Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. júlí 2025 11:22 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að beiting margumrædds ákvæðis þingskaparlaga til þess að takmarka umræður um veiðigjaldafrumvarpið muni lita allt kjörtímabilið. Vísir/Anton brink Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur. Fyrsti þingfundur dagsins hófst klukkan tíu í morgun með þriðju umræðu um veiðigjöld. Þar tóku einungis formenn stjórnarandstöðuflokka til máls fyrir utan þingflokksformann Miðflokksins sem mælti fyrir breytingartillögu á veiðigjaldafrumvarpinu. Þung orð voru látin falla og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði ríkisstjórnina um þöggunartilburði. „Það sem hér hefur átt sér stað er ekki lengur umræða. Þetta er sviðsetning, leikrit sem sett var upp af ríkisstjórn sem hafði í hyggju að þröngva í gegn eigin niðurstöðu frá upphafi. Af þeim sökum hefur Sjálfstæðisflokkurinn lokið máli sínu,“ sagði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Ívar Fannar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, sagði að ákvörðunin um að beita þingskaparlögum til að takmarka umræður um veiðigjaldafrumvarpið muni hafa ófyrirséðar afleiðingar. „Þar sem málfrelsi okkar í Framsókn hefur nú verið skert, þaggað niður í okkur, höfum við í Framsókn engu við að bæta. Ofríki, óbilgirni og drambsemi eru ekki heppilegir meðreiðarsveinar.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.vísir Við svipaðan tón kvað hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, sem boðar erfitt kjörtímabil. „Þingstörf verða ekki söm eftir þetta mál og hvernig komið var hér fram gagnvart Alþingi þegar þaggað var niður í háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðu frekar en að svara þeim,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þegar öllu verður á botninn hvolft, að þá mun þetta mál og hvernig á því var haldið á Alþingi verða þessari ríkisstjórn að falli.“ Fjórir þingfundir eru á dagskrá til þess að koma að umræðum og atkvæðagreiðslum um veiðigjöld, fjármálaáætlun, jöfnunarsjóð og tillögu allsherjarnefndar um veitingu ríkisborgararéttar, líkt og samið var um. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonar að þingstörfin gangi betur næsta vetur.Vísir/Ívar Fannar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust í þeim málum sem sitja eftir. Hún skilur við þingveturinn með blendnar tilfinningar; sumt hafi gengið vel en annað ekki. „Ég vona að við náum að starfa betur saman næsta vetur og hygg að allir þingmenn hafi metnað til þess.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira
Fyrsti þingfundur dagsins hófst klukkan tíu í morgun með þriðju umræðu um veiðigjöld. Þar tóku einungis formenn stjórnarandstöðuflokka til máls fyrir utan þingflokksformann Miðflokksins sem mælti fyrir breytingartillögu á veiðigjaldafrumvarpinu. Þung orð voru látin falla og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði ríkisstjórnina um þöggunartilburði. „Það sem hér hefur átt sér stað er ekki lengur umræða. Þetta er sviðsetning, leikrit sem sett var upp af ríkisstjórn sem hafði í hyggju að þröngva í gegn eigin niðurstöðu frá upphafi. Af þeim sökum hefur Sjálfstæðisflokkurinn lokið máli sínu,“ sagði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Ívar Fannar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, sagði að ákvörðunin um að beita þingskaparlögum til að takmarka umræður um veiðigjaldafrumvarpið muni hafa ófyrirséðar afleiðingar. „Þar sem málfrelsi okkar í Framsókn hefur nú verið skert, þaggað niður í okkur, höfum við í Framsókn engu við að bæta. Ofríki, óbilgirni og drambsemi eru ekki heppilegir meðreiðarsveinar.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.vísir Við svipaðan tón kvað hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, sem boðar erfitt kjörtímabil. „Þingstörf verða ekki söm eftir þetta mál og hvernig komið var hér fram gagnvart Alþingi þegar þaggað var niður í háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðu frekar en að svara þeim,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þegar öllu verður á botninn hvolft, að þá mun þetta mál og hvernig á því var haldið á Alþingi verða þessari ríkisstjórn að falli.“ Fjórir þingfundir eru á dagskrá til þess að koma að umræðum og atkvæðagreiðslum um veiðigjöld, fjármálaáætlun, jöfnunarsjóð og tillögu allsherjarnefndar um veitingu ríkisborgararéttar, líkt og samið var um. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonar að þingstörfin gangi betur næsta vetur.Vísir/Ívar Fannar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust í þeim málum sem sitja eftir. Hún skilur við þingveturinn með blendnar tilfinningar; sumt hafi gengið vel en annað ekki. „Ég vona að við náum að starfa betur saman næsta vetur og hygg að allir þingmenn hafi metnað til þess.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira