Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 14:34 Ályktunin var samþykkt með 71 atkvæði gegn 13. EPA/Abir Sultan Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. Tillagan var samþykkt af miklum meirihluta með 71 atkvæði gegn 13 en helstu stjórnarandstöðuflokkarnir sátu hjá. Hún var lögð fram af þremur ríkisstjórnarflokkum, flokki Netanjahú forsætisráðherra Likud, Tziyonut Datit og Otzma Yehudit. Með henni lýsir ísraelska þingið yfir að Vesturbakkinn sé „óaðgreinanlegur hluti Ísraels, sögulegs, menningarlegs og trúarlegs heimaland gyðinga“ og að „Ísrael eigi náttúrulegt, sögulegt og lagalegt tilkall til allra landsvæða Ísraels.“ Þingið virðist jafnframt útiloka friðsælar samvistir við Palestínumenn. Lengi lofað innlimun Ísraelsþing ákvarðaði í þingsályktunartillögu 18. júlí 2024 að það væri mótfallið stofnun palestínsks ríki á vesturbakka Jórdans. Í þingsályktunartillögunni frá í fyrradag er þingið enn afdráttarlausara. „Yfirráð á landinu fyrirheitna öllu er óaðgreinanlegur hluti fullnaðar síónismans og þjóðarhugsjón gyðinganna sem snúið hafa aftur til heimalandsins. Fjöldamorðin sem framin voru á Shemini Atzeret [hátíðardagur í gyðingdómi] 7. október 2023 sannaði að stofnun palestínsks ríki er tilvistarógn við Ísrael, borgara þess og heimshlutann í heild.“ „Ísraelsþing brýnir til ríkisstjórnar Ísraels að grípa til aðgerða tafarlaust og koma á ísraelskum lögum og stjórnsýslu í öllum byggðum gyðinga, sama hvers eðlis þær byggðir eru, í Júdeu, Samaría og Jórdandal,“ segir í tilkynningunni. Ísraelsmenn sölsuðu undir sig Vesturbakkann árið 1967 í Sex daga stríðinu og síðan hafa hundruðir þúsunda Ísraelsmanna sest þar að og í leiðinni bolað Palestínumönnum frá heimilum sínum. Stór hluti svæðisins er hernuminn og enn í dag setjast Ísraelsmenn þar að í trássi við alþjóðalög. Samkvæmt umfjöllun Times of Israel hefur innlimun Vesturbakkans lengi verið markmið ísraelska hægrisins. Í aðdraganda þingkosninga 2019 hét Benjamín Netanjahú forsætisráðherra að innlima Jórdandal sem er austurhluti Vesturbakkans. Engin bindandi löggjöf hefur verið samþykkt um innlimun á landsvæði Palestínumanna. Grafi undan friðarhorfum Hussein al-Sheikh varaforseti Palestínu segir þingsályktunartillögu Ísraelsþings beina árás á réttindi palestínsku þjóðarinnar og að hún grafi undan friðarhorfum. „Þessar einhliða aðgerðir Ísraela ganga bersýnilega í berhögg við alþjóðalög og einhug alþjóðasamfélagsins varðandi stöðu hernuminna palestínskra landsvæða, þar á meðal Vesturbakkans,“ segir hann í yfirlýsingu. Hann fordæmir þennan gjörning þingsins og brýnir til heimsins að binda enda á hernámið. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Tillagan var samþykkt af miklum meirihluta með 71 atkvæði gegn 13 en helstu stjórnarandstöðuflokkarnir sátu hjá. Hún var lögð fram af þremur ríkisstjórnarflokkum, flokki Netanjahú forsætisráðherra Likud, Tziyonut Datit og Otzma Yehudit. Með henni lýsir ísraelska þingið yfir að Vesturbakkinn sé „óaðgreinanlegur hluti Ísraels, sögulegs, menningarlegs og trúarlegs heimaland gyðinga“ og að „Ísrael eigi náttúrulegt, sögulegt og lagalegt tilkall til allra landsvæða Ísraels.“ Þingið virðist jafnframt útiloka friðsælar samvistir við Palestínumenn. Lengi lofað innlimun Ísraelsþing ákvarðaði í þingsályktunartillögu 18. júlí 2024 að það væri mótfallið stofnun palestínsks ríki á vesturbakka Jórdans. Í þingsályktunartillögunni frá í fyrradag er þingið enn afdráttarlausara. „Yfirráð á landinu fyrirheitna öllu er óaðgreinanlegur hluti fullnaðar síónismans og þjóðarhugsjón gyðinganna sem snúið hafa aftur til heimalandsins. Fjöldamorðin sem framin voru á Shemini Atzeret [hátíðardagur í gyðingdómi] 7. október 2023 sannaði að stofnun palestínsks ríki er tilvistarógn við Ísrael, borgara þess og heimshlutann í heild.“ „Ísraelsþing brýnir til ríkisstjórnar Ísraels að grípa til aðgerða tafarlaust og koma á ísraelskum lögum og stjórnsýslu í öllum byggðum gyðinga, sama hvers eðlis þær byggðir eru, í Júdeu, Samaría og Jórdandal,“ segir í tilkynningunni. Ísraelsmenn sölsuðu undir sig Vesturbakkann árið 1967 í Sex daga stríðinu og síðan hafa hundruðir þúsunda Ísraelsmanna sest þar að og í leiðinni bolað Palestínumönnum frá heimilum sínum. Stór hluti svæðisins er hernuminn og enn í dag setjast Ísraelsmenn þar að í trássi við alþjóðalög. Samkvæmt umfjöllun Times of Israel hefur innlimun Vesturbakkans lengi verið markmið ísraelska hægrisins. Í aðdraganda þingkosninga 2019 hét Benjamín Netanjahú forsætisráðherra að innlima Jórdandal sem er austurhluti Vesturbakkans. Engin bindandi löggjöf hefur verið samþykkt um innlimun á landsvæði Palestínumanna. Grafi undan friðarhorfum Hussein al-Sheikh varaforseti Palestínu segir þingsályktunartillögu Ísraelsþings beina árás á réttindi palestínsku þjóðarinnar og að hún grafi undan friðarhorfum. „Þessar einhliða aðgerðir Ísraela ganga bersýnilega í berhögg við alþjóðalög og einhug alþjóðasamfélagsins varðandi stöðu hernuminna palestínskra landsvæða, þar á meðal Vesturbakkans,“ segir hann í yfirlýsingu. Hann fordæmir þennan gjörning þingsins og brýnir til heimsins að binda enda á hernámið.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira