi hlustendur um sögu pítusósunnar. „Pítusósan fæddist í Asparfellinu í Breiðholti, það kemur allt gott úr Breiðholti,“ segir Eiríkur sem segir hugmyndina þó hafa kviknað þegar hann heimsótti pítustað á ferðalagi í Danmörku. „Þá sá ég möguleika með pítubrauð og þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá annað en þetta kebab. Þeir buðu upp á pítu með lambakótilettum, sem voru grilllaðar og hafðar sér, og svo bara grænmetispítu,“ segir hann. „Sósan var þessi hefðbundna sem þau eru með, jógúrt, böns af hvítlauk og smá saxaðar gúrkur. Á þessum tíma þegar ég byrja með Pítuna '82 var hvítlaukur ekki vinsæll á Íslandi.“ Fengu nafnið í gegn þó „píta væri ekki íslenska“ Eiríkur ákvað því að reyna að hefja eigin pítustað. Á þessum tíma voru ekki til pítubrauð og leitaði hann því til bakara fyrir pítubaksturinn en hann gekk afar brösuglega í byrjun. Ekki nóg með það heldur fór Háskólinn að vasast í stofnun staðarins. „Þegar við ætluðum að skrá fyrirtækið fengum við það ekki svo auðveldlega í gegn því það var einhver nefnd í Háskólanum og þetta þurfti að fara í gegnum hana og við mættum þarna á fund,“ segir Eiríkur. Hvað var verið að tala um í nefndinni, nafnið á staðnum? „Píta væri ekki íslenska,“ segir Eiríkur. „Það kom nú upp úr einum á þessum fundi, því þetta var svona brauð sem er hægt að opna: ,Er ekki hægt að kalla þetta vasabrauð?“ og þá sagði ég við manninn: ,Bíddu þá halda allir að ég sé að selja hérna sænskt hrökkbrauð frá Vasa.',“ segir Eiríkur. „En við fengum þetta í gegn, þetta varð nýyrði og varð að vera með í-i en ekki i-i,“ segir hann. „Einfaldleikinn er alltaf bestur“ „Þá var að fara að búa til einhverja sósu sem væri ekki með öllum þessum hvítlauk og læki ekki svona niður um allt. Þannig þetta var bara í eldhúsinu heima í Asparfelli,“ segir Eiríkur. „Einfaldleikinn er alltaf bestur. Þess vegna var svo gaman þegar fólk sagði: ,Ertu með þetta krydd og þetta krydd?' En þetta var bara ein tilbúin kryddblanda: mayoran, majónes og sýrður rjómi,“ segir hann. „Pítusósan í dag er ekkert eins og hún var, það er komin ný kynslóð sem veit ekkert hvernig hún var en samt er hún ennþá svona vinsæl,“ bætir hann við. Upphaflega bragðið, heldurðu að það myndi ekki falla í kramið í dag? „Jú jú jú, örugglega. Það voru rosaleg skrif á netinu, sem þið getið flett upp, eftir að ég seldi og þeir sem keyptu fóru að breyta. Það voru heitar umræður um að hún væri ekki eins og hún var,“ segir Eiríkur. Fólk nái ekki að endurgera pítusósuna heima því það flæki málið um of. Sjálfur segist Eiríkur búa yfir kryddbanka sem geri honum kleift að smakka hluti í heilanum áður en hann býr þá til.
Bítið Sósur Matur Neytendur Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning