48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar 17. júlí 2025 17:00 Með forsetaúrskurði með undirrituðum af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa strandveiðar verið færðar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu yfir til Innviðaráðuneytisins. Flokkur fólksins, sem nú fer með það ráðuneyti, er undir bráðri pólitískri kröfu um að standa við kosningaloforð sitt um 48 daga strandveiðar smábáta. En nú stendur svo á að strandveiðakvótinn er þegar búinn. Til að uppfylla loforðið þarf að finna aflahlutdeild einhvers staðar og það er ekki unnt nema með lagastoð. Ef innviðaráðherra ætlar að gefa út reglugerð sem heimilar smábátum að hefja veiðar að nýju, án lagaheimildar eða nýrrar úthlutunar á kvóta, þá væri um að ræða stjórnvaldsákvörðun í blóra við lög. Lögbrot sem bíður framkvæmdar Samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða má ráðherra ekki úthluta aflaheimildum eftir hentugleika. Allar ákvarðanir verða að byggja á lögum, rökstuddri stjórnsýslu og úthlutun innan þeirrar 5,3% aflahlutdeildar sem úthlutunin hvílir á. Ef ráðherra gengur fram með reglugerð sem krefjast afla sem ekki er til brýtur hann lög. Það er ekki flókið. En þar með er málið ekki útrætt. Fiskistofa í gildru ábyrgðar Ef Fiskistofa, framfylgir slíkri stjórnsýslu, með því að opna fyrir veiðar eða skrá afrakstur þeirra heimilan, þá verður hún samábyrg. Starfsmenn stofnunarinnar gætu þurft að svara fyrir ólögmæta stjórnsýslu, ef kæra eða lögfræðilegt álit leiddi í ljós að úthlutunin væri andstæð lögum. Því má spyrja, hvort stjórnarliðar ætlist til þess að heil ríkisstofnun brjóti lög til þess eins að bjarga pólitísku loforði eins ráðherra? Forsætisráðherra getur ekki flúið ábyrgð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra leiðir þá stjórnsýslu sem færði málaflokkinn yfir til Innviðaráðuneytis. Hún undirritaði breytingu á forsetaúrskurði og færði þannig ábyrgðina yfir til Flokks fólksins án þess að tryggja lagaheimildir, útfærslu eða kvóta. Það er ekki trúverðugt né stjórnskipulega ásættanlegt að forsætisráðherra haldi því fram að þessi vandi snerti ekki hana sjálfa. Hún ber fulla ábyrgð á því að setja ráðherra Flokks fólksins í stöðu þar sem aðeins eru tveir kostir: svíkja loforð eða brjóta lög. Niðurstaðan: Vitleysa sem kostar Ef Innviðaráðherra gefur út reglugerð sem heimilar frekari veiðar smábáta, án nýrrar kvótaúthlutunar, þá er það skýrt lögbrot. Ef Fiskistofa fylgir slíkri ákvörðun eftir verður hún dregin inn í ólögmæta framkvæmd. Sá forsætisráðherra, sem leiddi og samþykkti þessa tilfærslu án lagalegrar heimildar, ber ábyrgð á öllu saman. Það væri mikil skömm ef strandveiðibátarnir, sem eiga skilið að búa við trausta og réttláta fiskveiðistjórnun, yrðu leiksoppar í slíku stjórnarfari. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Strandveiðar Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Með forsetaúrskurði með undirrituðum af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa strandveiðar verið færðar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu yfir til Innviðaráðuneytisins. Flokkur fólksins, sem nú fer með það ráðuneyti, er undir bráðri pólitískri kröfu um að standa við kosningaloforð sitt um 48 daga strandveiðar smábáta. En nú stendur svo á að strandveiðakvótinn er þegar búinn. Til að uppfylla loforðið þarf að finna aflahlutdeild einhvers staðar og það er ekki unnt nema með lagastoð. Ef innviðaráðherra ætlar að gefa út reglugerð sem heimilar smábátum að hefja veiðar að nýju, án lagaheimildar eða nýrrar úthlutunar á kvóta, þá væri um að ræða stjórnvaldsákvörðun í blóra við lög. Lögbrot sem bíður framkvæmdar Samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða má ráðherra ekki úthluta aflaheimildum eftir hentugleika. Allar ákvarðanir verða að byggja á lögum, rökstuddri stjórnsýslu og úthlutun innan þeirrar 5,3% aflahlutdeildar sem úthlutunin hvílir á. Ef ráðherra gengur fram með reglugerð sem krefjast afla sem ekki er til brýtur hann lög. Það er ekki flókið. En þar með er málið ekki útrætt. Fiskistofa í gildru ábyrgðar Ef Fiskistofa, framfylgir slíkri stjórnsýslu, með því að opna fyrir veiðar eða skrá afrakstur þeirra heimilan, þá verður hún samábyrg. Starfsmenn stofnunarinnar gætu þurft að svara fyrir ólögmæta stjórnsýslu, ef kæra eða lögfræðilegt álit leiddi í ljós að úthlutunin væri andstæð lögum. Því má spyrja, hvort stjórnarliðar ætlist til þess að heil ríkisstofnun brjóti lög til þess eins að bjarga pólitísku loforði eins ráðherra? Forsætisráðherra getur ekki flúið ábyrgð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra leiðir þá stjórnsýslu sem færði málaflokkinn yfir til Innviðaráðuneytis. Hún undirritaði breytingu á forsetaúrskurði og færði þannig ábyrgðina yfir til Flokks fólksins án þess að tryggja lagaheimildir, útfærslu eða kvóta. Það er ekki trúverðugt né stjórnskipulega ásættanlegt að forsætisráðherra haldi því fram að þessi vandi snerti ekki hana sjálfa. Hún ber fulla ábyrgð á því að setja ráðherra Flokks fólksins í stöðu þar sem aðeins eru tveir kostir: svíkja loforð eða brjóta lög. Niðurstaðan: Vitleysa sem kostar Ef Innviðaráðherra gefur út reglugerð sem heimilar frekari veiðar smábáta, án nýrrar kvótaúthlutunar, þá er það skýrt lögbrot. Ef Fiskistofa fylgir slíkri ákvörðun eftir verður hún dregin inn í ólögmæta framkvæmd. Sá forsætisráðherra, sem leiddi og samþykkti þessa tilfærslu án lagalegrar heimildar, ber ábyrgð á öllu saman. Það væri mikil skömm ef strandveiðibátarnir, sem eiga skilið að búa við trausta og réttláta fiskveiðistjórnun, yrðu leiksoppar í slíku stjórnarfari. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun