Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2025 06:32 Sigríður segir ekki hafa verið efni til að ákæra aðra tengda málinu en Sigurjón. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun Héraðssaksóknara um að ákæra ekki fjóra menn sem Sigurjón Ólafsson, verslunarmaður sem dæmdur var fyrir gróf kynferðisbrot gegn fatlaðri konu, fékk til að hafa samræði við konuna. Sigurjón var í janúar síðastliðnum dæmdur til átta ára fangelsisvistar og til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur var ákærður í málinu. „Stórkostlega undarlegt“ Ákvörðun Héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákærur á hendur mönnunum fjórum var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, sagði til að mynda í samtali við fréttastofu á sínum tíma að hún væri fegin að Sigurjón hefði verið dæmdur fyrir brot sín, enda væru ákærur allt of sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ sagði hún þó. Ríkisútvarpið hafði á sínum tíma eftir Ólafi Þór Haukssyni héraðssaksóknara að ákvörðun um að ákæra mennina ekki hefði ekki verið léttvæg. Hún hefði verið tekin að vel ígrunduðu mál og niðurstaða embættis hans hefði verið að málin þættu ekki líkleg til sakfellingar. Tóku málið til skoðunar Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að málið hefði verið tekið til skoðunar hjá embætti hennar. Niðurstaðan hefði verið sú að ekki hafi verið efni til að gefa út ákæru á hendur öðrum en ákærða Sigurjóni. Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Sigurjón var í janúar síðastliðnum dæmdur til átta ára fangelsisvistar og til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur var ákærður í málinu. „Stórkostlega undarlegt“ Ákvörðun Héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákærur á hendur mönnunum fjórum var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, sagði til að mynda í samtali við fréttastofu á sínum tíma að hún væri fegin að Sigurjón hefði verið dæmdur fyrir brot sín, enda væru ákærur allt of sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ sagði hún þó. Ríkisútvarpið hafði á sínum tíma eftir Ólafi Þór Haukssyni héraðssaksóknara að ákvörðun um að ákæra mennina ekki hefði ekki verið léttvæg. Hún hefði verið tekin að vel ígrunduðu mál og niðurstaða embættis hans hefði verið að málin þættu ekki líkleg til sakfellingar. Tóku málið til skoðunar Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að málið hefði verið tekið til skoðunar hjá embætti hennar. Niðurstaðan hefði verið sú að ekki hafi verið efni til að gefa út ákæru á hendur öðrum en ákærða Sigurjóni.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira