Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2025 16:51 Inga og Regína voru alsælar að undirritun lokinni. Helga Dögg Reynisdóttir Samkomulag sem undirritað var í dag felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. Í fréttatilkynningu segir að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, hafi undirritað samkomulagið í sól og blíðu utan við hjúkrunarheimilið Hamra við Langatanga. Áætlað sé að nýja heimilið verði reist sem tengibygging við Hamra. „Það gleður mig að sjá mikilvæga uppbyggingu hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ verða að veruleika. Á landsvísu er brýn þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými og með þessum áfanga stígum við raunveruleg skref í rétta átt. Uppbygging hjúkrunarheimila er nú hafin af festu hér á landi og framtíðarsýnin er skýr,“ er haft eftir Ingu. Skaffa lóðina „Ég er mjög ánægð með þetta nýja samkomulag um fjölgun hjúkrunarrýma og þann samning sem við vorum að undirrita. Viðbyggingin er staðsett á einstaklega fallegri lóð og hér vonum við að íbúar fá notið gæðaþjónustu,“ er haft eftir Regínu. Mosfellsbær muni útvega ríkinu lóðina og á næstunni verði auglýst eftir uppbyggingaraðila, sem muni sjá um eignarhald og framkvæmdir gegn langtímaleigusamningi við ríkið. Miðað sé við að framkvæmdir hefjist árið 2026 þannig að taka megi hjúkrunarrýmin í notkun árið 2028. Öll herbergin verði einbýli með baðherbergi. Hlynur mun vaxa með byggingunni Loks segir að að lokinni undirritun samningsins hafi ráðherra og bæjarstjóri gróðursett broddhlyn, sem muni vaxa samhliða uppbyggingunni á framkvæmdasvæðinu við Hamra. Gróðursæll reitur verði við hjúkrunarheimilið. Hlynurinn er litríkur.Helga Dögg Reynisdóttir Í máli bæjarstjóra hafi komið fram að hlynurinn hefði verið valinn því hann væri litríkur, líkt og Inga, auk þess sem hann væri harðgerður og yxi hratt í rétta jarðveginum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldri borgarar Mosfellsbær Heilbrigðismál Húsnæðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, hafi undirritað samkomulagið í sól og blíðu utan við hjúkrunarheimilið Hamra við Langatanga. Áætlað sé að nýja heimilið verði reist sem tengibygging við Hamra. „Það gleður mig að sjá mikilvæga uppbyggingu hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ verða að veruleika. Á landsvísu er brýn þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými og með þessum áfanga stígum við raunveruleg skref í rétta átt. Uppbygging hjúkrunarheimila er nú hafin af festu hér á landi og framtíðarsýnin er skýr,“ er haft eftir Ingu. Skaffa lóðina „Ég er mjög ánægð með þetta nýja samkomulag um fjölgun hjúkrunarrýma og þann samning sem við vorum að undirrita. Viðbyggingin er staðsett á einstaklega fallegri lóð og hér vonum við að íbúar fá notið gæðaþjónustu,“ er haft eftir Regínu. Mosfellsbær muni útvega ríkinu lóðina og á næstunni verði auglýst eftir uppbyggingaraðila, sem muni sjá um eignarhald og framkvæmdir gegn langtímaleigusamningi við ríkið. Miðað sé við að framkvæmdir hefjist árið 2026 þannig að taka megi hjúkrunarrýmin í notkun árið 2028. Öll herbergin verði einbýli með baðherbergi. Hlynur mun vaxa með byggingunni Loks segir að að lokinni undirritun samningsins hafi ráðherra og bæjarstjóri gróðursett broddhlyn, sem muni vaxa samhliða uppbyggingunni á framkvæmdasvæðinu við Hamra. Gróðursæll reitur verði við hjúkrunarheimilið. Hlynurinn er litríkur.Helga Dögg Reynisdóttir Í máli bæjarstjóra hafi komið fram að hlynurinn hefði verið valinn því hann væri litríkur, líkt og Inga, auk þess sem hann væri harðgerður og yxi hratt í rétta jarðveginum.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldri borgarar Mosfellsbær Heilbrigðismál Húsnæðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira