Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Agnar Már Másson skrifar 4. júlí 2025 14:59 Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Vísir/Arnar Ísraelsmenn taka að óbreyttu þátt í Eurovision á næsta ári þar sem atkvæðagreiðslu um að meina þeim frá þátttöku var frestað fram á vetur. Fulltrúar Rúv vildu keppnisbann yfir Ísraelsmönnum og líklegt þykir að tillaga þess efnis hefði verið samþykkt ef gengið hefði verið til atkvæðagreiðslu. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kom saman í London í gær og í dag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur meðal annars verið til umræðu. Stjórn Ríkisútvarpsins hafði beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef tillaga kæmi fram á fundinum um að vísa KAN, ísraelska ríkisútvarpinu, úr keppninni skyldi Rúv styðja slíka tillögu. Íslendingar, Slóvenar og Spánverjar eru sagðir hafa verið í broddi þeirrar fylkingar á fundinum sem banna vildi Ísraelsmenn frá keppni en ríkisútvörp Austurríkis, Þýskalands og Sviss voru þau einu sem lýstu opinberlega stuðningi við Ísrael, að sögn Ynet og Eurovision fun. EBU ákvað þó að atkvæðagreiðsla færi ekki fram um brottvísun Ísraels úr Eurovision, heldur að henni yrði frestað og umræðan framlengd. Þetta þýðir að Ísrael fær í bili að taka þátt í söngvakeppninni. Líklega hefði þeim verið bannað að taka þátt hefði atkvæðagreiðslan farið fram að sögn Jerusalem Post, en Ísraelsmenn hefðu samkvæmt því aðeins verið skildir út undan í eitt ár. Erlendir miðlar greina enn fremur frá því að málið verði aftur tekið fyrir á fundi samtakanna í vetur. Breska ríkisútvarpið hafi lagt til að lokaákvörðun yrði tekin í vetur, skrifar Eurovision Fun, en sú ákvörðun sé háð því hvernig stríðið þróast. „Ef stríðið heldur áfram fram í veturinn, þegar málið verður skoðað aftur, mun KAN eiga erfitt við að halda áfram í Eurovision,“ hefur Ynet eftir heimildarmanni í EBU. Eurovision fun bendir á að ákvörðun BBC gæti hafa verið tekin undir áhrifum af nýlegum fréttaflutningi af Glastonbury-hátíðinni, þar sem ummæli eins tónlistarmanns sem kallaði eftir dauða ísraelskra hermanna vöktu sterk viðbrögð. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttar. Ísrael Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kom saman í London í gær og í dag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur meðal annars verið til umræðu. Stjórn Ríkisútvarpsins hafði beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef tillaga kæmi fram á fundinum um að vísa KAN, ísraelska ríkisútvarpinu, úr keppninni skyldi Rúv styðja slíka tillögu. Íslendingar, Slóvenar og Spánverjar eru sagðir hafa verið í broddi þeirrar fylkingar á fundinum sem banna vildi Ísraelsmenn frá keppni en ríkisútvörp Austurríkis, Þýskalands og Sviss voru þau einu sem lýstu opinberlega stuðningi við Ísrael, að sögn Ynet og Eurovision fun. EBU ákvað þó að atkvæðagreiðsla færi ekki fram um brottvísun Ísraels úr Eurovision, heldur að henni yrði frestað og umræðan framlengd. Þetta þýðir að Ísrael fær í bili að taka þátt í söngvakeppninni. Líklega hefði þeim verið bannað að taka þátt hefði atkvæðagreiðslan farið fram að sögn Jerusalem Post, en Ísraelsmenn hefðu samkvæmt því aðeins verið skildir út undan í eitt ár. Erlendir miðlar greina enn fremur frá því að málið verði aftur tekið fyrir á fundi samtakanna í vetur. Breska ríkisútvarpið hafi lagt til að lokaákvörðun yrði tekin í vetur, skrifar Eurovision Fun, en sú ákvörðun sé háð því hvernig stríðið þróast. „Ef stríðið heldur áfram fram í veturinn, þegar málið verður skoðað aftur, mun KAN eiga erfitt við að halda áfram í Eurovision,“ hefur Ynet eftir heimildarmanni í EBU. Eurovision fun bendir á að ákvörðun BBC gæti hafa verið tekin undir áhrifum af nýlegum fréttaflutningi af Glastonbury-hátíðinni, þar sem ummæli eins tónlistarmanns sem kallaði eftir dauða ísraelskra hermanna vöktu sterk viðbrögð. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttar.
Ísrael Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira