Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Lovísa Arnardóttir og Auðun Georg Ólafsson skrifa 11. júlí 2025 14:52 Lögreglan á Suðurnesjum og Tollgæslan ræddu við fólk á leið til landsins sem þau töldu möguleg fórnarlömb mansals. Vísir/Vilhelm Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu. Lögregla fann í aðgerðunum 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti var seldur í vændi. Meirihluti var frá Rúmeníu en þolendur voru einnig frá Kólumbíu, Paragvæ, Malasíu, Bretlandi, Portúgal, Kína, Nígeríu og Gana. Fóru á heimili og ræddu við fólk á leið til landsins Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi stýrði aðgerðum lögreglu á Íslandi. Hann segir að um tuttugu lögreglu- og tollgæslumenn hafi tekið þátt í aðgerðunum sem fóru fram 1. til 6. júní. Lögreglan fór á þriðja tug staða eða heimila og framkvæmdi handahófskennda athugun á Keflavíkurflugvelli á 250 manna úrtaki sem var að koma til Íslands. „Það var farið í greiningarvinnu og skoðað hver gætu verið möguleg fórnarlömb mansals og þau könnuð.“ Hvað varðar heimsóknir skoðaði lögreglan heimilisföng í auglýsingum og heimsóttu þau. „Við förum bara og mælum okkur mót við vændiskonur, ræðum við þær og bjóðum fram aðstoð ef þær vilja aðstoð frá lögreglu. Ef þær þiggja aðstoðina þá eru þær sendar í Bjarkarhlíð.“ Lögreglan tók þátt í sams konar verkefni í fyrra. Gunnar segir tölurnar sambærilegar en fjöldann þó aðeins meiri í ár. „Það voru 32 vændiskonur heimsóttar í fyrra þannig að það er aðeins aukning núna. Þetta hefur verið svipaður fjöldi síðustu ár eftir að merkjanlegur fjöldi vændiskvenna jókst verulega í Reykjavík 2023.“ Fimmtíu starfandi í Reykjavík Hann segir miðað við þessa rannsókn geri lögreglan ráð fyrir að um fimmtíu konur séu starfandi við vændi á hverjum tíma í Reykjavík. Hvar eru þessi vændishús, eru þau út um alla borg? „Já, það má segja það en þetta er helst í kringum miðbæinn. Þegar við fórum í þessar aðgerðarviku voru 460 virkar auglýsingar á einni netsíðu en svo eru samfélagsmiðlar notaðir líka,“ segir Gunnar og að til skoðunar hafi verið hótelherbergi og herbergi sem hafi verið til leigu á Air-Bnb. Þekkt sé að konurnar færi sig á milli staða til að forðast afskipti yfirvalda. „Það er grunur um að þessar vændiskonur séu undir hælnum á skipuðum glæpasamtökum. Þó þær neiti fyrir það þegar við hittum þær í fyrsta skipti. Það er þekkt í þessum málum að það þarf að byggja upp traust til að fá einstaklinga til að tala við okkur. Fólk er ekki tilbúið til að tala strax.“ Hræddar við að þiggja aðstoð Gunnar segir konurnar margar ekki hafa viljað þiggja aðstoð. „Þær voru ekki mjög viljugar til að þiggja aðstoð, hvað veldur því er erfitt að segja til um hvort það sé hræðsla eða annað. Það var ein sem þáði aðstoð en bakkaði síðan út úr því.“ Hann segir þetta erfið málað rannsaka því það sé erfitt að sanna þau. Lögreglunni skorti mannafla til að geta skoðað einnig þá sem eru að kaupa vændi. Í þessum aðgerðum hafi markmiðið verið að reyna að komast að því hversu margar konur selji vændi á Íslandi og séu þolendur mansals. Hann segir erfiðara að nálgast þær þegar lögreglan handtekur kaupendur. „Hugmyndin er að bjóða þeim aðstoð ef þær vilja þiggja hana.“ Lögreglumál Mansal Vændi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Suðurnesjabær Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Lögregla fann í aðgerðunum 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti var seldur í vændi. Meirihluti var frá Rúmeníu en þolendur voru einnig frá Kólumbíu, Paragvæ, Malasíu, Bretlandi, Portúgal, Kína, Nígeríu og Gana. Fóru á heimili og ræddu við fólk á leið til landsins Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi stýrði aðgerðum lögreglu á Íslandi. Hann segir að um tuttugu lögreglu- og tollgæslumenn hafi tekið þátt í aðgerðunum sem fóru fram 1. til 6. júní. Lögreglan fór á þriðja tug staða eða heimila og framkvæmdi handahófskennda athugun á Keflavíkurflugvelli á 250 manna úrtaki sem var að koma til Íslands. „Það var farið í greiningarvinnu og skoðað hver gætu verið möguleg fórnarlömb mansals og þau könnuð.“ Hvað varðar heimsóknir skoðaði lögreglan heimilisföng í auglýsingum og heimsóttu þau. „Við förum bara og mælum okkur mót við vændiskonur, ræðum við þær og bjóðum fram aðstoð ef þær vilja aðstoð frá lögreglu. Ef þær þiggja aðstoðina þá eru þær sendar í Bjarkarhlíð.“ Lögreglan tók þátt í sams konar verkefni í fyrra. Gunnar segir tölurnar sambærilegar en fjöldann þó aðeins meiri í ár. „Það voru 32 vændiskonur heimsóttar í fyrra þannig að það er aðeins aukning núna. Þetta hefur verið svipaður fjöldi síðustu ár eftir að merkjanlegur fjöldi vændiskvenna jókst verulega í Reykjavík 2023.“ Fimmtíu starfandi í Reykjavík Hann segir miðað við þessa rannsókn geri lögreglan ráð fyrir að um fimmtíu konur séu starfandi við vændi á hverjum tíma í Reykjavík. Hvar eru þessi vændishús, eru þau út um alla borg? „Já, það má segja það en þetta er helst í kringum miðbæinn. Þegar við fórum í þessar aðgerðarviku voru 460 virkar auglýsingar á einni netsíðu en svo eru samfélagsmiðlar notaðir líka,“ segir Gunnar og að til skoðunar hafi verið hótelherbergi og herbergi sem hafi verið til leigu á Air-Bnb. Þekkt sé að konurnar færi sig á milli staða til að forðast afskipti yfirvalda. „Það er grunur um að þessar vændiskonur séu undir hælnum á skipuðum glæpasamtökum. Þó þær neiti fyrir það þegar við hittum þær í fyrsta skipti. Það er þekkt í þessum málum að það þarf að byggja upp traust til að fá einstaklinga til að tala við okkur. Fólk er ekki tilbúið til að tala strax.“ Hræddar við að þiggja aðstoð Gunnar segir konurnar margar ekki hafa viljað þiggja aðstoð. „Þær voru ekki mjög viljugar til að þiggja aðstoð, hvað veldur því er erfitt að segja til um hvort það sé hræðsla eða annað. Það var ein sem þáði aðstoð en bakkaði síðan út úr því.“ Hann segir þetta erfið málað rannsaka því það sé erfitt að sanna þau. Lögreglunni skorti mannafla til að geta skoðað einnig þá sem eru að kaupa vændi. Í þessum aðgerðum hafi markmiðið verið að reyna að komast að því hversu margar konur selji vændi á Íslandi og séu þolendur mansals. Hann segir erfiðara að nálgast þær þegar lögreglan handtekur kaupendur. „Hugmyndin er að bjóða þeim aðstoð ef þær vilja þiggja hana.“
Lögreglumál Mansal Vændi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Suðurnesjabær Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira