Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2025 11:22 Teikning af innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vill að við gerð svæðisskipulags Suðurnesja fyrir tímabilið 2024 til 2040 verði tekið jákvætt í tillögu starfshóps innviðaráðuneytis um að svæði í Hvassahrauni verði tekið frá undir framtíðarflugvallarstæði. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs síðastliðinn miðvikudag. Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, kynntu niðurstöðu starfshópsins þann 1. október síðastliðinn. Þar kom fram að starfshópurinn teldi að svæðið hentaði veðurfarslega undir flugvöll og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. Hölluðust Svandís og Einar bæði að því að haldið yrði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni. Frá kynningu á niðurstöðu starfshóps um Hvassahraunsflugvöll síðastliðið haust. Frá vinstri eru Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og til hægri er Daði Baldur Ottósson, verkefnisstjóri starfshóps um almenningssamgöngur.Vilhelm Gunnarsson Eftir að þessi niðurstaða var kynnt gerðist það í síðustu eldsumbrotum á Sundhnúksgígaröðinni í byrjun aprílmánaðar að kvikugangur var að mati sérfræðinga Veðurstofunnar talinn hafa náð langleiðina að Kúagerði og fyrirhuguðu flugvallarstæði í Hvassahrauni. Kvikugangurinn braut sér á endanum leið til yfirborðs mun sunnar á gossprungunni með litlu eldgosi í útjaðri Grindavíkur en fjallað var um þessa ógn í þessari frétt: Í drögum að nýju svæðisskipulagi fyrir Suðurnes er ekki tekin afstaða til Hvassahraunsflugvallar en vísað til þeirrar tillögu starfshóps innviðaráðuneytisins frá því síðastliðið haust að svæðið verði tekið frá undir flugvöll. „Svæðisskipulagsnefnd hefur ekki mótað sér afstöðu til slíkrar landnotkunar. Í kynningu þessarar vinnslutillögu er sérstaklega óskað eftir athugasemdum við þá landnotkun eins og hún er kynnt og rökstudd í skýrslunni. Þær hugmyndir eru ekki reifaðar frekar hér heldur vísar nefndin í skýrslu starfshóps innviðaráðuneytisins,“ segir í greinargerð svæðisskipulagsnefndar. Kvikugangurinn sem myndaðist í byrjun aprílmánaðar náði langleiðina að fyrirhuguðu flugvallarstæði í Hvassahrauni, miðað við þá mynd sem teiknaðist upp af skjálftavirkninni.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Sveitarfélagið Vogar kom á framfæri ábendingu við svæðisskipulag Suðurnesja þar sem segir: „Er vert að benda á að niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Það er lagt til að tekið verði jákvætt í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni sem myndi þjóna kennslu-, æfinga- og einkaflugi, innanlandsflugi og sem varaflugvöllur millilandaflugs. Það yrði mikill akkur fyrir svæðið ef starfsemin hér að framan yrði flutt frá Reykjavík.“ Ráðamenn Icelandair létu á sínum tíma skoða hvernig sameinaður innanlands- og millilandaflugvöllur gæti litið út í Hvassahrauni. Þeir hafa síðan fallið frá stuðningi við Hvassahraunsflugvöll og sagðist forstjóri Icelandair í fyrra afskrifa flugvöll þar.Mynd/Goldberg Partners International. Bæjarráð Voga fylgir svo ábendingunni eftir með svohljóðandi samþykkt í síðustu viku um tillögu að svæðisskipulagi Suðurnesja: „Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða en bendir á að í skipulagsáætlunum sveitarfélagsins er gert ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni og er það vilji sveitarfélagsins að tekið verði jákvætt í það.“ Vogar Skipulag Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Samgöngur Tengdar fréttir Landris heldur áfram í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi og hefur virkni verið stöðug síðustu vikur. Kvikusöfnun í hólfinu undir Svartsengi hefur haldið áfram, en ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati. 1. júlí 2025 13:00 Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. 2. apríl 2025 21:43 Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, kynntu niðurstöðu starfshópsins þann 1. október síðastliðinn. Þar kom fram að starfshópurinn teldi að svæðið hentaði veðurfarslega undir flugvöll og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. Hölluðust Svandís og Einar bæði að því að haldið yrði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni. Frá kynningu á niðurstöðu starfshóps um Hvassahraunsflugvöll síðastliðið haust. Frá vinstri eru Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og til hægri er Daði Baldur Ottósson, verkefnisstjóri starfshóps um almenningssamgöngur.Vilhelm Gunnarsson Eftir að þessi niðurstaða var kynnt gerðist það í síðustu eldsumbrotum á Sundhnúksgígaröðinni í byrjun aprílmánaðar að kvikugangur var að mati sérfræðinga Veðurstofunnar talinn hafa náð langleiðina að Kúagerði og fyrirhuguðu flugvallarstæði í Hvassahrauni. Kvikugangurinn braut sér á endanum leið til yfirborðs mun sunnar á gossprungunni með litlu eldgosi í útjaðri Grindavíkur en fjallað var um þessa ógn í þessari frétt: Í drögum að nýju svæðisskipulagi fyrir Suðurnes er ekki tekin afstaða til Hvassahraunsflugvallar en vísað til þeirrar tillögu starfshóps innviðaráðuneytisins frá því síðastliðið haust að svæðið verði tekið frá undir flugvöll. „Svæðisskipulagsnefnd hefur ekki mótað sér afstöðu til slíkrar landnotkunar. Í kynningu þessarar vinnslutillögu er sérstaklega óskað eftir athugasemdum við þá landnotkun eins og hún er kynnt og rökstudd í skýrslunni. Þær hugmyndir eru ekki reifaðar frekar hér heldur vísar nefndin í skýrslu starfshóps innviðaráðuneytisins,“ segir í greinargerð svæðisskipulagsnefndar. Kvikugangurinn sem myndaðist í byrjun aprílmánaðar náði langleiðina að fyrirhuguðu flugvallarstæði í Hvassahrauni, miðað við þá mynd sem teiknaðist upp af skjálftavirkninni.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Sveitarfélagið Vogar kom á framfæri ábendingu við svæðisskipulag Suðurnesja þar sem segir: „Er vert að benda á að niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Það er lagt til að tekið verði jákvætt í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni sem myndi þjóna kennslu-, æfinga- og einkaflugi, innanlandsflugi og sem varaflugvöllur millilandaflugs. Það yrði mikill akkur fyrir svæðið ef starfsemin hér að framan yrði flutt frá Reykjavík.“ Ráðamenn Icelandair létu á sínum tíma skoða hvernig sameinaður innanlands- og millilandaflugvöllur gæti litið út í Hvassahrauni. Þeir hafa síðan fallið frá stuðningi við Hvassahraunsflugvöll og sagðist forstjóri Icelandair í fyrra afskrifa flugvöll þar.Mynd/Goldberg Partners International. Bæjarráð Voga fylgir svo ábendingunni eftir með svohljóðandi samþykkt í síðustu viku um tillögu að svæðisskipulagi Suðurnesja: „Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða en bendir á að í skipulagsáætlunum sveitarfélagsins er gert ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni og er það vilji sveitarfélagsins að tekið verði jákvætt í það.“
Vogar Skipulag Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Samgöngur Tengdar fréttir Landris heldur áfram í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi og hefur virkni verið stöðug síðustu vikur. Kvikusöfnun í hólfinu undir Svartsengi hefur haldið áfram, en ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati. 1. júlí 2025 13:00 Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. 2. apríl 2025 21:43 Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Landris heldur áfram í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi og hefur virkni verið stöðug síðustu vikur. Kvikusöfnun í hólfinu undir Svartsengi hefur haldið áfram, en ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati. 1. júlí 2025 13:00
Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. 2. apríl 2025 21:43
Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20