Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. júlí 2025 07:01 Formaður Strandveiðifélags Íslands, Kjartan Páll Sveinsson, sagði í grein á Vísi í gær að eina sök ríkisstjórnarflokkanna á því að ekki tókst að afgreiða frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um 48 daga strandveiðar fyrir þinglok hefði verið klaufaskapur og reynsluleysi sem þó væri engin dauðasynd eins og hann orðaði það. Hins vegar kaus hann að saka stjórnarandstöðuna um einbeittan brotavilja og svik í þeim efnum. Hvernig hægt er að saka stjórnarandstöðuna um svik vegna stjórnarfrumvarps sem snerist um það að efna kosningaloforð eins af stjórnarflokkunum er auðvitað illskiljanlegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Vitanlega er það ekki á ábyrgð annarra en þeirra sem standa að frumvarpinu að koma því í gegn, stjórnarmeirihlutans. Þessum sem að sögn formannsins eru aðeins sekir um klaufaskap og reynsluleysi. Hins vegar var augljóslega alls engin áherzla á það af hálfu þeirra. Frumvarpið var fyrir það fyrsta ekki lagt fram af Hönnu Katrínu fyrr en 28. maí, tæpum mánuði eftir að strandveiðitímabilið hófst, tveimur mánuðum eftir að skilafrestur þingmála rann út, tæpum fjórum mánuðum eftir að þing kom saman og tveimur vikum fyrir áætluð þinglok. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu 3. júní og lauk henni strax daginn eftir. Önnur umræða um málið fór hins vegar ekki fram fyrr en 4. júlí, rúmum mánuði síðar. Klaufaskapur og reynsluleysi? Málið hafði einungis verið rætt í um fimm klukkustundir á einum þingfundi í annarri umræðu þegar það var tekið af dagskrá af stjórnarmeirihlutanum eftir að Hanna Katrín hafði sakað stjórnarandstöðuflokkana um málþóf sem þeir gerðu athugsemd við undir liðnum fundarstjórn forseta. Eftir það fór málið ekki aftur á dagskrá en vert er að árétta að stjórnarmeirihlutinn hefur dagskrárvaldið og ræður hvaða mál eru tekin til umræðu og hvenær. Ekki stjórnarandstaðan. Deginum ljósara er þannig að frumvarpið var í engum forgangi hjá stjórnarmeirihlutanum. Það verður ekki skrifað á klaufaskap og reynsluleysi. Það er ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar að málið hafi sáralítið verið rætt í þinginu. Hún fer enda ekki með dagskrárvaldið. Það er heldur ekki stjórnarandstöðunnar að uppfylla kosningaloforð stjórnarflokkanna og ansi vel í lagt að saka hana um að svíkja loforð sem hún aldrei gaf. Á því ber stjórnarmeirihlutinn auðvitað einn ábyrgð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Strandveiðar Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Formaður Strandveiðifélags Íslands, Kjartan Páll Sveinsson, sagði í grein á Vísi í gær að eina sök ríkisstjórnarflokkanna á því að ekki tókst að afgreiða frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um 48 daga strandveiðar fyrir þinglok hefði verið klaufaskapur og reynsluleysi sem þó væri engin dauðasynd eins og hann orðaði það. Hins vegar kaus hann að saka stjórnarandstöðuna um einbeittan brotavilja og svik í þeim efnum. Hvernig hægt er að saka stjórnarandstöðuna um svik vegna stjórnarfrumvarps sem snerist um það að efna kosningaloforð eins af stjórnarflokkunum er auðvitað illskiljanlegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Vitanlega er það ekki á ábyrgð annarra en þeirra sem standa að frumvarpinu að koma því í gegn, stjórnarmeirihlutans. Þessum sem að sögn formannsins eru aðeins sekir um klaufaskap og reynsluleysi. Hins vegar var augljóslega alls engin áherzla á það af hálfu þeirra. Frumvarpið var fyrir það fyrsta ekki lagt fram af Hönnu Katrínu fyrr en 28. maí, tæpum mánuði eftir að strandveiðitímabilið hófst, tveimur mánuðum eftir að skilafrestur þingmála rann út, tæpum fjórum mánuðum eftir að þing kom saman og tveimur vikum fyrir áætluð þinglok. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu 3. júní og lauk henni strax daginn eftir. Önnur umræða um málið fór hins vegar ekki fram fyrr en 4. júlí, rúmum mánuði síðar. Klaufaskapur og reynsluleysi? Málið hafði einungis verið rætt í um fimm klukkustundir á einum þingfundi í annarri umræðu þegar það var tekið af dagskrá af stjórnarmeirihlutanum eftir að Hanna Katrín hafði sakað stjórnarandstöðuflokkana um málþóf sem þeir gerðu athugsemd við undir liðnum fundarstjórn forseta. Eftir það fór málið ekki aftur á dagskrá en vert er að árétta að stjórnarmeirihlutinn hefur dagskrárvaldið og ræður hvaða mál eru tekin til umræðu og hvenær. Ekki stjórnarandstaðan. Deginum ljósara er þannig að frumvarpið var í engum forgangi hjá stjórnarmeirihlutanum. Það verður ekki skrifað á klaufaskap og reynsluleysi. Það er ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar að málið hafi sáralítið verið rætt í þinginu. Hún fer enda ekki með dagskrárvaldið. Það er heldur ekki stjórnarandstöðunnar að uppfylla kosningaloforð stjórnarflokkanna og ansi vel í lagt að saka hana um að svíkja loforð sem hún aldrei gaf. Á því ber stjórnarmeirihlutinn auðvitað einn ábyrgð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun