Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2025 08:32 Áhöfnin með hendur á lofti meðan ísraelskir hermenn taka yfir skútuna. Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið en þetta er önnur skúta FFC (Freedom Flotilla Coalition) sem Ísraelsher stöðvar rétt fyrir komuna að Gasa. Ferð hinnar fyrstu vakti mikla athygli þar sem sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg var um borð. Í það skiptið var skútunni siglt að landi og aðgerðarsinnunum flogið til sinna heima. Á myndefni frá því í nótt má sjá áhöfn Handala með hendur á lofti meðan ísraelskir hermenn taka stjórn á henni. Israeli forces illegally boarded ‘Handala’ in international waters, abducting 21 unarmed civilians.Demand your government end its complicity in Israeli war crimes, ensure the unhindered delivery of humanitarian aid, and call for the immediate release of all crew members. pic.twitter.com/PSGDSPWznG— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) July 27, 2025 Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins sagði í nótt að skútunni yrði siglt „örugglega“ að ströndum Ísraels og að „allir farþegarnir væru öruggir“. Ekki kemur fram hvar nákvæmlega báturinn var stöðvaður. Í færslu utanríkisráðuneytisins á X (Twitter) sagði „óleyfilegar tilraunir til að rjúfa herkví eru hættulegar, ólöglegar og grafa undan fyrirliggjandi mannúðaraðstoð“. Ísrael hefur verið harðlega gagnrýnt af mannúðarsamtökum fyrir að stöðva alla mannúðaraðstoð til Gasa frá 2. mars og einungis beina aðstoð gegnum Mannúðarsjóð Gasa sem er stýrt af Ísrael og Bandaríkjunum. Jafnframt hefur mikill fjöldi Palestínubúa verið drepinn af Ísraelsher meðan þeir voru að reyna að ná sér í neyðarvistir. FFC hefur aftur á móti sagt að áhöfninni, sem er frá ýmsum löndum og inniheldur nítján aðgerðarsinna og tvo blaðamenn, hafi verið rænt af ísraelskum hermönnum. Þá hefur hópurinn birt fjölda myndbanda af meðlimum áhafnarinnar hvetja ríkisstjórnir sínar til að beita Ísrael refisaðgerðum. Tugir þúsunda manna hafa verið drepnir í Palestínu frá því Ísrael hóf innrás í landið til að hefna fyrir aðgerðir Hamas 7. október þar sem 1.200 Ísraelsbúar voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44 „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. 25. júlí 2025 16:57 Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. 25. júlí 2025 14:34 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Breska ríkisútvarpið fjallar um málið en þetta er önnur skúta FFC (Freedom Flotilla Coalition) sem Ísraelsher stöðvar rétt fyrir komuna að Gasa. Ferð hinnar fyrstu vakti mikla athygli þar sem sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg var um borð. Í það skiptið var skútunni siglt að landi og aðgerðarsinnunum flogið til sinna heima. Á myndefni frá því í nótt má sjá áhöfn Handala með hendur á lofti meðan ísraelskir hermenn taka stjórn á henni. Israeli forces illegally boarded ‘Handala’ in international waters, abducting 21 unarmed civilians.Demand your government end its complicity in Israeli war crimes, ensure the unhindered delivery of humanitarian aid, and call for the immediate release of all crew members. pic.twitter.com/PSGDSPWznG— Freedom Flotilla Coalition (@GazaFFlotilla) July 27, 2025 Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins sagði í nótt að skútunni yrði siglt „örugglega“ að ströndum Ísraels og að „allir farþegarnir væru öruggir“. Ekki kemur fram hvar nákvæmlega báturinn var stöðvaður. Í færslu utanríkisráðuneytisins á X (Twitter) sagði „óleyfilegar tilraunir til að rjúfa herkví eru hættulegar, ólöglegar og grafa undan fyrirliggjandi mannúðaraðstoð“. Ísrael hefur verið harðlega gagnrýnt af mannúðarsamtökum fyrir að stöðva alla mannúðaraðstoð til Gasa frá 2. mars og einungis beina aðstoð gegnum Mannúðarsjóð Gasa sem er stýrt af Ísrael og Bandaríkjunum. Jafnframt hefur mikill fjöldi Palestínubúa verið drepinn af Ísraelsher meðan þeir voru að reyna að ná sér í neyðarvistir. FFC hefur aftur á móti sagt að áhöfninni, sem er frá ýmsum löndum og inniheldur nítján aðgerðarsinna og tvo blaðamenn, hafi verið rænt af ísraelskum hermönnum. Þá hefur hópurinn birt fjölda myndbanda af meðlimum áhafnarinnar hvetja ríkisstjórnir sínar til að beita Ísrael refisaðgerðum. Tugir þúsunda manna hafa verið drepnir í Palestínu frá því Ísrael hóf innrás í landið til að hefna fyrir aðgerðir Hamas 7. október þar sem 1.200 Ísraelsbúar voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44 „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. 25. júlí 2025 16:57 Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. 25. júlí 2025 14:34 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. 13. júlí 2025 14:44
„Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. 25. júlí 2025 16:57
Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. 25. júlí 2025 14:34