Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2025 11:22 Strangtrúaðir gyðingar biðja við eitt að hliðunum að Musterishæðinni. Gyðingar mega samkvæmt gömlu samkomulagi heimsækja svæðið en ekki biðja þar. AP Photo/Ohad Zwigenberg) Ben Gvir, mjög svo umdeildur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, leiddi í dag hóp gyðinga í bæn á Musterishæðinni í Jerúsalem. Þetta var fordæmalaus bænastund en ísraelskur ráðherra hefur aldrei áður beðið á svæðinu, sem hefur um árabil ítrekað hrundið af stað deilum milli múslima og gyðinga. Al-Aqsa moskan og svæðið sem hún er á, svokölluð Musterishæð, er heilagt fyrir bæði gyðinga og múslima. Yfirvöld í Jórdaníu hafa í raun stjórn á Musterishæðinni vegna gamals samkomulags og samkvæmt óskrifuðu samkomulagi milli Jórdana og Ísraela mega gyðingar heimsækja svæðið en ekki biðja þar. Undanfarin ár hefur ítrekað komið til átaka á þessu svæði en þó Jórdanar fari með formlega stjórn á því eru inngangar að því mannaðir ísraelskum lögregluþjónum og landamæravörðum. Sem þjóðaröryggisráðherra Ísrael er Ben Gvir hæst setti yfirmaður þeirra. Ráðamenn í Jórdaníu hafa þegar fordæmt bænastund Ben Gvir og segja hana blygðunarlaust brot á áðurnefndu samkomulagi og venjum, samkvæmt frétt Al Jazeera. Bænastundin hefur einnig verið fordæmd af leiðtogum Palestínu og ráðamönnum í Sádi-Arabíu. Í færslu sem hann birti í kjölfarið á samfélagsmiðlum kallaði Ben Gvir enn og aftur eftir því að Ísraelar hernæmu alla Gasaströndina og að Palestínumönnum yrði gert að yfirgefa svæðið. Sagði hann það einu leiðina til að bjarga þeim gíslum er enn eru í haldi Hamas og að sigra Hamas. Sjá einnig: Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja sex manns hafa dáið úr hungri í dag. Í heildina er fjöldi þeirra sem dáið hafa úr hungri kominn í 175 og þar af eru 93 börn. Að minnsta kosti 23 Palestínumenn voru þar að auki skotnir til bana í morgun, við það að reyna að verða sér út um matvæli og aðrar nauðsynjar. Slíkt hefur ítrekað gerst á undanförnum vikum. Segir stefnu Ísrael ekki hafa breyst Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sendi samkvæmt Times of Israel út yfirlýsingu eftir bænastundina umdeildu og staðhæfði þar að opinber stefna Ísraelsríkis væri að viðhalda samkomulaginu við Jórdaníu um Musterishæð. Það hefði ekki og myndi ekki breytast. Ben Gvir hefur þó allt frá því hann varð þjóðaröryggisráðherra árið 2022 ítrekað sagt opinberlega að hann vilji að gyðingar megi biðja á Musterishæðinni. Þetta var þó í fyrsta sinn sem hann gerir það með opinberum hætti en með honum voru um 1.250 aðrir gyðingar, samkvæmt stofnuninni sem stýrir Musterishæðinni fyrir hönd Jórdana. תיעוד מהר הבית: בן גביר הוביל את התפילה, עשרות רקדו ושרו https://t.co/5OEwX8dJ5a pic.twitter.com/CTKuuPOcL7— ערוץ 7 (@arutz7heb) August 3, 2025 Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Al-Aqsa moskan og svæðið sem hún er á, svokölluð Musterishæð, er heilagt fyrir bæði gyðinga og múslima. Yfirvöld í Jórdaníu hafa í raun stjórn á Musterishæðinni vegna gamals samkomulags og samkvæmt óskrifuðu samkomulagi milli Jórdana og Ísraela mega gyðingar heimsækja svæðið en ekki biðja þar. Undanfarin ár hefur ítrekað komið til átaka á þessu svæði en þó Jórdanar fari með formlega stjórn á því eru inngangar að því mannaðir ísraelskum lögregluþjónum og landamæravörðum. Sem þjóðaröryggisráðherra Ísrael er Ben Gvir hæst setti yfirmaður þeirra. Ráðamenn í Jórdaníu hafa þegar fordæmt bænastund Ben Gvir og segja hana blygðunarlaust brot á áðurnefndu samkomulagi og venjum, samkvæmt frétt Al Jazeera. Bænastundin hefur einnig verið fordæmd af leiðtogum Palestínu og ráðamönnum í Sádi-Arabíu. Í færslu sem hann birti í kjölfarið á samfélagsmiðlum kallaði Ben Gvir enn og aftur eftir því að Ísraelar hernæmu alla Gasaströndina og að Palestínumönnum yrði gert að yfirgefa svæðið. Sagði hann það einu leiðina til að bjarga þeim gíslum er enn eru í haldi Hamas og að sigra Hamas. Sjá einnig: Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja sex manns hafa dáið úr hungri í dag. Í heildina er fjöldi þeirra sem dáið hafa úr hungri kominn í 175 og þar af eru 93 börn. Að minnsta kosti 23 Palestínumenn voru þar að auki skotnir til bana í morgun, við það að reyna að verða sér út um matvæli og aðrar nauðsynjar. Slíkt hefur ítrekað gerst á undanförnum vikum. Segir stefnu Ísrael ekki hafa breyst Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sendi samkvæmt Times of Israel út yfirlýsingu eftir bænastundina umdeildu og staðhæfði þar að opinber stefna Ísraelsríkis væri að viðhalda samkomulaginu við Jórdaníu um Musterishæð. Það hefði ekki og myndi ekki breytast. Ben Gvir hefur þó allt frá því hann varð þjóðaröryggisráðherra árið 2022 ítrekað sagt opinberlega að hann vilji að gyðingar megi biðja á Musterishæðinni. Þetta var þó í fyrsta sinn sem hann gerir það með opinberum hætti en með honum voru um 1.250 aðrir gyðingar, samkvæmt stofnuninni sem stýrir Musterishæðinni fyrir hönd Jórdana. תיעוד מהר הבית: בן גביר הוביל את התפילה, עשרות רקדו ושרו https://t.co/5OEwX8dJ5a pic.twitter.com/CTKuuPOcL7— ערוץ 7 (@arutz7heb) August 3, 2025
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira