Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júlí 2025 22:16 Ísraelsmenn segja hættu á því að standi heimilin enn geti Hamasliðar notfært sér þau undir hryðjuverkastarfsemi seinna meir. AP Síðan vopnahléi Ísraels og Hamas lauk í mars síðastliðnum hefur Ísraelsher rifið niður heilu þorpin og hverfin ýmist með sprengingum, vinnuvélum eða hvoru tveggja. Þúsundir bygginga hafa verið jafnaðar við jörðu og sumar þeirra voru lítið sem ekkert skemmdar fyrir. Þetta er brot á Genfarsáttmálanum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska ríkisútvarpsins sem birtist í gær og varpar ljósi á skipulagt niðurrif Ísraelsmanna á heilu samfélögunum á Gasasvæðinu. Samhliða þessu hafa ísraelskir ráðamenn lýst fyrirætlunum sínum um að reisa svokallaða mannúðarborg á rústum Rafah-borgar. Til stendur að koma um 600 þúsund Palestínumönnum þar fyrir undir ströngu eftirliti og yfirráðum Ísraela. Þetta hefur víða verið fordæmt og innan sem utan Ísraels og „mannúðarborginni“ líkt við gettó nasista. Í umfjöllun ríkisútvarpsins breska eru tekin fyrir fjörutíu staðfest dæmi um skipulagt niðurrif á íbúðahúsnæði og innviðum þvert á Gasaströndinni en aðallega í Rafah-borg og Khan Younis. Blokkir, ráðhús og skólahús jöfnuð við jörðu af skipulögðum sprengingum. Heilu samfélögin jöfnuð við jörðu Tekið er dæmi Tel al-Sultan sem er, eða var, þéttbýlt hverfi Rafah-borgar. Í hverfinu var jafnframt eina mæðradeild sjúkrahúss í borginni. Líkt og meðfylgjandi gervihnattarmyndir sýna var eyðileggingin þar umfangsmikil í mars síðastliðnum. Seinni myndin var tekin í síðustu viku og þar sést að örfá hús standa enn. Í umfjölluninni er myndband einnig birt sem sýnir gröfumenn standa í ströngu við að rífa niður íbúðablokk. Gervihnattarmyndir varpa einnig ljósi á skipulagða eyðileggingu heilla bæja sem höfðu til þessa ekki orðið fyrir miklu tjóni af völdum loftárása eða átaka á jörðu niðri. Mæðradeildin er ein fárra bygginga sem enn standa.BBC Til dæmis í bænum Khuzaa skammt frá landamærum Palestínu og Ísraels. Ísraelsmenn hafa gefið út að þeir hafi þar rifið niður hátt í 1200 byggingar. Allar segja þeir þær vera „hryðjuverkainnviði.“ Sömu sögu er að segja af fleiri tugþúsundmannabyggðum víða á Gasasvæðinu. Myndbönd sem blaðamenn breska ríkisútvarpsins segjast hafa staðfest að séu tekin á Gasasvæðinu sýna niðurrif heilla þyrpinga af íbúðablokkum fleiri kílómetrum frá landamærunum. Eyðileggingin er skipulögð og nær óímyndunarleg.BBC Þegar þeir báru myndefnið undir forsvarsmenn ísraelska hersins barst þeim eftirfarandi svar: „Eins og hefur víða verið staðfest, fela Hamasliðar og önnur hryðjuverkasamtök hernaðarbúnað sinn á þéttbýlum svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa. Ísraelski herinn ber kennsl á hryðjuverkainnviði og eyðir þeim sem eru meðal annars staðsettir inni í byggingum á þessum svæðum.“ Bersýnilega brot á alþjóðalögum Samkvæmt sérfræðingum í alþjóðalögum sem breska ríkisútvarpið ræddi við við gerð umfjöllunarinnar brýtur framferði Ísraela bersýnilega í bága við Genfarsáttmálann sem kveður meðal annars á um skyldur hernámsaðila. Í umfjölluninni kemur jafnframt fram að á ísraelskum hópum á Facebook hafi á undanförnum mánuðum birst fleiri færslur þar sem auglýst er eftir verktökum til að taka á sig niðurrifsverkefni á Gasasvæðinu. Boðin eru góð laun og að jafnvel húsakostur. Einn verktaki sem fréttamenn breska ríkisútvarpsins ræddi við svaraði: „Farið til fjandans, þið og Gasa.“ Palestínumaður syrgir ungan son sinn sem ísraelski herinn drap í loftárás. Myndin var tekin 13. júlí í Gasaborg.AP Samkvæmt umfjöllun ísraelskra miðla átti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fund með þingmönnum ríkisstjórnarinnar þar sem hann sagði þeim meðal annars að til stæði að eyðileggja fleiri og fleiri heimili Palestínumanna til að þeir „ættu ekki í nein hús að venda.“ Síðan Ísraelar gerðu innrás sína á Gasasvæðið hafa þeir drepið hátt í sextíu þúsund manns þar af um sautján þúsund börn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Fyrirætlanir stjórnvalda í Ísrael um að safna íbúum Gasa saman í búðum á rústum Rafah-borgar hafa vakið deilur, bæði við samningaborðið og milli stjórnvalda og Ísraelshers. 15. júlí 2025 09:04 Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna „Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. 8. júlí 2025 13:26 Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Varnarmálaráðherra Ísrael, Israel Katz, segist hafa fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. 8. júlí 2025 07:48 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska ríkisútvarpsins sem birtist í gær og varpar ljósi á skipulagt niðurrif Ísraelsmanna á heilu samfélögunum á Gasasvæðinu. Samhliða þessu hafa ísraelskir ráðamenn lýst fyrirætlunum sínum um að reisa svokallaða mannúðarborg á rústum Rafah-borgar. Til stendur að koma um 600 þúsund Palestínumönnum þar fyrir undir ströngu eftirliti og yfirráðum Ísraela. Þetta hefur víða verið fordæmt og innan sem utan Ísraels og „mannúðarborginni“ líkt við gettó nasista. Í umfjöllun ríkisútvarpsins breska eru tekin fyrir fjörutíu staðfest dæmi um skipulagt niðurrif á íbúðahúsnæði og innviðum þvert á Gasaströndinni en aðallega í Rafah-borg og Khan Younis. Blokkir, ráðhús og skólahús jöfnuð við jörðu af skipulögðum sprengingum. Heilu samfélögin jöfnuð við jörðu Tekið er dæmi Tel al-Sultan sem er, eða var, þéttbýlt hverfi Rafah-borgar. Í hverfinu var jafnframt eina mæðradeild sjúkrahúss í borginni. Líkt og meðfylgjandi gervihnattarmyndir sýna var eyðileggingin þar umfangsmikil í mars síðastliðnum. Seinni myndin var tekin í síðustu viku og þar sést að örfá hús standa enn. Í umfjölluninni er myndband einnig birt sem sýnir gröfumenn standa í ströngu við að rífa niður íbúðablokk. Gervihnattarmyndir varpa einnig ljósi á skipulagða eyðileggingu heilla bæja sem höfðu til þessa ekki orðið fyrir miklu tjóni af völdum loftárása eða átaka á jörðu niðri. Mæðradeildin er ein fárra bygginga sem enn standa.BBC Til dæmis í bænum Khuzaa skammt frá landamærum Palestínu og Ísraels. Ísraelsmenn hafa gefið út að þeir hafi þar rifið niður hátt í 1200 byggingar. Allar segja þeir þær vera „hryðjuverkainnviði.“ Sömu sögu er að segja af fleiri tugþúsundmannabyggðum víða á Gasasvæðinu. Myndbönd sem blaðamenn breska ríkisútvarpsins segjast hafa staðfest að séu tekin á Gasasvæðinu sýna niðurrif heilla þyrpinga af íbúðablokkum fleiri kílómetrum frá landamærunum. Eyðileggingin er skipulögð og nær óímyndunarleg.BBC Þegar þeir báru myndefnið undir forsvarsmenn ísraelska hersins barst þeim eftirfarandi svar: „Eins og hefur víða verið staðfest, fela Hamasliðar og önnur hryðjuverkasamtök hernaðarbúnað sinn á þéttbýlum svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa. Ísraelski herinn ber kennsl á hryðjuverkainnviði og eyðir þeim sem eru meðal annars staðsettir inni í byggingum á þessum svæðum.“ Bersýnilega brot á alþjóðalögum Samkvæmt sérfræðingum í alþjóðalögum sem breska ríkisútvarpið ræddi við við gerð umfjöllunarinnar brýtur framferði Ísraela bersýnilega í bága við Genfarsáttmálann sem kveður meðal annars á um skyldur hernámsaðila. Í umfjölluninni kemur jafnframt fram að á ísraelskum hópum á Facebook hafi á undanförnum mánuðum birst fleiri færslur þar sem auglýst er eftir verktökum til að taka á sig niðurrifsverkefni á Gasasvæðinu. Boðin eru góð laun og að jafnvel húsakostur. Einn verktaki sem fréttamenn breska ríkisútvarpsins ræddi við svaraði: „Farið til fjandans, þið og Gasa.“ Palestínumaður syrgir ungan son sinn sem ísraelski herinn drap í loftárás. Myndin var tekin 13. júlí í Gasaborg.AP Samkvæmt umfjöllun ísraelskra miðla átti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fund með þingmönnum ríkisstjórnarinnar þar sem hann sagði þeim meðal annars að til stæði að eyðileggja fleiri og fleiri heimili Palestínumanna til að þeir „ættu ekki í nein hús að venda.“ Síðan Ísraelar gerðu innrás sína á Gasasvæðið hafa þeir drepið hátt í sextíu þúsund manns þar af um sautján þúsund börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Fyrirætlanir stjórnvalda í Ísrael um að safna íbúum Gasa saman í búðum á rústum Rafah-borgar hafa vakið deilur, bæði við samningaborðið og milli stjórnvalda og Ísraelshers. 15. júlí 2025 09:04 Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna „Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. 8. júlí 2025 13:26 Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Varnarmálaráðherra Ísrael, Israel Katz, segist hafa fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. 8. júlí 2025 07:48 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Fyrirætlanir stjórnvalda í Ísrael um að safna íbúum Gasa saman í búðum á rústum Rafah-borgar hafa vakið deilur, bæði við samningaborðið og milli stjórnvalda og Ísraelshers. 15. júlí 2025 09:04
Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna „Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. 8. júlí 2025 13:26
Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Varnarmálaráðherra Ísrael, Israel Katz, segist hafa fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. 8. júlí 2025 07:48
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent