Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2025 12:40 Guðrún segir Kristrúnu munu fara í sögubækurnar. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að forsætisráðherra hafi í dag sett fordæmi sem muni eftir til vill koma í bakið á honum fyrr en síðar. „Forsætisráðherra mun koma til með að sjá eftir þessum degi.“ „Ísland er ekki átakaþjóð. Okkur er annt um náungann og við höfum löngum lagt okkur fram við að leysa ágreining með samtali. Við ræðum, rökræðum, en leitum jafnan eftir hófstilltum niðurstöðum. Þess vegna er það þyngra en tárum taki að horfa upp á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kollvarpa rótgrónum siðum og hefðum Alþingis, ekki vegna neyðar eða þjóðaröryggis, heldur vegna skattahækkana,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, í upphafi pistils á Facebook. Hún segir 71. grein þingskaparlaga, sem heimilar forseta að leggja til að umræðum um frumvarp sé hætt og það tekið til atkvæðagreiðslu, sé ekki kallað „kjarnorkuákvæði“ þingskaparlaga að ástæðulausu. „Það er neyðarúrræði og hefur einungis tvisvar verið beitt í lýðveldissögunni: Árið 1949 við inngöngu Íslands í NATO og árið 1959 þegar fjárlög voru í algjörum ógöngum. Aldrei síðan. Ekki í einu einasta máli sem hefur komið til kasta Alþingis.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti ákvæðinu í dag og meirihluti Alþingis féllst á tillögu hennar. Lýðræðið tekið úr sambandi vegna skattahækkunar Guðrún segir í dag að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hafi ákvæðið í dag að beita þessu ákvæði til að troða yfir þingræðið og þvinga í gegn umdeildu frumvarpi um hækkun veiðigjalda. Þannig hafi Kristrún markað sín spor í þingsöguna og sett fordæmi fyrir ríkisstjórnir framtíðarinnar um að taka lýðræðið úr sambandi með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“. „Ekki vegna þjóðarvár. Ekki vegna neyðarástands. Heldur vegna skattahækkunar.“ Kristrún átti sig ef til vill ekki á því í dag, en dagurinn verði skrifaður í sögubækurnar sem smánarblettur ríkisstjórnar hennar. Hún sé fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem mistakist að miðla málum á Alþingi. Það sé og verði hennar arfleifð, á hennar fyrsta þingi sem forsætisráðherra. „Henni kann að þykja þægilegt að þagga niður í andstæðingum sínum í dag. En þeir sem ryðja burt leikreglunum þurfa að vera tilbúnir að spila leikinn án þeirra sjálfir. Með fordæminu sem Kristrún setti í dag, fær hún ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar. Forsætisráðherra mun koma til með að sjá eftir þessum degi. Ef ríkisstjórn Kristrúnar er tilbúin að beita þessu ákvæði til þess að hækka skatta, hvernig mun hún þá beita ákvæðinu næst?“ Megi ekki heyra minnst á skatta án þess að vilja hækka þá Þá færir Guðrún sig yfir í almennari umræður um ríkisstjórn Kristrúnar. „Við höfum séð á fyrstu mánuðum þessarar ríkisstjórnar að hún megi ekki heyra á skatta minnst án þess að vilja hækka þá. Þau ætla að hækka skatta á 80 þúsund Íslendinga með því að þvinga sveitarfélög til þess að hafa útsvarið í botni. Það á að afnema samsköttun hjóna sem kemur verst út fyrir fjölskyldufólk. Þá á að hækka skatta á ferðaþjónustuna og allan almenning með upptöku kílómetragjalds. Og ekki nóg með það, þá á að skattleggja sjálft heita vatnið hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins. Vitleysan virðist ekki eiga sér nein takmörk.“ Áhrif skattastefnunnar muni koma fram. Á fjögurra ára kjörtímabili verði enginn óhultur. Allir muni komast að í röðinni. Á meðan ríkisstjórnin geri ráð fyrir nýjum skatttekjum án þess að taka á útgjaldavandanum, þá blasi svarið við, ríkisstjórnin muni sækja peningana í vasa skattgreiðenda með einum eða öðrum hætti, og ef marka megi daginn í dag, án umræðu. „En það er hægt að snúa þessari vegferð við. Því þó að ríkisstjórnin hafi kosið að beita valdi í stað umræðu, hroka í stað samráðs, þá mun Sjálfstæðisflokkurinn standa með fólkinu í landinu. Með lýðræðinu. Með skynseminni. Nú reynir á alla þá sem trúa því að Ísland eigi betra skilið.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segist harma ákvörðun forseta Alþingis að virkja svokallað „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til þess að stöðva umræður um frumvarp um hækkun veiðigjalda. „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ 11. júlí 2025 10:29 Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur lagt til að umræðum um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra verði hætt og gengið til atkvæða um málið. Þetta gerði Þórunn við upphaf þingfundar í morgun. 11. júlí 2025 09:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
„Ísland er ekki átakaþjóð. Okkur er annt um náungann og við höfum löngum lagt okkur fram við að leysa ágreining með samtali. Við ræðum, rökræðum, en leitum jafnan eftir hófstilltum niðurstöðum. Þess vegna er það þyngra en tárum taki að horfa upp á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kollvarpa rótgrónum siðum og hefðum Alþingis, ekki vegna neyðar eða þjóðaröryggis, heldur vegna skattahækkana,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, í upphafi pistils á Facebook. Hún segir 71. grein þingskaparlaga, sem heimilar forseta að leggja til að umræðum um frumvarp sé hætt og það tekið til atkvæðagreiðslu, sé ekki kallað „kjarnorkuákvæði“ þingskaparlaga að ástæðulausu. „Það er neyðarúrræði og hefur einungis tvisvar verið beitt í lýðveldissögunni: Árið 1949 við inngöngu Íslands í NATO og árið 1959 þegar fjárlög voru í algjörum ógöngum. Aldrei síðan. Ekki í einu einasta máli sem hefur komið til kasta Alþingis.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti ákvæðinu í dag og meirihluti Alþingis féllst á tillögu hennar. Lýðræðið tekið úr sambandi vegna skattahækkunar Guðrún segir í dag að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hafi ákvæðið í dag að beita þessu ákvæði til að troða yfir þingræðið og þvinga í gegn umdeildu frumvarpi um hækkun veiðigjalda. Þannig hafi Kristrún markað sín spor í þingsöguna og sett fordæmi fyrir ríkisstjórnir framtíðarinnar um að taka lýðræðið úr sambandi með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“. „Ekki vegna þjóðarvár. Ekki vegna neyðarástands. Heldur vegna skattahækkunar.“ Kristrún átti sig ef til vill ekki á því í dag, en dagurinn verði skrifaður í sögubækurnar sem smánarblettur ríkisstjórnar hennar. Hún sé fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem mistakist að miðla málum á Alþingi. Það sé og verði hennar arfleifð, á hennar fyrsta þingi sem forsætisráðherra. „Henni kann að þykja þægilegt að þagga niður í andstæðingum sínum í dag. En þeir sem ryðja burt leikreglunum þurfa að vera tilbúnir að spila leikinn án þeirra sjálfir. Með fordæminu sem Kristrún setti í dag, fær hún ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar. Forsætisráðherra mun koma til með að sjá eftir þessum degi. Ef ríkisstjórn Kristrúnar er tilbúin að beita þessu ákvæði til þess að hækka skatta, hvernig mun hún þá beita ákvæðinu næst?“ Megi ekki heyra minnst á skatta án þess að vilja hækka þá Þá færir Guðrún sig yfir í almennari umræður um ríkisstjórn Kristrúnar. „Við höfum séð á fyrstu mánuðum þessarar ríkisstjórnar að hún megi ekki heyra á skatta minnst án þess að vilja hækka þá. Þau ætla að hækka skatta á 80 þúsund Íslendinga með því að þvinga sveitarfélög til þess að hafa útsvarið í botni. Það á að afnema samsköttun hjóna sem kemur verst út fyrir fjölskyldufólk. Þá á að hækka skatta á ferðaþjónustuna og allan almenning með upptöku kílómetragjalds. Og ekki nóg með það, þá á að skattleggja sjálft heita vatnið hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins. Vitleysan virðist ekki eiga sér nein takmörk.“ Áhrif skattastefnunnar muni koma fram. Á fjögurra ára kjörtímabili verði enginn óhultur. Allir muni komast að í röðinni. Á meðan ríkisstjórnin geri ráð fyrir nýjum skatttekjum án þess að taka á útgjaldavandanum, þá blasi svarið við, ríkisstjórnin muni sækja peningana í vasa skattgreiðenda með einum eða öðrum hætti, og ef marka megi daginn í dag, án umræðu. „En það er hægt að snúa þessari vegferð við. Því þó að ríkisstjórnin hafi kosið að beita valdi í stað umræðu, hroka í stað samráðs, þá mun Sjálfstæðisflokkurinn standa með fólkinu í landinu. Með lýðræðinu. Með skynseminni. Nú reynir á alla þá sem trúa því að Ísland eigi betra skilið.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segist harma ákvörðun forseta Alþingis að virkja svokallað „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til þess að stöðva umræður um frumvarp um hækkun veiðigjalda. „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ 11. júlí 2025 10:29 Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur lagt til að umræðum um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra verði hætt og gengið til atkvæða um málið. Þetta gerði Þórunn við upphaf þingfundar í morgun. 11. júlí 2025 09:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
„Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segist harma ákvörðun forseta Alþingis að virkja svokallað „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til þess að stöðva umræður um frumvarp um hækkun veiðigjalda. „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ 11. júlí 2025 10:29
Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur lagt til að umræðum um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra verði hætt og gengið til atkvæða um málið. Þetta gerði Þórunn við upphaf þingfundar í morgun. 11. júlí 2025 09:48