Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2025 13:41 Karlotta hljóp 511 kílómetra á einni viku. Facebook/Karlotta Ósk Óskarsdóttir Karlotta Ósk Óskarsdóttir lauk hinu svokallaða Gotlandshlaupi, sem telur 511 kílómetra, í Svíþjóð á laugardaginn. Hún segist enn eiga í erfiðleikum með svefn eftir hlaupið, sem hún telur þó að styrki hlauparann. Hlaupinu lauk hún á sjö dögum, þrettán klukkutímum og tíu mínútum. Karlotta er fyrsta íslenska konan til að ljúka yfir fimm hundruð kílómetra hlaupi og annar Íslendingurinn svo vitað sé. Höskuldur Kristvinsson hlaupari hljóp yfir fimm hundruð kílómetra fyrir um áratug síðan. „Það er ennþá svolítið erfitt að sofa fyrir fótapirringi og verkjum,“ segir Karlotta en hún ræddi hlaupið í Bítinu í morgun. Snýst um að fá húfuna Hún rekur aðdragandann að hlaupinu í samtali við þáttastjórnendur, en allt hófst þetta þegar hún uppgötvaði Félag 100 kílómetra hlaupara á Íslandi. Félagar sem hlaupa yfir hundrað kílómetra í viðurkenndu hlaupi fá gefins húfu frá félaginu þar sem á stendur hve langa vegalengd viðkomandi hefur hlaupið. Húfurnar eru veittar við sérstaka athöfn. Húfurnar sem félagar í Félagi 100 kílómetra hlaupara fá þegar þeir ljúka viðkomandi hlaupi.100km.is „Síðasta húfan er fimm hundruð kílómetra húfa og ég varð bara að klára stigann upp í það fyrst ég var byrjuð,“ segir Karlotta. Fyrr hafði hún hlaupið 322 kílómetra. Hún útskýrir að í Gotlandshlaupinu eru keppendur ekki með fylgdarlið þannig að hver hlaupari hleypur með allt sem hann þarf á bakinu. Á hundrað kílómetra fresti voru svefnstaðir þar sem keppendur gátu lagt sig og fengið sér orkubita. „Á þessum svefnstöðum reyndi maður að ná þremur, fjórum klukkutímum, ef maður gat eitthvað sofið fyrir verkjum. Um leið og maður stoppar koma svo rosalegir verkir í lappirnar á manni, og hælana. Þetta er kvöl og pína nánast stanslaust.“ Sumir enn að hlaupa Þáttastjórnandi spyr þá hvort hlaup eins og þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir líkamann. „Ég veit það ekki, nú er ég enginn læknir. Ég get svo sem ekki sagt til um það en ég held samt ekki. Ég held að þetta styrki mann. Það segja alla vega hinir ultra hlaupararnir. Bobby Keough, sem við fóstruðum þarna í smá tíma því hann var ekki með úr og engan síma, algjörlega upp á okkur kominn, er búinn að fara í yfir tvö hundruð hundrað mílna hlaup og hann segir að þetta styrki mann bara.“ Karlotta hljóp sumsé ekki einsömul en kærastinn var með henni í för. „Þetta var hans fyrsta ultra-hlaup. Hann hefur aldrei farið í ultra-hlaup áður en hann er mjög sterkur hlaupari,“ segir Karlotta. Og þið eruð ennþá saman? „Já, þótt ótrúlegt megi virðast. Ég held það sé fátt sem reynir meira á sambandið en eitthvað svona,“ svarar Karlotta hlæjandi. Kærastinn lauk keppni eftir 322 kílómetra vegna meiðsla. Tuttugu og átta manns hófu hlaupið fyrir rúmri viku en í Bítinu sagði Karlotta nokkra hlaupara enn á leið í mark. Hlaup Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Þingmaður selur húsið Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Hlaupinu lauk hún á sjö dögum, þrettán klukkutímum og tíu mínútum. Karlotta er fyrsta íslenska konan til að ljúka yfir fimm hundruð kílómetra hlaupi og annar Íslendingurinn svo vitað sé. Höskuldur Kristvinsson hlaupari hljóp yfir fimm hundruð kílómetra fyrir um áratug síðan. „Það er ennþá svolítið erfitt að sofa fyrir fótapirringi og verkjum,“ segir Karlotta en hún ræddi hlaupið í Bítinu í morgun. Snýst um að fá húfuna Hún rekur aðdragandann að hlaupinu í samtali við þáttastjórnendur, en allt hófst þetta þegar hún uppgötvaði Félag 100 kílómetra hlaupara á Íslandi. Félagar sem hlaupa yfir hundrað kílómetra í viðurkenndu hlaupi fá gefins húfu frá félaginu þar sem á stendur hve langa vegalengd viðkomandi hefur hlaupið. Húfurnar eru veittar við sérstaka athöfn. Húfurnar sem félagar í Félagi 100 kílómetra hlaupara fá þegar þeir ljúka viðkomandi hlaupi.100km.is „Síðasta húfan er fimm hundruð kílómetra húfa og ég varð bara að klára stigann upp í það fyrst ég var byrjuð,“ segir Karlotta. Fyrr hafði hún hlaupið 322 kílómetra. Hún útskýrir að í Gotlandshlaupinu eru keppendur ekki með fylgdarlið þannig að hver hlaupari hleypur með allt sem hann þarf á bakinu. Á hundrað kílómetra fresti voru svefnstaðir þar sem keppendur gátu lagt sig og fengið sér orkubita. „Á þessum svefnstöðum reyndi maður að ná þremur, fjórum klukkutímum, ef maður gat eitthvað sofið fyrir verkjum. Um leið og maður stoppar koma svo rosalegir verkir í lappirnar á manni, og hælana. Þetta er kvöl og pína nánast stanslaust.“ Sumir enn að hlaupa Þáttastjórnandi spyr þá hvort hlaup eins og þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir líkamann. „Ég veit það ekki, nú er ég enginn læknir. Ég get svo sem ekki sagt til um það en ég held samt ekki. Ég held að þetta styrki mann. Það segja alla vega hinir ultra hlaupararnir. Bobby Keough, sem við fóstruðum þarna í smá tíma því hann var ekki með úr og engan síma, algjörlega upp á okkur kominn, er búinn að fara í yfir tvö hundruð hundrað mílna hlaup og hann segir að þetta styrki mann bara.“ Karlotta hljóp sumsé ekki einsömul en kærastinn var með henni í för. „Þetta var hans fyrsta ultra-hlaup. Hann hefur aldrei farið í ultra-hlaup áður en hann er mjög sterkur hlaupari,“ segir Karlotta. Og þið eruð ennþá saman? „Já, þótt ótrúlegt megi virðast. Ég held það sé fátt sem reynir meira á sambandið en eitthvað svona,“ svarar Karlotta hlæjandi. Kærastinn lauk keppni eftir 322 kílómetra vegna meiðsla. Tuttugu og átta manns hófu hlaupið fyrir rúmri viku en í Bítinu sagði Karlotta nokkra hlaupara enn á leið í mark.
Hlaup Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Þingmaður selur húsið Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira