Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar 23. júlí 2025 14:30 Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) var snemma á árinu upplýst um fyrirhugaðar framkvæmdir og uppsetningu á skólaþorpi við Laugardalsvöll. Samkvæmt upplýsingum á skólaþorpið að samanstanda af 16 stökum stofum með tengigöngum og stærð hverrar stofu um 80 fermetrar. Þar að auki eigi að koma fyrir stórri byggingu sem er um það bil 900 fermetrar. Í kringum og milli þessara bygginga mun svo vera komið fyrir aðgangsleiðum og útiaðstöðu fyrir skólaúrræði. KSÍ gerði skriflegar athugasemdir við þessar tillögur borgarinnar með bréfi dagsettu 27. febrúar, tillögur sem þrengja verulega að Laugardalsvelli og starfsemi KSÍ, og gerði aftur skriflegar athugasemdir með bréfi dagsettu 24. júní. Þessum athugasemdum hefur verið fylgt eftir með frekari bréfaskriftum og fundum með fulltrúum borgarinnar. Samskipti hafa þó að miklu leyti farið í gegnum verktaka sem starfar á svæðinu og hefur hafið framkvæmdir þrátt fyrir að ekki sé búið að skipuleggja svæðið. Í bréfi KSÍ dagsettu 27. febrúar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við samráðsskort Reykjavíkurborgar við KSÍ í undirbúningi verkefnisins, enda ljóst af hálfu KSÍ að fyrirhuguð framkvæmd myndi hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál á Laugardalsvelli. Athugasemdir KSÍ snúa m.a. að þeirri fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna (innakstur/útakstur). Það er óásættanlegt og óskiljanlegt að borgaryfirvöld líti svo á að ein leið dugi fyrir akandi vallargesti og aðra sem sækja þjónustu á svæðið við Laugardalsvöll, svo ekki sé minnst á að þarna væri um einungis eina leið fyrir viðbragðsaðila til að komast til og frá leikvanginum ef slys verða eða ef hættuástand skapast. Í greiningu sem KSÍ fékk verkfræðistofu til að vinna kemur m.a. fram að "Tvennar tengingar frá bílastæðum yfir á Reykjaveg eru ófrávíkjanlegur öryggisþáttur vegna notkunar Laugardalsvallar fyrir fjölmenna viðburði og augljós hagur fyrir alla starfsemi á svæðinu”. Í bréfi dagsettu 24. júní er fyrri athugasemdum fylgt eftir og aftur gerir KSÍ verulegar athugasemdir við tildrög verkefnisins og skort á samráði Reykjavíkurborgar við undirbúning þess. Vakin er athygli á því að nýlega hefur verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnvalda að ráðast í veigamikla uppbyggingu innviða í þágu íþróttahreyfingarinnar sem fela m.a. í sér byggingu nýrrar þjóðarhallar og þjóðarleikvangs á skilgreindu íþróttasvæði í Laugardal. KSÍ telur það skjóta skökku við að skömmu síðar standi til að breyta aðalskipulagi á þann hátt að skilgreint „íþróttasvæði“ verði minnkað sem nemur um 1 hektara lands. Einnig kemur fram að upprunalegt deiliskipulag svæðisins gerði ráð fyrir mögulegri uppbyggingu tímabundins leikskólaúrræðis á umræddu svæði, en nú er stefnt að breytingu á aðalskipulagi samhliða deiliskipulagsbreytingu, sem gefur til kynna að verið sé að skipuleggja umrætt svæði til framtíðar, þó fram komi í gögnum borgarinnar að um tímabundna framkvæmd sé að ræða - til allt að 15 ára (!). KSÍ er vel meðvitað um og hefur fullan skilning á þeim vanda sem stendur Reykjavík fyrir höndum í skólamálum. KSÍ hefur í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum við það að leysa ýmis konar vanda í þessum efnum – m.a. tekið til sín heilu árgangana í aðstöðu KSÍ. Kennsla hefur farið fram í húsnæði KSÍ allt frá árinu 2019 vegna vandamála í Fossvogsskóla, Laugarnesskóla og einnig vegna eldhræringa í Grindavík. Í tilefni uppbyggingar sem er fyrirhuguð á þjóðarleikvanginum Laugardalsvelli hefur KSÍ bent á að það væri hægt að haga uppbyggingu Laugardalsvallar með þeim hætti að mannvirkið nýtist undir kennslu og aðra starfsemi skóla í hverfinu á meðan framkvæmdir fara fram á skólahúsnæðum. Tillögur KSÍ hafa ekki hlotið hljómgrunn til þessa en sambandið telur að sátt myndi ríkja um slíka uppbyggingu, enda kæmi hún til með að nýtast til framtíðar og fela í sér minna rask á núverandi skipulagi svæðisins og nærumhverfi. KSÍ lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir vinnubrögðum Reykjavíkurborgar til þessa við vinnslu málsins. Líkt og að framan greinir virðist umsagnar- og hagaðilum ekki hafa verið tilkynnt með nægjanlegum hætti um tillögur að breyttri landnotkun á sínum tíma og þurfti KSÍ að hafa frumkvæði að því að spyrja spurninga þegar vinnuvélar mættu í Laugardalinn og hófu framkvæmdir skömmu fyrir landsleik kvennalandsliðsins gegn Frakklandi sem fór fram 3. júní sl. Enn hafa ekki fengist skýr svör við því á hvaða grundvelli framkvæmdir eru hafnar en til þessa hefur verið vísað til þess að núgildandi deiliskipulag veiti heimild fyrir þeirri vinnu sem er hafin. Þessar skýringar telur KSÍ verulega vafasamar, enda er ljóst að ekki er lengur stefnt að því að byggja leikskólaúrræði á svæðinu líkt og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Þá er ótækt að engin svör fáist frá byggingar- og skipulagsfulltrúa um leyfi fyrir framkvæmdum eða stöðu mála. Hagaðilar verða að geta átt samskipti við þau embætti innan Reykjavíkurborgar sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdum og sjá til þess að farið sé að lögum og reglum við skipulag og byggingu mannvirkja. Höfundur er formaður KSÍ og skrifar fyrir hönd stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Reykjavík Skipulag Skóla- og menntamál Laugardalsvöllur Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) var snemma á árinu upplýst um fyrirhugaðar framkvæmdir og uppsetningu á skólaþorpi við Laugardalsvöll. Samkvæmt upplýsingum á skólaþorpið að samanstanda af 16 stökum stofum með tengigöngum og stærð hverrar stofu um 80 fermetrar. Þar að auki eigi að koma fyrir stórri byggingu sem er um það bil 900 fermetrar. Í kringum og milli þessara bygginga mun svo vera komið fyrir aðgangsleiðum og útiaðstöðu fyrir skólaúrræði. KSÍ gerði skriflegar athugasemdir við þessar tillögur borgarinnar með bréfi dagsettu 27. febrúar, tillögur sem þrengja verulega að Laugardalsvelli og starfsemi KSÍ, og gerði aftur skriflegar athugasemdir með bréfi dagsettu 24. júní. Þessum athugasemdum hefur verið fylgt eftir með frekari bréfaskriftum og fundum með fulltrúum borgarinnar. Samskipti hafa þó að miklu leyti farið í gegnum verktaka sem starfar á svæðinu og hefur hafið framkvæmdir þrátt fyrir að ekki sé búið að skipuleggja svæðið. Í bréfi KSÍ dagsettu 27. febrúar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við samráðsskort Reykjavíkurborgar við KSÍ í undirbúningi verkefnisins, enda ljóst af hálfu KSÍ að fyrirhuguð framkvæmd myndi hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál á Laugardalsvelli. Athugasemdir KSÍ snúa m.a. að þeirri fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna (innakstur/útakstur). Það er óásættanlegt og óskiljanlegt að borgaryfirvöld líti svo á að ein leið dugi fyrir akandi vallargesti og aðra sem sækja þjónustu á svæðið við Laugardalsvöll, svo ekki sé minnst á að þarna væri um einungis eina leið fyrir viðbragðsaðila til að komast til og frá leikvanginum ef slys verða eða ef hættuástand skapast. Í greiningu sem KSÍ fékk verkfræðistofu til að vinna kemur m.a. fram að "Tvennar tengingar frá bílastæðum yfir á Reykjaveg eru ófrávíkjanlegur öryggisþáttur vegna notkunar Laugardalsvallar fyrir fjölmenna viðburði og augljós hagur fyrir alla starfsemi á svæðinu”. Í bréfi dagsettu 24. júní er fyrri athugasemdum fylgt eftir og aftur gerir KSÍ verulegar athugasemdir við tildrög verkefnisins og skort á samráði Reykjavíkurborgar við undirbúning þess. Vakin er athygli á því að nýlega hefur verið tekin ákvörðun af hálfu stjórnvalda að ráðast í veigamikla uppbyggingu innviða í þágu íþróttahreyfingarinnar sem fela m.a. í sér byggingu nýrrar þjóðarhallar og þjóðarleikvangs á skilgreindu íþróttasvæði í Laugardal. KSÍ telur það skjóta skökku við að skömmu síðar standi til að breyta aðalskipulagi á þann hátt að skilgreint „íþróttasvæði“ verði minnkað sem nemur um 1 hektara lands. Einnig kemur fram að upprunalegt deiliskipulag svæðisins gerði ráð fyrir mögulegri uppbyggingu tímabundins leikskólaúrræðis á umræddu svæði, en nú er stefnt að breytingu á aðalskipulagi samhliða deiliskipulagsbreytingu, sem gefur til kynna að verið sé að skipuleggja umrætt svæði til framtíðar, þó fram komi í gögnum borgarinnar að um tímabundna framkvæmd sé að ræða - til allt að 15 ára (!). KSÍ er vel meðvitað um og hefur fullan skilning á þeim vanda sem stendur Reykjavík fyrir höndum í skólamálum. KSÍ hefur í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum við það að leysa ýmis konar vanda í þessum efnum – m.a. tekið til sín heilu árgangana í aðstöðu KSÍ. Kennsla hefur farið fram í húsnæði KSÍ allt frá árinu 2019 vegna vandamála í Fossvogsskóla, Laugarnesskóla og einnig vegna eldhræringa í Grindavík. Í tilefni uppbyggingar sem er fyrirhuguð á þjóðarleikvanginum Laugardalsvelli hefur KSÍ bent á að það væri hægt að haga uppbyggingu Laugardalsvallar með þeim hætti að mannvirkið nýtist undir kennslu og aðra starfsemi skóla í hverfinu á meðan framkvæmdir fara fram á skólahúsnæðum. Tillögur KSÍ hafa ekki hlotið hljómgrunn til þessa en sambandið telur að sátt myndi ríkja um slíka uppbyggingu, enda kæmi hún til með að nýtast til framtíðar og fela í sér minna rask á núverandi skipulagi svæðisins og nærumhverfi. KSÍ lýsir yfir vonbrigðum og áhyggjum yfir vinnubrögðum Reykjavíkurborgar til þessa við vinnslu málsins. Líkt og að framan greinir virðist umsagnar- og hagaðilum ekki hafa verið tilkynnt með nægjanlegum hætti um tillögur að breyttri landnotkun á sínum tíma og þurfti KSÍ að hafa frumkvæði að því að spyrja spurninga þegar vinnuvélar mættu í Laugardalinn og hófu framkvæmdir skömmu fyrir landsleik kvennalandsliðsins gegn Frakklandi sem fór fram 3. júní sl. Enn hafa ekki fengist skýr svör við því á hvaða grundvelli framkvæmdir eru hafnar en til þessa hefur verið vísað til þess að núgildandi deiliskipulag veiti heimild fyrir þeirri vinnu sem er hafin. Þessar skýringar telur KSÍ verulega vafasamar, enda er ljóst að ekki er lengur stefnt að því að byggja leikskólaúrræði á svæðinu líkt og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Þá er ótækt að engin svör fáist frá byggingar- og skipulagsfulltrúa um leyfi fyrir framkvæmdum eða stöðu mála. Hagaðilar verða að geta átt samskipti við þau embætti innan Reykjavíkurborgar sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmdum og sjá til þess að farið sé að lögum og reglum við skipulag og byggingu mannvirkja. Höfundur er formaður KSÍ og skrifar fyrir hönd stjórnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun