Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 07:56 Afstaða Bandaríkjanna er torræð um þessar mundir. AP Stefnubreyting Donalds Trump Bandaríkjaforseta hvað stríðið og hungursneyðina í Palestínu varðar virðist nú ekki jafnafgerandi. Í samtali við blaðamenn þegar hann kom heim til Washington eftir fund með leiðtogum Evrópusambandsins og Bretlands dró hann í land. Aukinnar óánægju gætir innan flokks stuðningsmanna Trump forseta með afstöðu Bandaríkjanna til stríðsreksturs Ísraela. Það sást skýrast í ummælum sem hann lét falla þegar hann var spurður út í ákvörðun Frakka að viðurkenna Palestínuríki. „Ég ætla ekki að taka afstöðu. Það truflar mig ekki ef [Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands] tekur afstöðu,“ sagði hann við breska blaðamenn. Andmælti Netanjahú Hann hafði áður brugðist talsvert neikvæðar við yfirlýsingu franskra stjórnvalda um viðurkenningu á Palestínuríki en það vakti þó athygli að hann hefði ekki tekið afdráttarlausar til orða en að segja að yfirlýsing Macrons Frakklandsforseta „skipti engu máli.“ Þegar hann var svo spurður út í það, af bresku blaðamönnunum, hvort hann væri sammála bersýnilega ósönnum fullyrðingum Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels um að á Gasaströndinni væri engin hungursneyð svaraði hann því neitandi. „Miðað við sjónvarpið, myndi ég segja: ekkert sérstaklega. Því að þessi börn koma mér ansi svöng fyrir sjónir. Það er raunveruleg hungursneyð, það er ekki hægt að falsa það,“ sagði Trump. Takmarkaður stuðningur innan herbúða MAGA Við komuna aftur til Bandaríkjanna hefur tónninn hvesst örlítið í garð yfirlýsinga vestrænna ráðamanna en í gær bættust Kanadamenn í hóp ríkja sem hyggjast viðurkenna Palestínuríki á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í september næstkomandi. Þegar yfirlýsingar Frakka og Breta voru aftur bornar undir hann kvaðst hann ekki vera „þeim megin.“ „Við ræddum það aldrei. Maður verðlaunar Hamas með því. Mér finnst ekki að það eigi að verðlauna þá,“ sagði hann þá. Blikur eru á lofti í herbúðum MAGA-sinna um að stuðningur þeirra við Ísraela sé á hverfanda hveli. Steve Bannon, fyrrum ráðgjafi forsetans og áhrifamikill hugsuður innan MAGA-hreyfingarinnar, hafði orð á því við blaðamenn Politico að stuðningur yngri Trumpista við Ísraelsmenn væri þorrinn. Fyrir skemmstu kom annar áhrifamikill Trumpisti, fulltrúadeildarþingkonan Marjorie Taylor Greene, öllum á óvart þegar hún vísaði til stríðsreksturs Ísraela í Palestínu sem þjóðarmorðs. Hún þykir einhver ofstækisfyllsti repúblikaninn á Bandaríkjaþingi og vöktu því ummæli hennar mikla athygli vestanhafs. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bretland Frakkland Kanada Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Aukinnar óánægju gætir innan flokks stuðningsmanna Trump forseta með afstöðu Bandaríkjanna til stríðsreksturs Ísraela. Það sást skýrast í ummælum sem hann lét falla þegar hann var spurður út í ákvörðun Frakka að viðurkenna Palestínuríki. „Ég ætla ekki að taka afstöðu. Það truflar mig ekki ef [Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands] tekur afstöðu,“ sagði hann við breska blaðamenn. Andmælti Netanjahú Hann hafði áður brugðist talsvert neikvæðar við yfirlýsingu franskra stjórnvalda um viðurkenningu á Palestínuríki en það vakti þó athygli að hann hefði ekki tekið afdráttarlausar til orða en að segja að yfirlýsing Macrons Frakklandsforseta „skipti engu máli.“ Þegar hann var svo spurður út í það, af bresku blaðamönnunum, hvort hann væri sammála bersýnilega ósönnum fullyrðingum Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra Ísraels um að á Gasaströndinni væri engin hungursneyð svaraði hann því neitandi. „Miðað við sjónvarpið, myndi ég segja: ekkert sérstaklega. Því að þessi börn koma mér ansi svöng fyrir sjónir. Það er raunveruleg hungursneyð, það er ekki hægt að falsa það,“ sagði Trump. Takmarkaður stuðningur innan herbúða MAGA Við komuna aftur til Bandaríkjanna hefur tónninn hvesst örlítið í garð yfirlýsinga vestrænna ráðamanna en í gær bættust Kanadamenn í hóp ríkja sem hyggjast viðurkenna Palestínuríki á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í september næstkomandi. Þegar yfirlýsingar Frakka og Breta voru aftur bornar undir hann kvaðst hann ekki vera „þeim megin.“ „Við ræddum það aldrei. Maður verðlaunar Hamas með því. Mér finnst ekki að það eigi að verðlauna þá,“ sagði hann þá. Blikur eru á lofti í herbúðum MAGA-sinna um að stuðningur þeirra við Ísraela sé á hverfanda hveli. Steve Bannon, fyrrum ráðgjafi forsetans og áhrifamikill hugsuður innan MAGA-hreyfingarinnar, hafði orð á því við blaðamenn Politico að stuðningur yngri Trumpista við Ísraelsmenn væri þorrinn. Fyrir skemmstu kom annar áhrifamikill Trumpisti, fulltrúadeildarþingkonan Marjorie Taylor Greene, öllum á óvart þegar hún vísaði til stríðsreksturs Ísraela í Palestínu sem þjóðarmorðs. Hún þykir einhver ofstækisfyllsti repúblikaninn á Bandaríkjaþingi og vöktu því ummæli hennar mikla athygli vestanhafs.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bretland Frakkland Kanada Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira