Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. júlí 2025 07:02 Árangur jafnréttisbaráttunnar undanfarna áratugi hefur gefið okkur tilefni til að ætla að senn yrðu allir sammála því sem ég tel augljós sannindi, það að kynjajafnrétti er ekki einungis sjálfsögð mannréttindi, heldur grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum. Peking-yfirlýsingin sem var samþykkt fyrir þrjátíu árum lagði þannig grunn að jafnréttisstarfi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og með ályktun öryggisráðsins númer 1325 um konur, frið og öryggi fimm árum síðar var mikilvægi þátttöku kvenna í öryggismálum og friðaruppbyggingu viðurkennt í fyrsta sinn. Fyllsta ástæða er til að fagna þeim ávinningi sem hefur náðst. En um leið verðum við að gera okkur grein fyrir því að nú stöndum við skyndilega frammi fyrir alvarlegu bakslagi þar sem kynjajafnrétti - og mannréttindi minnihlutahópa - eiga enn á ný undir högg að sækja. Við lifum við mesta átakatíma innan alþjóðakerfisins frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Pólitísk þróun ýtir undir vaxandi sundrung og átök, bæði innan samfélaga og á milli þeirra. Við verðum sífellt oftar vitni að orðræðu sem einkennist af beinni og óbeinni andstöðu við kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Líka hér á Íslandi, því miður. Þessi orðræða nær til allra króka og kima okkar tilveru, og birtist með nýjum hætti í kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í stafrænum heimi. Flest ríki heims eru í sömu sporum. Við þessar aðstæður verðum við að spyrja okkur hvernig best eigi að mæta þessum áskorunum. Hvernig getur Ísland verið í fararbroddi sterkrar viðspyrnu gegn þróun sem hér hefur verið lýst? Að mínu mati er mikilvægt að snúa vörn í sókn. Ísland hefur verið málsvari kynjajafnréttis og mannréttinda kvenna og stúlkna á alþjóðavettvangi í áratugi. Við þurfum að halda því áfram og gefa í, ef eitthvað er. Á okkur er hlustað vegna árangurs heimafyrir. Við segjum frá því hvernig jafnrétti hefur stutt við þróun íslensks samfélags sem býr við velmegun, frið og öryggi. Við deilum sýn okkar með öðrum og finnum til ábyrgðar gagnvart þeim sem enn búa við ójöfnuð og réttleysi. Hvert og eitt skref í átt að jafnrétti styrkir viðhorf sem einkennast af fordómaleysi og umburðarlyndi, þar sem fólk er metið að verðleikum óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, húðlit, trú eða tungumáli. Ísland leggur traust sitt á öflugt alþjóðakerfi. Við köllum eftir því að alþjóðalögum sé fylgt og alþjóðastofnanir séu virtar og skilvirkar. Ísland með Norðurlöndum og líkt þenkjandi ríkjum talar fyrir því að jafnrétti sé ekki einungis mannréttindi heldur uppspretta mikilvægra gilda á borð við fjölbreytni og jafnræði, sem skipti máli fyrir frið og þróun í öllum samfélögum. Ísland hefur lagt áherslu á stuðning við alþjóðastofnanir á borð við UN Women, sem leikur mikilvægt hlutverk við að auka velferð, valdeflingu og þátttöku kvenna um allan heim. Hér heima höfum við stutt við og átt gott samstarf við Landsnefnd UN Women sem vinnur ómetanlegt starf á sviði kynjajafnréttis á Íslandi og sem hluti af alþjóðastarfi stofnunarinnar. Landsnefndin hefur skipað áberandi sess í íslensku samfélagi um árabil og er einn stærsti styrktaraðili verkefna UN Women á alþjóðavettvangi. Sem dæmi um samstarfsverkefni ráðuneytisins og Landsnefndarinnar á liðnu ári er rýnihópavinna með drengjum og körlum sem getur lagt grunn að nýrri nálgun til árangurs á heimavelli og alþjóðlega. Skilaboð mín til UN Women og annarra sem láta sig varða mannréttindi og kynjajafnrétti eru þau að við megum ekki láta pólitíska öfga eða gamaldags hugmyndakerfi grafa undan árangri. Á þessu ári skulum við fagna mikilvægum áföngum í jafnréttisbaráttunni um allan heim, hér á Íslandi með Kvennaári til að minnast kvennaverkfallsins fyrir hálfri öld. Við skulum síðan, um leið og við þökkum þeim sem börðust í framvarðarlínu í upphafi jafnréttisbaráttunnar, taka höndum saman með þeim sem nú standa vaktina, ekki síst landsnefnd UN Women á Íslandi, og horfa ótrauð fram á veginn. Með hugrekki og kjark þeirra sem fyrst komu, með samstöðu og samvinnu okkar allra, grasrótar og stjórnvalda, getum við skapað betri og réttlátari heim – skref fyrir skref – í átt að fullu jafnrétti. Höfundur er utanríkisráðherra. Greinin er birt í tilefni 15 ára afmælis UN Women þann 2. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Árangur jafnréttisbaráttunnar undanfarna áratugi hefur gefið okkur tilefni til að ætla að senn yrðu allir sammála því sem ég tel augljós sannindi, það að kynjajafnrétti er ekki einungis sjálfsögð mannréttindi, heldur grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum. Peking-yfirlýsingin sem var samþykkt fyrir þrjátíu árum lagði þannig grunn að jafnréttisstarfi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og með ályktun öryggisráðsins númer 1325 um konur, frið og öryggi fimm árum síðar var mikilvægi þátttöku kvenna í öryggismálum og friðaruppbyggingu viðurkennt í fyrsta sinn. Fyllsta ástæða er til að fagna þeim ávinningi sem hefur náðst. En um leið verðum við að gera okkur grein fyrir því að nú stöndum við skyndilega frammi fyrir alvarlegu bakslagi þar sem kynjajafnrétti - og mannréttindi minnihlutahópa - eiga enn á ný undir högg að sækja. Við lifum við mesta átakatíma innan alþjóðakerfisins frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Pólitísk þróun ýtir undir vaxandi sundrung og átök, bæði innan samfélaga og á milli þeirra. Við verðum sífellt oftar vitni að orðræðu sem einkennist af beinni og óbeinni andstöðu við kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Líka hér á Íslandi, því miður. Þessi orðræða nær til allra króka og kima okkar tilveru, og birtist með nýjum hætti í kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í stafrænum heimi. Flest ríki heims eru í sömu sporum. Við þessar aðstæður verðum við að spyrja okkur hvernig best eigi að mæta þessum áskorunum. Hvernig getur Ísland verið í fararbroddi sterkrar viðspyrnu gegn þróun sem hér hefur verið lýst? Að mínu mati er mikilvægt að snúa vörn í sókn. Ísland hefur verið málsvari kynjajafnréttis og mannréttinda kvenna og stúlkna á alþjóðavettvangi í áratugi. Við þurfum að halda því áfram og gefa í, ef eitthvað er. Á okkur er hlustað vegna árangurs heimafyrir. Við segjum frá því hvernig jafnrétti hefur stutt við þróun íslensks samfélags sem býr við velmegun, frið og öryggi. Við deilum sýn okkar með öðrum og finnum til ábyrgðar gagnvart þeim sem enn búa við ójöfnuð og réttleysi. Hvert og eitt skref í átt að jafnrétti styrkir viðhorf sem einkennast af fordómaleysi og umburðarlyndi, þar sem fólk er metið að verðleikum óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, húðlit, trú eða tungumáli. Ísland leggur traust sitt á öflugt alþjóðakerfi. Við köllum eftir því að alþjóðalögum sé fylgt og alþjóðastofnanir séu virtar og skilvirkar. Ísland með Norðurlöndum og líkt þenkjandi ríkjum talar fyrir því að jafnrétti sé ekki einungis mannréttindi heldur uppspretta mikilvægra gilda á borð við fjölbreytni og jafnræði, sem skipti máli fyrir frið og þróun í öllum samfélögum. Ísland hefur lagt áherslu á stuðning við alþjóðastofnanir á borð við UN Women, sem leikur mikilvægt hlutverk við að auka velferð, valdeflingu og þátttöku kvenna um allan heim. Hér heima höfum við stutt við og átt gott samstarf við Landsnefnd UN Women sem vinnur ómetanlegt starf á sviði kynjajafnréttis á Íslandi og sem hluti af alþjóðastarfi stofnunarinnar. Landsnefndin hefur skipað áberandi sess í íslensku samfélagi um árabil og er einn stærsti styrktaraðili verkefna UN Women á alþjóðavettvangi. Sem dæmi um samstarfsverkefni ráðuneytisins og Landsnefndarinnar á liðnu ári er rýnihópavinna með drengjum og körlum sem getur lagt grunn að nýrri nálgun til árangurs á heimavelli og alþjóðlega. Skilaboð mín til UN Women og annarra sem láta sig varða mannréttindi og kynjajafnrétti eru þau að við megum ekki láta pólitíska öfga eða gamaldags hugmyndakerfi grafa undan árangri. Á þessu ári skulum við fagna mikilvægum áföngum í jafnréttisbaráttunni um allan heim, hér á Íslandi með Kvennaári til að minnast kvennaverkfallsins fyrir hálfri öld. Við skulum síðan, um leið og við þökkum þeim sem börðust í framvarðarlínu í upphafi jafnréttisbaráttunnar, taka höndum saman með þeim sem nú standa vaktina, ekki síst landsnefnd UN Women á Íslandi, og horfa ótrauð fram á veginn. Með hugrekki og kjark þeirra sem fyrst komu, með samstöðu og samvinnu okkar allra, grasrótar og stjórnvalda, getum við skapað betri og réttlátari heim – skref fyrir skref – í átt að fullu jafnrétti. Höfundur er utanríkisráðherra. Greinin er birt í tilefni 15 ára afmælis UN Women þann 2. júlí.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun