Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júlí 2025 20:01 Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu sem varð „viral“ árið 2010. „Þetta deyr aldrei, neitar að deyja!“ segir Mollý Jökulsdóttir um lagið Tik Tok skinka, sem varð gríðarlega vinsælt á netinu fyrir fimmtán árum síðan þegar tónlistarmyndband við lagið var sett á Youtube, en þá var Mollý í tíunda bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ. „Við setjum þetta inn á YouTube því það var alveg nýtt. Við hentum þessu inn bara svo að skólinn gæti séð það, eftir að þetta var í annálnum okkar fyrir tíunda bekk,“ sagði Mollý í viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun. „Svo bara varð þetta viral. Þetta er örugglega fyrsta íslenska myndbandið sem varð viral.“ Hugtakið viral er notað yfir það þegar fyrirbæri dreifist eins og eldur um sinu um netheima. Í lýsingu myndbandsins á YouTube segir að um einkahúmor sé að ræða, og að vonast sé til þess að hægt sé að taka það upp aftur með betri myndavél. Það hefur aldrei verið gert. „Það þurfti ekki,“ sagði Mollý. „Ég fékk tvö þúsund vinabeiðnir á Facebook daginn eftir. Og ég sagði já við öllum.“ Myndbandið hefur þegar þetta er skrifað safnað 761 þúsund áhorfum á YouTube. Þá eru til fleiri myndbönd sem innihalda lagið sem hafa safnað mörgum áhorfum. Eitt þeirra inniheldur texta lagsins, og er með 178 þúsund áhorf. Mollý segist einu sinni hafa fengið tölu yfir öll áhorf á myndbandið. Þar hafi tölur af öllum samfélagsmiðlum verið tekin saman, og þau verið rúmlega níu milljónir í heildina. Finnst þér eins og núna í seinni tíð að allir vita hvað þetta er? „Það vita allir hvað þetta er. Ég var í barnaafmæli hjá frænda mínum í gær, og þá kemur ein mamman til mín sem ég þekki ekki neitt og segir „fyrirgefðu, má ég aðeins fá þig lánaða,“ Þá voru börnin hennar, stelpan er kannski tíu ára og strákurinn átta, þau sitja þarna með stór augu. „Æji, þau elska lagið þitt og langar ógeðslega að segja hæ við þig.““ Mollý er enn að reyna fyrir sér í tónlistinni. Hún er í dag búsett í Silkiborg í Danmörku og starfar með fram tónlistarferlinum sem sölustjóri hjá tískufyrirtæki. „Svo á kvöldin og um helgar er ég niðri í heimastúdóinu mínu að reyna að vera poppstjarna,“ segir Mollý. „Þetta er svona dansvænt popp, sem er kannski stundum með pínulitlum alvarlegum undirtón. Ég gaf út lag núna fyrr á þessu ári sem heitir If I, sem er komið í spilun hér á Íslandi og á Danmörku. Það er mjög klúbbað 80s danslag.“ Tónlist Einu sinni var... Danmörk Samfélagsmiðlar Mosfellsbær Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Við setjum þetta inn á YouTube því það var alveg nýtt. Við hentum þessu inn bara svo að skólinn gæti séð það, eftir að þetta var í annálnum okkar fyrir tíunda bekk,“ sagði Mollý í viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun. „Svo bara varð þetta viral. Þetta er örugglega fyrsta íslenska myndbandið sem varð viral.“ Hugtakið viral er notað yfir það þegar fyrirbæri dreifist eins og eldur um sinu um netheima. Í lýsingu myndbandsins á YouTube segir að um einkahúmor sé að ræða, og að vonast sé til þess að hægt sé að taka það upp aftur með betri myndavél. Það hefur aldrei verið gert. „Það þurfti ekki,“ sagði Mollý. „Ég fékk tvö þúsund vinabeiðnir á Facebook daginn eftir. Og ég sagði já við öllum.“ Myndbandið hefur þegar þetta er skrifað safnað 761 þúsund áhorfum á YouTube. Þá eru til fleiri myndbönd sem innihalda lagið sem hafa safnað mörgum áhorfum. Eitt þeirra inniheldur texta lagsins, og er með 178 þúsund áhorf. Mollý segist einu sinni hafa fengið tölu yfir öll áhorf á myndbandið. Þar hafi tölur af öllum samfélagsmiðlum verið tekin saman, og þau verið rúmlega níu milljónir í heildina. Finnst þér eins og núna í seinni tíð að allir vita hvað þetta er? „Það vita allir hvað þetta er. Ég var í barnaafmæli hjá frænda mínum í gær, og þá kemur ein mamman til mín sem ég þekki ekki neitt og segir „fyrirgefðu, má ég aðeins fá þig lánaða,“ Þá voru börnin hennar, stelpan er kannski tíu ára og strákurinn átta, þau sitja þarna með stór augu. „Æji, þau elska lagið þitt og langar ógeðslega að segja hæ við þig.““ Mollý er enn að reyna fyrir sér í tónlistinni. Hún er í dag búsett í Silkiborg í Danmörku og starfar með fram tónlistarferlinum sem sölustjóri hjá tískufyrirtæki. „Svo á kvöldin og um helgar er ég niðri í heimastúdóinu mínu að reyna að vera poppstjarna,“ segir Mollý. „Þetta er svona dansvænt popp, sem er kannski stundum með pínulitlum alvarlegum undirtón. Ég gaf út lag núna fyrr á þessu ári sem heitir If I, sem er komið í spilun hér á Íslandi og á Danmörku. Það er mjög klúbbað 80s danslag.“
Tónlist Einu sinni var... Danmörk Samfélagsmiðlar Mosfellsbær Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning