Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar 3. júlí 2025 10:32 Þessi grein endurspeglar áhyggjur íbúa í Ásahverfi og eigendur lítilla fyrirtækja við Fitjabakka. Íbúar Ásahverfis hafa árum saman kallað eftir umbótum á umferðaröryggi. Fjölskyldur hafa óskað eftir öruggari leiðum fyrir börn til að ganga í skóla og frístundir. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar, undirskriftarlista og fundarbeiðnir hafa fáar aðgerðir litið dagsins ljós. Margir foreldrar spyrja nú: Hvað þarf að gerast áður en eitthvað breytist? Ár eftir ár án svörunar Við sem búum í hverfinu, og rekum fyrirtæki við Fitjabakka, höfum ítrekað komið á framfæri þörf á úrbótum vegna aukinnar umferðar og skorts á skýru umferðarskipulagi. Þetta er ekki nýtt mál, börn sem nú eru komin úr grunnskóla höfðu áður beðið eftir þessum breytingum. Á þessum tíma hafa því miður orðið slys. Eftir mörg samtöl og erindi fengum við þau orð frá starfsmanni bæjarins: „Ég skil ekki af hverju þið eruð ekki búin að láta heyra í ykkur.“ Það vakti undrun því íbúar hafa svo sannarlega reynt að ná eyrum bæjarins. Við höfum sent inn undirskriftir, bréf og komið með tillögur en litlu sem engu hefur verið svarað. Davíð á móti Golíat Á sama tíma og íbúar bíða eftir öryggisaðgerðum, hefjast framkvæmdir við nýtt hringtorg við Fitjabakka að hluta til til að bæta aðkomu að verslunum eins og Byko og Krónunni. Það kom okkur á óvart hversu skjótt verkið fór í gang. Kynning á framkvæmdinni fyrir íbúa var auglýst með afar skömmum fyrirvara þann 2. júní, eftir að íbúar kröfðust upplýsinga. Á fundinum kom fram að Skipulagsstofnun hefur ekki upplýsingar um að deiliskipulagsbreyting liggi fyrir, né að framkvæmdaleyfi hafi verið kynnt. Þetta eru lögbundin skref sem ættu að liggja fyrir áður en svona framkvæmdir hefjast. Umferðaröryggi ætti að vera í forgangi Við spurðum: Af hverju svona flýti hér, en ekki þar sem börn eru á ferðinni daglega? Við sjáum nú að meirihluti bæjarstjórnar hefur samþykkt bæði þetta hringtorg og annað við Bergás. Það er í sjálfu sér ekki slæmt að bæta aðgengi og flæði en á meðan öryggiskröfur íbúa fá ekki viðbrögð, þá blasir við sú tilfinning að hagsmunir stærri fyrirtækja hafi meira vægi en velferð barna og fjölskyldna. Skipulagsstofnun hefur bent á að gatnamótin við Fitjabakka séu samkvæmt gildandi skipulagi T-gatnamót, en ekki hringtorg, og að breytingar sem þessar eigi að kynna almenningi í sex vikur. Þessar kynningar og aðkomuleiðir hafa ekki farið fram. Spurningar sem krefjast svara ·Hvers vegna eru framkvæmdir sem snúa að fyrirtækjum settar í forgang fram yfir framkvæmdir sem snúa að öryggi barna? ·Hvers vegna þurfa íbúar að berjast árum saman fyrir sjálfsögðum umbótum? ·Hvernig getur framkvæmd hafist áður en lögformleg leyfi og skipulagsbreytingar liggja fyrir? Við sem skrifum þetta viljum ekki vera á móti neinum. Við styðjum uppbyggingu og góðar samgöngur. En við gerum líka þá kröfu að börnin okkar fái að ganga örugg heim úr skóla og að sveitarfélagið virði eigin reglur og gildi. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að íbúar og fyrirtæki í eldri hverfum njóti sömu virðingar og aðrir. Hver tekur ábyrgð? Eftir margra ára samskipti við bæinn okkar veltum við enn fyrir okkur: Hver getur í raun svarað þessum spurningum? Er það bæjarstjóri, bæjarráð eða umhverfis- og skipulagsráð? Við þurfum skýr svör frá þeim sem bera ábyrgð. Höfundur er íbúi Ásahverfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Umferðaröryggi Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessi grein endurspeglar áhyggjur íbúa í Ásahverfi og eigendur lítilla fyrirtækja við Fitjabakka. Íbúar Ásahverfis hafa árum saman kallað eftir umbótum á umferðaröryggi. Fjölskyldur hafa óskað eftir öruggari leiðum fyrir börn til að ganga í skóla og frístundir. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar, undirskriftarlista og fundarbeiðnir hafa fáar aðgerðir litið dagsins ljós. Margir foreldrar spyrja nú: Hvað þarf að gerast áður en eitthvað breytist? Ár eftir ár án svörunar Við sem búum í hverfinu, og rekum fyrirtæki við Fitjabakka, höfum ítrekað komið á framfæri þörf á úrbótum vegna aukinnar umferðar og skorts á skýru umferðarskipulagi. Þetta er ekki nýtt mál, börn sem nú eru komin úr grunnskóla höfðu áður beðið eftir þessum breytingum. Á þessum tíma hafa því miður orðið slys. Eftir mörg samtöl og erindi fengum við þau orð frá starfsmanni bæjarins: „Ég skil ekki af hverju þið eruð ekki búin að láta heyra í ykkur.“ Það vakti undrun því íbúar hafa svo sannarlega reynt að ná eyrum bæjarins. Við höfum sent inn undirskriftir, bréf og komið með tillögur en litlu sem engu hefur verið svarað. Davíð á móti Golíat Á sama tíma og íbúar bíða eftir öryggisaðgerðum, hefjast framkvæmdir við nýtt hringtorg við Fitjabakka að hluta til til að bæta aðkomu að verslunum eins og Byko og Krónunni. Það kom okkur á óvart hversu skjótt verkið fór í gang. Kynning á framkvæmdinni fyrir íbúa var auglýst með afar skömmum fyrirvara þann 2. júní, eftir að íbúar kröfðust upplýsinga. Á fundinum kom fram að Skipulagsstofnun hefur ekki upplýsingar um að deiliskipulagsbreyting liggi fyrir, né að framkvæmdaleyfi hafi verið kynnt. Þetta eru lögbundin skref sem ættu að liggja fyrir áður en svona framkvæmdir hefjast. Umferðaröryggi ætti að vera í forgangi Við spurðum: Af hverju svona flýti hér, en ekki þar sem börn eru á ferðinni daglega? Við sjáum nú að meirihluti bæjarstjórnar hefur samþykkt bæði þetta hringtorg og annað við Bergás. Það er í sjálfu sér ekki slæmt að bæta aðgengi og flæði en á meðan öryggiskröfur íbúa fá ekki viðbrögð, þá blasir við sú tilfinning að hagsmunir stærri fyrirtækja hafi meira vægi en velferð barna og fjölskyldna. Skipulagsstofnun hefur bent á að gatnamótin við Fitjabakka séu samkvæmt gildandi skipulagi T-gatnamót, en ekki hringtorg, og að breytingar sem þessar eigi að kynna almenningi í sex vikur. Þessar kynningar og aðkomuleiðir hafa ekki farið fram. Spurningar sem krefjast svara ·Hvers vegna eru framkvæmdir sem snúa að fyrirtækjum settar í forgang fram yfir framkvæmdir sem snúa að öryggi barna? ·Hvers vegna þurfa íbúar að berjast árum saman fyrir sjálfsögðum umbótum? ·Hvernig getur framkvæmd hafist áður en lögformleg leyfi og skipulagsbreytingar liggja fyrir? Við sem skrifum þetta viljum ekki vera á móti neinum. Við styðjum uppbyggingu og góðar samgöngur. En við gerum líka þá kröfu að börnin okkar fái að ganga örugg heim úr skóla og að sveitarfélagið virði eigin reglur og gildi. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að íbúar og fyrirtæki í eldri hverfum njóti sömu virðingar og aðrir. Hver tekur ábyrgð? Eftir margra ára samskipti við bæinn okkar veltum við enn fyrir okkur: Hver getur í raun svarað þessum spurningum? Er það bæjarstjóri, bæjarráð eða umhverfis- og skipulagsráð? Við þurfum skýr svör frá þeim sem bera ábyrgð. Höfundur er íbúi Ásahverfis.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun