Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar 18. júlí 2025 19:00 Þjórsá er eitt verðmætasta vatnshlot landsins, með líffræðilegri fjölbreytni, menningarsögulegu gildi og náttúrulegu jafnvægi sem hefur mótað landslag og vistkerfi í árhundruð. En með fyrirhuguðum framkvæmdum Hvammsvirkjunar stendur hún frammi fyrir djúpstæðu inngripi sem getur raskað þessu jafnvægi varanlega. Áformað er að reisa stíflu rétt ofan við Viðey, þar sem næstum allt vatn árinnar verður leitt í jarðgöng langt frá upprunalegum farvegi. Í stað þess að halda eðlilegu rennsli, um 350 m³ á sekúndu, verða eftir einungis 20 m³/s, sem er langt undir því sem þarf til að viðhalda virku vistkerfi og fiskgengd í farveginum niður að Ölmóðsey. Slík inngrip stangast á við lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011, sem Ísland innleiddi í gegnum aðild sína að EES og sem byggja á vatnatilskipun Evrópusambandsins (2000/60/EB). Þau kveða á um vernd vatnshlota og að tryggt sé að náttúrulegt ástand þeirra haldist gott, nema með skýrum undantekningum og í samráði við almenning. Andrés Skúlason Þegar Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í janúar 2025 var það viðurkenning á því að Umhverfisstofnun hafði veitt heimild til verulegrar breytingar á vatnshloti án nægilegrar lagaheimildar. Með því að beina vatni í rör og skilja eftir nánast þurran farveg væri verið að raska vistkerfi Þjórsár með varanlegum hætti og það jafnvel án samráðs við almenning eins og tilskipunin kveður á um. Á vetrum gæti farvegurinn botnfrosið og íshröngl safnast upp. Fiskgengd stöðvast, lífríki hrörnar og náttúrulegt ástand Þjórsár verður einungis skuggi af því sem áður var. Þetta er ekki bara tæknilegt orkumál — heldur siðferðilegt og evrópskt álitamál. Þjóð sem sækist eftir traustum umhverfisverndarsamningi og virðingu fyrir náttúru á ekki að beita undanþágum til að sniðganga löggjöf sem hún sjálf samþykkti. Þjórsá á ekki að verða tilraunaverkefni í hagkvæmni, hún á skilið vernd, virðingu og framtíðarsýn. Höfundur er vélvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Þjórsá er eitt verðmætasta vatnshlot landsins, með líffræðilegri fjölbreytni, menningarsögulegu gildi og náttúrulegu jafnvægi sem hefur mótað landslag og vistkerfi í árhundruð. En með fyrirhuguðum framkvæmdum Hvammsvirkjunar stendur hún frammi fyrir djúpstæðu inngripi sem getur raskað þessu jafnvægi varanlega. Áformað er að reisa stíflu rétt ofan við Viðey, þar sem næstum allt vatn árinnar verður leitt í jarðgöng langt frá upprunalegum farvegi. Í stað þess að halda eðlilegu rennsli, um 350 m³ á sekúndu, verða eftir einungis 20 m³/s, sem er langt undir því sem þarf til að viðhalda virku vistkerfi og fiskgengd í farveginum niður að Ölmóðsey. Slík inngrip stangast á við lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011, sem Ísland innleiddi í gegnum aðild sína að EES og sem byggja á vatnatilskipun Evrópusambandsins (2000/60/EB). Þau kveða á um vernd vatnshlota og að tryggt sé að náttúrulegt ástand þeirra haldist gott, nema með skýrum undantekningum og í samráði við almenning. Andrés Skúlason Þegar Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í janúar 2025 var það viðurkenning á því að Umhverfisstofnun hafði veitt heimild til verulegrar breytingar á vatnshloti án nægilegrar lagaheimildar. Með því að beina vatni í rör og skilja eftir nánast þurran farveg væri verið að raska vistkerfi Þjórsár með varanlegum hætti og það jafnvel án samráðs við almenning eins og tilskipunin kveður á um. Á vetrum gæti farvegurinn botnfrosið og íshröngl safnast upp. Fiskgengd stöðvast, lífríki hrörnar og náttúrulegt ástand Þjórsár verður einungis skuggi af því sem áður var. Þetta er ekki bara tæknilegt orkumál — heldur siðferðilegt og evrópskt álitamál. Þjóð sem sækist eftir traustum umhverfisverndarsamningi og virðingu fyrir náttúru á ekki að beita undanþágum til að sniðganga löggjöf sem hún sjálf samþykkti. Þjórsá á ekki að verða tilraunaverkefni í hagkvæmni, hún á skilið vernd, virðingu og framtíðarsýn. Höfundur er vélvirkjameistari.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun