48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar 17. júlí 2025 17:00 Með forsetaúrskurði með undirrituðum af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa strandveiðar verið færðar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu yfir til Innviðaráðuneytisins. Flokkur fólksins, sem nú fer með það ráðuneyti, er undir bráðri pólitískri kröfu um að standa við kosningaloforð sitt um 48 daga strandveiðar smábáta. En nú stendur svo á að strandveiðakvótinn er þegar búinn. Til að uppfylla loforðið þarf að finna aflahlutdeild einhvers staðar og það er ekki unnt nema með lagastoð. Ef innviðaráðherra ætlar að gefa út reglugerð sem heimilar smábátum að hefja veiðar að nýju, án lagaheimildar eða nýrrar úthlutunar á kvóta, þá væri um að ræða stjórnvaldsákvörðun í blóra við lög. Lögbrot sem bíður framkvæmdar Samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða má ráðherra ekki úthluta aflaheimildum eftir hentugleika. Allar ákvarðanir verða að byggja á lögum, rökstuddri stjórnsýslu og úthlutun innan þeirrar 5,3% aflahlutdeildar sem úthlutunin hvílir á. Ef ráðherra gengur fram með reglugerð sem krefjast afla sem ekki er til brýtur hann lög. Það er ekki flókið. En þar með er málið ekki útrætt. Fiskistofa í gildru ábyrgðar Ef Fiskistofa, framfylgir slíkri stjórnsýslu, með því að opna fyrir veiðar eða skrá afrakstur þeirra heimilan, þá verður hún samábyrg. Starfsmenn stofnunarinnar gætu þurft að svara fyrir ólögmæta stjórnsýslu, ef kæra eða lögfræðilegt álit leiddi í ljós að úthlutunin væri andstæð lögum. Því má spyrja, hvort stjórnarliðar ætlist til þess að heil ríkisstofnun brjóti lög til þess eins að bjarga pólitísku loforði eins ráðherra? Forsætisráðherra getur ekki flúið ábyrgð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra leiðir þá stjórnsýslu sem færði málaflokkinn yfir til Innviðaráðuneytis. Hún undirritaði breytingu á forsetaúrskurði og færði þannig ábyrgðina yfir til Flokks fólksins án þess að tryggja lagaheimildir, útfærslu eða kvóta. Það er ekki trúverðugt né stjórnskipulega ásættanlegt að forsætisráðherra haldi því fram að þessi vandi snerti ekki hana sjálfa. Hún ber fulla ábyrgð á því að setja ráðherra Flokks fólksins í stöðu þar sem aðeins eru tveir kostir: svíkja loforð eða brjóta lög. Niðurstaðan: Vitleysa sem kostar Ef Innviðaráðherra gefur út reglugerð sem heimilar frekari veiðar smábáta, án nýrrar kvótaúthlutunar, þá er það skýrt lögbrot. Ef Fiskistofa fylgir slíkri ákvörðun eftir verður hún dregin inn í ólögmæta framkvæmd. Sá forsætisráðherra, sem leiddi og samþykkti þessa tilfærslu án lagalegrar heimildar, ber ábyrgð á öllu saman. Það væri mikil skömm ef strandveiðibátarnir, sem eiga skilið að búa við trausta og réttláta fiskveiðistjórnun, yrðu leiksoppar í slíku stjórnarfari. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Strandveiðar Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Með forsetaúrskurði með undirrituðum af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa strandveiðar verið færðar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu yfir til Innviðaráðuneytisins. Flokkur fólksins, sem nú fer með það ráðuneyti, er undir bráðri pólitískri kröfu um að standa við kosningaloforð sitt um 48 daga strandveiðar smábáta. En nú stendur svo á að strandveiðakvótinn er þegar búinn. Til að uppfylla loforðið þarf að finna aflahlutdeild einhvers staðar og það er ekki unnt nema með lagastoð. Ef innviðaráðherra ætlar að gefa út reglugerð sem heimilar smábátum að hefja veiðar að nýju, án lagaheimildar eða nýrrar úthlutunar á kvóta, þá væri um að ræða stjórnvaldsákvörðun í blóra við lög. Lögbrot sem bíður framkvæmdar Samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða má ráðherra ekki úthluta aflaheimildum eftir hentugleika. Allar ákvarðanir verða að byggja á lögum, rökstuddri stjórnsýslu og úthlutun innan þeirrar 5,3% aflahlutdeildar sem úthlutunin hvílir á. Ef ráðherra gengur fram með reglugerð sem krefjast afla sem ekki er til brýtur hann lög. Það er ekki flókið. En þar með er málið ekki útrætt. Fiskistofa í gildru ábyrgðar Ef Fiskistofa, framfylgir slíkri stjórnsýslu, með því að opna fyrir veiðar eða skrá afrakstur þeirra heimilan, þá verður hún samábyrg. Starfsmenn stofnunarinnar gætu þurft að svara fyrir ólögmæta stjórnsýslu, ef kæra eða lögfræðilegt álit leiddi í ljós að úthlutunin væri andstæð lögum. Því má spyrja, hvort stjórnarliðar ætlist til þess að heil ríkisstofnun brjóti lög til þess eins að bjarga pólitísku loforði eins ráðherra? Forsætisráðherra getur ekki flúið ábyrgð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra leiðir þá stjórnsýslu sem færði málaflokkinn yfir til Innviðaráðuneytis. Hún undirritaði breytingu á forsetaúrskurði og færði þannig ábyrgðina yfir til Flokks fólksins án þess að tryggja lagaheimildir, útfærslu eða kvóta. Það er ekki trúverðugt né stjórnskipulega ásættanlegt að forsætisráðherra haldi því fram að þessi vandi snerti ekki hana sjálfa. Hún ber fulla ábyrgð á því að setja ráðherra Flokks fólksins í stöðu þar sem aðeins eru tveir kostir: svíkja loforð eða brjóta lög. Niðurstaðan: Vitleysa sem kostar Ef Innviðaráðherra gefur út reglugerð sem heimilar frekari veiðar smábáta, án nýrrar kvótaúthlutunar, þá er það skýrt lögbrot. Ef Fiskistofa fylgir slíkri ákvörðun eftir verður hún dregin inn í ólögmæta framkvæmd. Sá forsætisráðherra, sem leiddi og samþykkti þessa tilfærslu án lagalegrar heimildar, ber ábyrgð á öllu saman. Það væri mikil skömm ef strandveiðibátarnir, sem eiga skilið að búa við trausta og réttláta fiskveiðistjórnun, yrðu leiksoppar í slíku stjórnarfari. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun