Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júlí 2025 23:03 Foreldraþorpið hefur það að markmiði að efla eftirlit með sumarpartýum barna og þannig tryggja betur öryggi þeirra.. Samtök foreldra kalla eftir aukinni viðveru forráðamanna á hittingum ungmenna. Það sé mikilvægt að efla traust svo viðburðirnir séu öruggari fyrir þá sem mæta. Síðustu áratugi hefur það tíðkast að ungmenni á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri haldi partý utandyra á sumrin. Partýin eru oft þannig að hópur ákveður að hittast og hafa gaman, orðið spyrst út í gegnum samfélagsmiðla og á endanum er saman kominn hópur ungmenna úr öllum áttum, stundum mörg hundruð talsins. Dæmi eru um að ungmennin séu með áfengi við hönd. Samtökin Foreldraþorpið hófu nýlega átak vegna þessara hittinga, en þó alls ekki til að koma í veg fyrir þá. „Við erum að leggja áherslu á það að foreldrar séu meðvitaðir um hvar börnin þeirra eru og að þeir taki þátt í þessum hittingum. Líka foreldrafélög í framhaldsskólunum. Það hafa komið nýlega upp tilvik þar sem börnin eru sett í þá stöðu að vera til dæmis ofurölvi á þessum heitum reitum, og það er enginn til að aðstoða þau,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri forvarna í Norðurmiðstöð. Dæmi um heita reiti eru Elliðaárdalurinn og Guðmundarlundur. „Við þurfum að byggja upp eitthvað traust og vera í samtali við þau. Láta þau vita að við séum ekki þarna til að skemma fyrir þeim skemmtilega kvöldstund, heldur veita þeim ákveðið öryggi. Við þurfum ekkert að vera ofan í þeim. Við getum bara fengið okkur göngutúr um svæðið og verið til staðar,“ segir Bryndís Ýr Pétursdóttir, meðlimur Foreldraþorpsins. Ekki gefið að lögregla geti vaktað hittinga Lögregla reynir að fylgjast með þessum hittingum ásamt færanlegu félagsmiðstöðinni Flotanum, en það er ekki alltaf hægt. „Við fáum oft upplýsingar um þessa hittinga, að það sé stór hittingur í vændum. En svo fer það eftir mönnun og útkallsstöðu hvort við höfum yfir höfuð tök á því að vera á þessum hittingum. Þannig það er ekkert gefið mál að lögreglan verði með einhverskonar gæslu eða aðkomu að þessum hittingum,“ segir Unnar Þór Bjarnason, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sniðugt væri að rækta gott samband við önnur foreldri. „Auðvitað er erfitt þegar þau eru að byrja í menntaskóla. Maður hefur mjög fáar tengingar inn í foreldrahópinn, en það er mikilvægt að skapa þessar tengingar. Fáum að vita hvaða börn þetta eru, hvaða foreldrar eru í þessum hópi. Tengja okkur og vera í samtali. Það er líka bara miklu skemmtilegra,“ segir Bryndís Ýr. Börn og uppeldi Reykjavík Kópavogur Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Áfengi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Síðustu áratugi hefur það tíðkast að ungmenni á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri haldi partý utandyra á sumrin. Partýin eru oft þannig að hópur ákveður að hittast og hafa gaman, orðið spyrst út í gegnum samfélagsmiðla og á endanum er saman kominn hópur ungmenna úr öllum áttum, stundum mörg hundruð talsins. Dæmi eru um að ungmennin séu með áfengi við hönd. Samtökin Foreldraþorpið hófu nýlega átak vegna þessara hittinga, en þó alls ekki til að koma í veg fyrir þá. „Við erum að leggja áherslu á það að foreldrar séu meðvitaðir um hvar börnin þeirra eru og að þeir taki þátt í þessum hittingum. Líka foreldrafélög í framhaldsskólunum. Það hafa komið nýlega upp tilvik þar sem börnin eru sett í þá stöðu að vera til dæmis ofurölvi á þessum heitum reitum, og það er enginn til að aðstoða þau,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri forvarna í Norðurmiðstöð. Dæmi um heita reiti eru Elliðaárdalurinn og Guðmundarlundur. „Við þurfum að byggja upp eitthvað traust og vera í samtali við þau. Láta þau vita að við séum ekki þarna til að skemma fyrir þeim skemmtilega kvöldstund, heldur veita þeim ákveðið öryggi. Við þurfum ekkert að vera ofan í þeim. Við getum bara fengið okkur göngutúr um svæðið og verið til staðar,“ segir Bryndís Ýr Pétursdóttir, meðlimur Foreldraþorpsins. Ekki gefið að lögregla geti vaktað hittinga Lögregla reynir að fylgjast með þessum hittingum ásamt færanlegu félagsmiðstöðinni Flotanum, en það er ekki alltaf hægt. „Við fáum oft upplýsingar um þessa hittinga, að það sé stór hittingur í vændum. En svo fer það eftir mönnun og útkallsstöðu hvort við höfum yfir höfuð tök á því að vera á þessum hittingum. Þannig það er ekkert gefið mál að lögreglan verði með einhverskonar gæslu eða aðkomu að þessum hittingum,“ segir Unnar Þór Bjarnason, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sniðugt væri að rækta gott samband við önnur foreldri. „Auðvitað er erfitt þegar þau eru að byrja í menntaskóla. Maður hefur mjög fáar tengingar inn í foreldrahópinn, en það er mikilvægt að skapa þessar tengingar. Fáum að vita hvaða börn þetta eru, hvaða foreldrar eru í þessum hópi. Tengja okkur og vera í samtali. Það er líka bara miklu skemmtilegra,“ segir Bryndís Ýr.
Börn og uppeldi Reykjavík Kópavogur Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Áfengi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira