Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar 8. júlí 2025 08:30 Sumarið er komið og sólin skín. Margir fagna bjartari dögum, hlýindum og fríum. Samfélagið gerir ráð fyrir að við séum öll léttari í lund – að grillveislur, ísbíltúrar, fjallaferðir og samvera færi okkur gleði. En fyrir marga eru sumarmánuðirnir jafnvel erfiðari en veturinn. Það er mikilvægt að minna okkur á að góðar aðstæður og velmegun jafngilda ekki alltaf góðri líðan. Margir glíma við kvíða, þunglyndi eða streitu sem hverfur ekki með fyrstu sólardögum. Sumarið getur einnig kallað fram einmanaleika, sorg eða gamlar erfiðar minningar sem brjótast fram með óvæntum hætti. Við berum okkur stundum saman við það sem við sjáum á samfélagsmiðlum – þar sem bros og sól skína óslitið. En lífið er flóknara en svo og það er eðlilegt að upplifa erfiðar tilfinningar, jafnvel þegar „allt ætti að vera gott“. Það er mannlegt Það er ekki veikleiki að líða illa, það er mannlegt. Þess vegna skiptir miklu að við tölum opinskátt um líðan okkar og leitum aðstoðar þegar við þurfum á henni að halda. Úrræðin eru til staðar: fagfólk, hjálparsímar, fjölskylda og vinir. Það skiptir máli að rjúfa þögnina og segja það upphátt. Þá er mikilvægt að muna að andleg líðan hefur ekki árstíð. Að hlúa að sálinni er jafn mikilvægt í sól og stormi. Því eigum við öll rétt á að vera heyrð og séð. Gagnreynd fagleg meðferð án tilvísunar eða endurgjalds Píeta samtökin www.pieta.is gegna lykilhlutverki í forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og eru með Píeta skjól á Seltjarnarnesi, Akureyri, Ísafirði og Reyðarfirði. Þau veita lágþröskulda þjónustu sem er gagnreynd faglega meðferð án tilvísunar og endurgjalds. Meðferðin er veitt af fagaðilum sem eru sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og læknir öll með starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Þá er þjónusta hjálparsíma Píeta 552 2218 opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins og þjónar því öllum landsmönnum. Píeta þurfa að eignast öruggt húsnæði Samtökin hafa notið ómetanlegs stuðnings sjálfboðaliða í gegnum árin og verður þeim seint þakkað fyrir þeirra mikla vinnuframlag til handa samtökunum. Píeta samtökin eru að mestu leyti rekin fyrir sjálfsafla fé og um 70% fjárins kemur frá almenningi. Samtökin þakka landsmönnum innilega fyrir hlýjan hug og rausnarlegan stuðning í gegnum árin. Án hans væri þjónustan ekki möguleg. En betur má ef duga skal, því á næsta ári fagna Píeta samtökin 10 ára afmæli og óska þess einskis heitar en að geta tekið á móti skjólstæðingum í eigin húsnæði á afmælisárinu. Samtökin hafa því miður þurft að flytja á milli þriggja ólíkra staða síðustu árin. Flutningarnir hafa verið veruleg áskorun því ekki er einfalt að flytja svona viðkvæma starfsemi þar sem markmiðið er að aldrei verði þjónusturof. Þess vegna er nú lagt af stað í landssöfnun til að geta keypt varanlegt heimili handa Píeta. Biðlað er til landsmanna allra og fyrirtækja um að leggja samtökunum lið með einhverju móti en ekki síst að taka vel á móti söfnunar símtali frá Píeta. Þá má finna styrktarreikning samtakanna á heimasíðunni www.pieta.is Leitum hjálpar, tölum saman og munum að við erum ekki ein. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Félagasamtök Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið er komið og sólin skín. Margir fagna bjartari dögum, hlýindum og fríum. Samfélagið gerir ráð fyrir að við séum öll léttari í lund – að grillveislur, ísbíltúrar, fjallaferðir og samvera færi okkur gleði. En fyrir marga eru sumarmánuðirnir jafnvel erfiðari en veturinn. Það er mikilvægt að minna okkur á að góðar aðstæður og velmegun jafngilda ekki alltaf góðri líðan. Margir glíma við kvíða, þunglyndi eða streitu sem hverfur ekki með fyrstu sólardögum. Sumarið getur einnig kallað fram einmanaleika, sorg eða gamlar erfiðar minningar sem brjótast fram með óvæntum hætti. Við berum okkur stundum saman við það sem við sjáum á samfélagsmiðlum – þar sem bros og sól skína óslitið. En lífið er flóknara en svo og það er eðlilegt að upplifa erfiðar tilfinningar, jafnvel þegar „allt ætti að vera gott“. Það er mannlegt Það er ekki veikleiki að líða illa, það er mannlegt. Þess vegna skiptir miklu að við tölum opinskátt um líðan okkar og leitum aðstoðar þegar við þurfum á henni að halda. Úrræðin eru til staðar: fagfólk, hjálparsímar, fjölskylda og vinir. Það skiptir máli að rjúfa þögnina og segja það upphátt. Þá er mikilvægt að muna að andleg líðan hefur ekki árstíð. Að hlúa að sálinni er jafn mikilvægt í sól og stormi. Því eigum við öll rétt á að vera heyrð og séð. Gagnreynd fagleg meðferð án tilvísunar eða endurgjalds Píeta samtökin www.pieta.is gegna lykilhlutverki í forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og eru með Píeta skjól á Seltjarnarnesi, Akureyri, Ísafirði og Reyðarfirði. Þau veita lágþröskulda þjónustu sem er gagnreynd faglega meðferð án tilvísunar og endurgjalds. Meðferðin er veitt af fagaðilum sem eru sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og læknir öll með starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Þá er þjónusta hjálparsíma Píeta 552 2218 opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins og þjónar því öllum landsmönnum. Píeta þurfa að eignast öruggt húsnæði Samtökin hafa notið ómetanlegs stuðnings sjálfboðaliða í gegnum árin og verður þeim seint þakkað fyrir þeirra mikla vinnuframlag til handa samtökunum. Píeta samtökin eru að mestu leyti rekin fyrir sjálfsafla fé og um 70% fjárins kemur frá almenningi. Samtökin þakka landsmönnum innilega fyrir hlýjan hug og rausnarlegan stuðning í gegnum árin. Án hans væri þjónustan ekki möguleg. En betur má ef duga skal, því á næsta ári fagna Píeta samtökin 10 ára afmæli og óska þess einskis heitar en að geta tekið á móti skjólstæðingum í eigin húsnæði á afmælisárinu. Samtökin hafa því miður þurft að flytja á milli þriggja ólíkra staða síðustu árin. Flutningarnir hafa verið veruleg áskorun því ekki er einfalt að flytja svona viðkvæma starfsemi þar sem markmiðið er að aldrei verði þjónusturof. Þess vegna er nú lagt af stað í landssöfnun til að geta keypt varanlegt heimili handa Píeta. Biðlað er til landsmanna allra og fyrirtækja um að leggja samtökunum lið með einhverju móti en ekki síst að taka vel á móti söfnunar símtali frá Píeta. Þá má finna styrktarreikning samtakanna á heimasíðunni www.pieta.is Leitum hjálpar, tölum saman og munum að við erum ekki ein. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun