Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2025 13:41 Karlotta hljóp 511 kílómetra á einni viku. Facebook/Karlotta Ósk Óskarsdóttir Karlotta Ósk Óskarsdóttir lauk hinu svokallaða Gotlandshlaupi, sem telur 511 kílómetra, í Svíþjóð á laugardaginn. Hún segist enn eiga í erfiðleikum með svefn eftir hlaupið, sem hún telur þó að styrki hlauparann. Hlaupinu lauk hún á sjö dögum, þrettán klukkutímum og tíu mínútum. Karlotta er fyrsta íslenska konan til að ljúka yfir fimm hundruð kílómetra hlaupi og annar Íslendingurinn svo vitað sé. Höskuldur Kristvinsson hlaupari hljóp yfir fimm hundruð kílómetra fyrir um áratug síðan. „Það er ennþá svolítið erfitt að sofa fyrir fótapirringi og verkjum,“ segir Karlotta en hún ræddi hlaupið í Bítinu í morgun. Snýst um að fá húfuna Hún rekur aðdragandann að hlaupinu í samtali við þáttastjórnendur, en allt hófst þetta þegar hún uppgötvaði Félag 100 kílómetra hlaupara á Íslandi. Félagar sem hlaupa yfir hundrað kílómetra í viðurkenndu hlaupi fá gefins húfu frá félaginu þar sem á stendur hve langa vegalengd viðkomandi hefur hlaupið. Húfurnar eru veittar við sérstaka athöfn. Húfurnar sem félagar í Félagi 100 kílómetra hlaupara fá þegar þeir ljúka viðkomandi hlaupi.100km.is „Síðasta húfan er fimm hundruð kílómetra húfa og ég varð bara að klára stigann upp í það fyrst ég var byrjuð,“ segir Karlotta. Fyrr hafði hún hlaupið 322 kílómetra. Hún útskýrir að í Gotlandshlaupinu eru keppendur ekki með fylgdarlið þannig að hver hlaupari hleypur með allt sem hann þarf á bakinu. Á hundrað kílómetra fresti voru svefnstaðir þar sem keppendur gátu lagt sig og fengið sér orkubita. „Á þessum svefnstöðum reyndi maður að ná þremur, fjórum klukkutímum, ef maður gat eitthvað sofið fyrir verkjum. Um leið og maður stoppar koma svo rosalegir verkir í lappirnar á manni, og hælana. Þetta er kvöl og pína nánast stanslaust.“ Sumir enn að hlaupa Þáttastjórnandi spyr þá hvort hlaup eins og þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir líkamann. „Ég veit það ekki, nú er ég enginn læknir. Ég get svo sem ekki sagt til um það en ég held samt ekki. Ég held að þetta styrki mann. Það segja alla vega hinir ultra hlaupararnir. Bobby Keough, sem við fóstruðum þarna í smá tíma því hann var ekki með úr og engan síma, algjörlega upp á okkur kominn, er búinn að fara í yfir tvö hundruð hundrað mílna hlaup og hann segir að þetta styrki mann bara.“ Karlotta hljóp sumsé ekki einsömul en kærastinn var með henni í för. „Þetta var hans fyrsta ultra-hlaup. Hann hefur aldrei farið í ultra-hlaup áður en hann er mjög sterkur hlaupari,“ segir Karlotta. Og þið eruð ennþá saman? „Já, þótt ótrúlegt megi virðast. Ég held það sé fátt sem reynir meira á sambandið en eitthvað svona,“ svarar Karlotta hlæjandi. Kærastinn lauk keppni eftir 322 kílómetra vegna meiðsla. Tuttugu og átta manns hófu hlaupið fyrir rúmri viku en í Bítinu sagði Karlotta nokkra hlaupara enn á leið í mark. Hlaup Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Hlaupinu lauk hún á sjö dögum, þrettán klukkutímum og tíu mínútum. Karlotta er fyrsta íslenska konan til að ljúka yfir fimm hundruð kílómetra hlaupi og annar Íslendingurinn svo vitað sé. Höskuldur Kristvinsson hlaupari hljóp yfir fimm hundruð kílómetra fyrir um áratug síðan. „Það er ennþá svolítið erfitt að sofa fyrir fótapirringi og verkjum,“ segir Karlotta en hún ræddi hlaupið í Bítinu í morgun. Snýst um að fá húfuna Hún rekur aðdragandann að hlaupinu í samtali við þáttastjórnendur, en allt hófst þetta þegar hún uppgötvaði Félag 100 kílómetra hlaupara á Íslandi. Félagar sem hlaupa yfir hundrað kílómetra í viðurkenndu hlaupi fá gefins húfu frá félaginu þar sem á stendur hve langa vegalengd viðkomandi hefur hlaupið. Húfurnar eru veittar við sérstaka athöfn. Húfurnar sem félagar í Félagi 100 kílómetra hlaupara fá þegar þeir ljúka viðkomandi hlaupi.100km.is „Síðasta húfan er fimm hundruð kílómetra húfa og ég varð bara að klára stigann upp í það fyrst ég var byrjuð,“ segir Karlotta. Fyrr hafði hún hlaupið 322 kílómetra. Hún útskýrir að í Gotlandshlaupinu eru keppendur ekki með fylgdarlið þannig að hver hlaupari hleypur með allt sem hann þarf á bakinu. Á hundrað kílómetra fresti voru svefnstaðir þar sem keppendur gátu lagt sig og fengið sér orkubita. „Á þessum svefnstöðum reyndi maður að ná þremur, fjórum klukkutímum, ef maður gat eitthvað sofið fyrir verkjum. Um leið og maður stoppar koma svo rosalegir verkir í lappirnar á manni, og hælana. Þetta er kvöl og pína nánast stanslaust.“ Sumir enn að hlaupa Þáttastjórnandi spyr þá hvort hlaup eins og þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir líkamann. „Ég veit það ekki, nú er ég enginn læknir. Ég get svo sem ekki sagt til um það en ég held samt ekki. Ég held að þetta styrki mann. Það segja alla vega hinir ultra hlaupararnir. Bobby Keough, sem við fóstruðum þarna í smá tíma því hann var ekki með úr og engan síma, algjörlega upp á okkur kominn, er búinn að fara í yfir tvö hundruð hundrað mílna hlaup og hann segir að þetta styrki mann bara.“ Karlotta hljóp sumsé ekki einsömul en kærastinn var með henni í för. „Þetta var hans fyrsta ultra-hlaup. Hann hefur aldrei farið í ultra-hlaup áður en hann er mjög sterkur hlaupari,“ segir Karlotta. Og þið eruð ennþá saman? „Já, þótt ótrúlegt megi virðast. Ég held það sé fátt sem reynir meira á sambandið en eitthvað svona,“ svarar Karlotta hlæjandi. Kærastinn lauk keppni eftir 322 kílómetra vegna meiðsla. Tuttugu og átta manns hófu hlaupið fyrir rúmri viku en í Bítinu sagði Karlotta nokkra hlaupara enn á leið í mark.
Hlaup Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira