Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar 21. júlí 2025 12:32 Þannig fór um sjóferð þá. 48 dögunum sem okkur voru lofaðir gufuðu upp um miðjan júlí, fjórða árið í röð. Þá hófst leitin að sökudólgnum: hver var það sem tók 48 dagana af trillukörlum og konum? Var það ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan? Eða kannski einhver allt annar? Þögn í salnum – ákæruvaldið hefur orðið. Ákæruvaldið gegn ríkisstjórninni Helstu sakargiftir sem bera má á ríkisstjórnina eru tvenns konar. Í fyrsta lagi hefði hún átt að standa öðruvísi að málum og þá hefði strandveiðifrumvarpið náð í gegn. Eflaust er það rétt, en það kallast að vera vitur eftirá, sér í lagi þegar engan hefði órað fyrir fjandanum se stjórnarandstaðan ætlaði að sleppa lausum. Miðað við þá tímalínu sem lagt var upp með hefði frumvarpið, undir venjulegum kringumstæðum, verið afgreitt á góðum tíma og við hefðum farið á sjó í morgun. En á Alþingi voru engar venjulegar kringumstæður. Þar ríkti „heilög skylda“ til að kæfa öll mál með málþófi. Til að bæta gráu ofan á svart var stjórnarandstöðunni boðið að ljúka þessu á mánudaginn var og samþykkja frumvarpið fyrir þinglok. Þáðu þau það boð, þingmennirnir sem höfðu svo ógurlega miklar áhyggjur af okkur trillukörlunum? Ekki aldeilis. Í öðru lagi voru loforð gefin sem ekki var hægt að standa við. Sú ásökun vegur þyngra og ég vona að ríkisstjórnarflokkarnir læri einhverja lexíu af því. Það breytir því ekki að ásetningur ríkisstjórnarinnar, og sérstaklega Flokk fólksins, var góður. Þetta má því skrifast á klaufaskap og reynsluleysi sem er slæmt í pólitík en engin dauðasynd. Ákæruvaldið gegn minnihlutanum Sakargiftir á hendur stjórnarandstöðunni eru þeim mun alvarlegri. Förum aðeins yfir sönnunargögnin, og byrjum á orðræðu minnihlutaþingmanna í garð strandveiðisjómanna. Greinilegt var að þessir þingmenn voru búnir að trekkja málþófsvélina í gang því þeir kepptust við að vera sammála bullinu í síðasta ræðumanni. Miðflokkurinn hélt því fram að strandveiðisjómenn borgi enga skatta og engin gjöld, og undir það tóku Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Framsókn reiknaðist til að potturinn þyrfti að rúmlega þrefaldast upp í 31.500 tonn, jafnvel þegar liðið var vel á sumar og þessi tala orðin stærðfræðilega ómöguleg, og undir þetta tóku Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkur fabúleraði um að við öryrkjarnir í sjávarútvegi værum mikil ógn við byggðafestu, og undir þetta tóku Miðflokkur og Framsókn. Að lokum var búið að fara hring eftir hring með rógburð og lygar í yfir 20 klukkutíma án þess að minnihlutinn sýndi á sér nokkuð fararsnið. Þegar Strandveiðifélag Íslands mætti á þingpallana til að fylgjast með umræðum um þinglok steig hver minnihlutaþingmaðurinn af fætur öðrum í pontu og vorkenndi okkur greyjin smælingjunum fyrir að fá ekki okkar í gegn. Fólkið sem kallar vel launuð og eftirsóknarverð störf á landsbyggðinni efnahagslega sóun; sem snúa vistvænustu fiskveiðum sem völ er á í andhverfu sína og kallar þær ósjálfbærar; sem segja að eini hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins þar sem sjómenn ráða sér sjálfir sé ekkert annað en hobbý fyrir tannlækna í Garðabæ og öryrkja hafsins – þetta fólk ætlast nú til þess að við trúum þeim þegar þau setja upp hvolpaaugu og ljúga því að okkur að það beri hag okkar fyrir brjósti. Hjá minnihlutanum var brotaviljinn jafn einbeittur og hann var útreiknaður. Hann tapaði baráttunni um veiðigjöldin en náði að stöðva 48 dagana í sárabætur. Þess ber að geta að frumvarpið okkar var ekki eina mannfallið í heilögu stríði minnihlutans. Engin frumvörp lifðu þinglokasamninginn af nema einhverjar skylduæfingar. Ákæruvaldið gegn SFS Að lokum má skoða þátt sægreifanna í þessu sorglega máli. Nú eru ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum, en það sem við vitum er að stjórnsýslukæra liggur fyrir hjá Umboðsmanni Alþingis. Kæran snýr að þeim 2000 tonnum sem bætt var í strandveiðipottinn seinasta sumar. Á grundvelli jafnræðisreglunnar vilja kvótaþegar meina að þeir hefðu átt að fá 38.000 tonn á móti. Ef veiðigjaldafrumvarpið hefur kennt okkur eitthvað þá er það að SFS hefur djúpa vasa og sparar engu til til að ná fram sínum markmiðum. Gaman væri að sjá lögfræðingareikninginn fyrir þessari kæru. Eftir stendur að SFS er með doktorsgráðu í að hræða líftóruna úr ráðherrum. Vandamálið er að það liggur fyrir álit frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið brjóti gegn jafnræðisreglunni sem og rétti Íslendinga til atvinnufrelsis og búsetufrelsis. Stjórnkerfið er fast í einhverju lögfræðilegu boxi sem er í mótsögn við sjálft sig Hvers vegna fær þá stórútgerðin alltaf að njóta vafans? Líklega vegna þess að hún getur dælt peningum í lögfræðinga, eitthvað sem við trillukarlar og konur höfum ekki aðgang að. Dómsúrskurður Hver er þá hinn seki? Dæmi hver fyrir sig, en kjörtímabilið er rétt að byrja. Fyrir mitt leiti ætla ég að geyma dóminn fram á vor. Vinnan sem hefst í haust á stóra frumvarpinu okkar, og lendingin á því, mun leiða sannleikann í ljós. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þannig fór um sjóferð þá. 48 dögunum sem okkur voru lofaðir gufuðu upp um miðjan júlí, fjórða árið í röð. Þá hófst leitin að sökudólgnum: hver var það sem tók 48 dagana af trillukörlum og konum? Var það ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan? Eða kannski einhver allt annar? Þögn í salnum – ákæruvaldið hefur orðið. Ákæruvaldið gegn ríkisstjórninni Helstu sakargiftir sem bera má á ríkisstjórnina eru tvenns konar. Í fyrsta lagi hefði hún átt að standa öðruvísi að málum og þá hefði strandveiðifrumvarpið náð í gegn. Eflaust er það rétt, en það kallast að vera vitur eftirá, sér í lagi þegar engan hefði órað fyrir fjandanum se stjórnarandstaðan ætlaði að sleppa lausum. Miðað við þá tímalínu sem lagt var upp með hefði frumvarpið, undir venjulegum kringumstæðum, verið afgreitt á góðum tíma og við hefðum farið á sjó í morgun. En á Alþingi voru engar venjulegar kringumstæður. Þar ríkti „heilög skylda“ til að kæfa öll mál með málþófi. Til að bæta gráu ofan á svart var stjórnarandstöðunni boðið að ljúka þessu á mánudaginn var og samþykkja frumvarpið fyrir þinglok. Þáðu þau það boð, þingmennirnir sem höfðu svo ógurlega miklar áhyggjur af okkur trillukörlunum? Ekki aldeilis. Í öðru lagi voru loforð gefin sem ekki var hægt að standa við. Sú ásökun vegur þyngra og ég vona að ríkisstjórnarflokkarnir læri einhverja lexíu af því. Það breytir því ekki að ásetningur ríkisstjórnarinnar, og sérstaklega Flokk fólksins, var góður. Þetta má því skrifast á klaufaskap og reynsluleysi sem er slæmt í pólitík en engin dauðasynd. Ákæruvaldið gegn minnihlutanum Sakargiftir á hendur stjórnarandstöðunni eru þeim mun alvarlegri. Förum aðeins yfir sönnunargögnin, og byrjum á orðræðu minnihlutaþingmanna í garð strandveiðisjómanna. Greinilegt var að þessir þingmenn voru búnir að trekkja málþófsvélina í gang því þeir kepptust við að vera sammála bullinu í síðasta ræðumanni. Miðflokkurinn hélt því fram að strandveiðisjómenn borgi enga skatta og engin gjöld, og undir það tóku Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Framsókn reiknaðist til að potturinn þyrfti að rúmlega þrefaldast upp í 31.500 tonn, jafnvel þegar liðið var vel á sumar og þessi tala orðin stærðfræðilega ómöguleg, og undir þetta tóku Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkur fabúleraði um að við öryrkjarnir í sjávarútvegi værum mikil ógn við byggðafestu, og undir þetta tóku Miðflokkur og Framsókn. Að lokum var búið að fara hring eftir hring með rógburð og lygar í yfir 20 klukkutíma án þess að minnihlutinn sýndi á sér nokkuð fararsnið. Þegar Strandveiðifélag Íslands mætti á þingpallana til að fylgjast með umræðum um þinglok steig hver minnihlutaþingmaðurinn af fætur öðrum í pontu og vorkenndi okkur greyjin smælingjunum fyrir að fá ekki okkar í gegn. Fólkið sem kallar vel launuð og eftirsóknarverð störf á landsbyggðinni efnahagslega sóun; sem snúa vistvænustu fiskveiðum sem völ er á í andhverfu sína og kallar þær ósjálfbærar; sem segja að eini hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins þar sem sjómenn ráða sér sjálfir sé ekkert annað en hobbý fyrir tannlækna í Garðabæ og öryrkja hafsins – þetta fólk ætlast nú til þess að við trúum þeim þegar þau setja upp hvolpaaugu og ljúga því að okkur að það beri hag okkar fyrir brjósti. Hjá minnihlutanum var brotaviljinn jafn einbeittur og hann var útreiknaður. Hann tapaði baráttunni um veiðigjöldin en náði að stöðva 48 dagana í sárabætur. Þess ber að geta að frumvarpið okkar var ekki eina mannfallið í heilögu stríði minnihlutans. Engin frumvörp lifðu þinglokasamninginn af nema einhverjar skylduæfingar. Ákæruvaldið gegn SFS Að lokum má skoða þátt sægreifanna í þessu sorglega máli. Nú eru ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum, en það sem við vitum er að stjórnsýslukæra liggur fyrir hjá Umboðsmanni Alþingis. Kæran snýr að þeim 2000 tonnum sem bætt var í strandveiðipottinn seinasta sumar. Á grundvelli jafnræðisreglunnar vilja kvótaþegar meina að þeir hefðu átt að fá 38.000 tonn á móti. Ef veiðigjaldafrumvarpið hefur kennt okkur eitthvað þá er það að SFS hefur djúpa vasa og sparar engu til til að ná fram sínum markmiðum. Gaman væri að sjá lögfræðingareikninginn fyrir þessari kæru. Eftir stendur að SFS er með doktorsgráðu í að hræða líftóruna úr ráðherrum. Vandamálið er að það liggur fyrir álit frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið brjóti gegn jafnræðisreglunni sem og rétti Íslendinga til atvinnufrelsis og búsetufrelsis. Stjórnkerfið er fast í einhverju lögfræðilegu boxi sem er í mótsögn við sjálft sig Hvers vegna fær þá stórútgerðin alltaf að njóta vafans? Líklega vegna þess að hún getur dælt peningum í lögfræðinga, eitthvað sem við trillukarlar og konur höfum ekki aðgang að. Dómsúrskurður Hver er þá hinn seki? Dæmi hver fyrir sig, en kjörtímabilið er rétt að byrja. Fyrir mitt leiti ætla ég að geyma dóminn fram á vor. Vinnan sem hefst í haust á stóra frumvarpinu okkar, og lendingin á því, mun leiða sannleikann í ljós. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun