Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Agnar Már Másson skrifar 4. júlí 2025 14:59 Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Vísir/Arnar Ísraelsmenn taka að óbreyttu þátt í Eurovision á næsta ári þar sem atkvæðagreiðslu um að meina þeim frá þátttöku var frestað fram á vetur. Fulltrúar Rúv vildu keppnisbann yfir Ísraelsmönnum og líklegt þykir að tillaga þess efnis hefði verið samþykkt ef gengið hefði verið til atkvæðagreiðslu. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kom saman í London í gær og í dag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur meðal annars verið til umræðu. Stjórn Ríkisútvarpsins hafði beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef tillaga kæmi fram á fundinum um að vísa KAN, ísraelska ríkisútvarpinu, úr keppninni skyldi Rúv styðja slíka tillögu. Íslendingar, Slóvenar og Spánverjar eru sagðir hafa verið í broddi þeirrar fylkingar á fundinum sem banna vildi Ísraelsmenn frá keppni en ríkisútvörp Austurríkis, Þýskalands og Sviss voru þau einu sem lýstu opinberlega stuðningi við Ísrael, að sögn Ynet og Eurovision fun. EBU ákvað þó að atkvæðagreiðsla færi ekki fram um brottvísun Ísraels úr Eurovision, heldur að henni yrði frestað og umræðan framlengd. Þetta þýðir að Ísrael fær í bili að taka þátt í söngvakeppninni. Líklega hefði þeim verið bannað að taka þátt hefði atkvæðagreiðslan farið fram að sögn Jerusalem Post, en Ísraelsmenn hefðu samkvæmt því aðeins verið skildir út undan í eitt ár. Erlendir miðlar greina enn fremur frá því að málið verði aftur tekið fyrir á fundi samtakanna í vetur. Breska ríkisútvarpið hafi lagt til að lokaákvörðun yrði tekin í vetur, skrifar Eurovision Fun, en sú ákvörðun sé háð því hvernig stríðið þróast. „Ef stríðið heldur áfram fram í veturinn, þegar málið verður skoðað aftur, mun KAN eiga erfitt við að halda áfram í Eurovision,“ hefur Ynet eftir heimildarmanni í EBU. Eurovision fun bendir á að ákvörðun BBC gæti hafa verið tekin undir áhrifum af nýlegum fréttaflutningi af Glastonbury-hátíðinni, þar sem ummæli eins tónlistarmanns sem kallaði eftir dauða ísraelskra hermanna vöktu sterk viðbrögð. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttar. Ísrael Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kom saman í London í gær og í dag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur meðal annars verið til umræðu. Stjórn Ríkisútvarpsins hafði beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef tillaga kæmi fram á fundinum um að vísa KAN, ísraelska ríkisútvarpinu, úr keppninni skyldi Rúv styðja slíka tillögu. Íslendingar, Slóvenar og Spánverjar eru sagðir hafa verið í broddi þeirrar fylkingar á fundinum sem banna vildi Ísraelsmenn frá keppni en ríkisútvörp Austurríkis, Þýskalands og Sviss voru þau einu sem lýstu opinberlega stuðningi við Ísrael, að sögn Ynet og Eurovision fun. EBU ákvað þó að atkvæðagreiðsla færi ekki fram um brottvísun Ísraels úr Eurovision, heldur að henni yrði frestað og umræðan framlengd. Þetta þýðir að Ísrael fær í bili að taka þátt í söngvakeppninni. Líklega hefði þeim verið bannað að taka þátt hefði atkvæðagreiðslan farið fram að sögn Jerusalem Post, en Ísraelsmenn hefðu samkvæmt því aðeins verið skildir út undan í eitt ár. Erlendir miðlar greina enn fremur frá því að málið verði aftur tekið fyrir á fundi samtakanna í vetur. Breska ríkisútvarpið hafi lagt til að lokaákvörðun yrði tekin í vetur, skrifar Eurovision Fun, en sú ákvörðun sé háð því hvernig stríðið þróast. „Ef stríðið heldur áfram fram í veturinn, þegar málið verður skoðað aftur, mun KAN eiga erfitt við að halda áfram í Eurovision,“ hefur Ynet eftir heimildarmanni í EBU. Eurovision fun bendir á að ákvörðun BBC gæti hafa verið tekin undir áhrifum af nýlegum fréttaflutningi af Glastonbury-hátíðinni, þar sem ummæli eins tónlistarmanns sem kallaði eftir dauða ísraelskra hermanna vöktu sterk viðbrögð. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttar.
Ísrael Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira