Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Agnar Már Másson skrifar 3. júlí 2025 08:02 „Ce document est un faux document,“ segir skólastjórinn í tölvupósti. Tripical segist ekki ætla að vinna með verktakanum framar. SÝN Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð þeirra til Reims í Frakklandi í júní. En ekkert varð úr skólaheimsókninni enda var þeim ekki boðið. Tripical segist harma atvikið. Í svari til fréttastofu segir framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar að undirverktakinn, sem átti milligöngu í samskiptum Tripical og franska skólans, hafi verið látinn fara vegna málsins enda hafi hann ekki fylgt verkferlum í þessu tilfelli. Heimsóknum skyndilega aflýst Hofsstaðaskóli í Garðabæ og Stekkaskjóli á Selfossi fóru báðir í fræðsluferir til Reims í Frakklandi í kringum 7. til 12. júní. Fræðsluferðirnar voru á vegum íslensku ferðaskrifstofunnar Tripical en þær voru styrktar úr endurmenntunarsjóð Kennarasambands Íslands (KÍ). Tripical hefur skipulagt slíkar fræðsluferðir fyrir fjölda skóla en KÍ þarf að sjá dagskrána og fá staðfestingar um skólaheimsóknir kennaranna til þess að ferðir séu styrkhæfar. Tripical býður upp á námsferðir fyrir kennara til Reims og fjölda annarra áfangastaða.Tripical Ferðanefnd Hofsstaðaskóla krafðist þess vegna boðsbréfs af Tripical, sem sá um samskipti við skólana erlendis. Að sögn starfsfólks í ferðanefnd skólans gekk illa að krefja Tripical um bréfið, þar til þau tjáðu ferðaskrifstofunni að það væri grundvöllur þess að kennarar fengju ferðastyrkinn greiddan. Loksins þá hafi svör borist innan við sólarhring, sem þótti grunsamlega fljótt miðað við fyrri svör. Skólaheimsóknum Hofsstaðaskóla var svo skyndilega aflýst degi fyrir ferðina, 6. júní, og Tripical bar fyrir sig að samræmd próf stæðu yfir í Frakklandi í samtölum við forsvarsmenn Hofsstaðaskóla. Þá voru starfsmenn búnir að greiða staðfestingagjald. Kennarar fengu þó styrkinn fyrir ferðinni og var kennurunum frekar boðið í kampavínsheimsókn í Reims og á safn Jeans-Baptiste de La Salle í stað heimsóknanna, að sögn starfsfólks. „Ce document est un faux document“ Starfsmaður í ferðanefnd Hofsstaðaskóla sem vill ekki láta nafns síns getið segir í samtali við fréttastofu að þegar heim til Íslands var komið hafi nefndin komist að því að boðsbréfið væri falsað. Með milligöngu Íslendings í Frakklandi hafi þau sett sig í samband við skólastýruna í Reims sem var skrifuð fyrir boðsbréfunum, sem Tripical afhenti og var send inn til KÍ vegna styrkveitinga. „Ég upplýsi ykkur hér með að þetta skjal sé falsað skjal,“ er skrifað á frönsku í tölvupósti sem Anne-Sophie Saisdubreil, yfirskólastýra í Epernay-héraði, sendi nefndinni með milligöngu Íslendings í Frakklandi. Skólastjórinn segist þvert á móti hafa tjáð Tripical að skólinn gæti ekki tekið á móti Hofsstaðaskóla þar sem hópurinn þótti of stór. Miðbær Reims þangað sem kennarar Hofsstaðaskóla héldu í námsferð án þess þó að geta heimsótt kollega eins og til stóð.Getty/Pakin Songmor „Ég skrifaði reyndar svipað boð vegna heimsóknar hóps íslenskra kennara hinn 4. mars 2025,“ heldur Saisdubreil áfram í tölvupóstinum og bætir við að hún hafi upplýst menntamálastofnun Frakklands um málið. Starfsmaðurinn í ferðanefndinni segir þetta skýra aðdraganda þess að staðfestingarbréfið hafi fengist að lokum, en hann segir það hafa verið mikið mál að heimta bréfið af Tripical. En þegar starfsmennirnir bentu á að bréfið væri grundvöllur ferðastyrksin, og í raun ferðarinnar, hafi staðfestingabréfið birst um hæl. Tripical svarar: „Við hörmum það“ Elísabet Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri og annar eigenda Tripical, gengst við því að bréfið sé falsað og segir að Tripical harmi atvikið. Fyrirtækið hafi ekki verið upplýst um málið fyrr en eftir ferðina enda hafi undirverktaki verið í sambandi við skólana úti í Frakklandi. Elísabet Agnarsdóttir hjá Tripical harmar atvikið.Vísir „Því miður var umrætt bréf ekki á rökum reist og hörmum við það,“ skrifar hún í svari við fyrirspurn blaðamanns. Elísabet segir að Tripical kaupi ávallt þjónustu af undirverktökum þegar kemur að skipulagningu fræðslu í ferðum kennara; stundum íslenskan aðila, stundum erlenda aðila og yfirleitt bæði í þeim löndum sem enska er ekki töluð. „Tripical er með skýra verkferla sem þessir verktakar eiga að vinna eftir, sem þeim virðist ekki hafa verið fylgt eftir í þessu tilviki því miður og verður ekki meira unnið með umræddum undirverktaka.“ Tripical muni ekki lengur vinna með umræddum undirverktaka. „Við vorum ekki upplýst um þetta máli fyrr en eftir að umrædd ferð var farin og hópurinn kominn heim,“ segir framkvæmdastjórinn enn fremur og bætir við að Tripical hafi nú sett sig í samband við skólastjórn viðkomandi skóla sem og Kennarasamband Íslands til að safna upplýsingum um málið. „Þetta atvik hafði ekki áhrif á styrkveitingu til farþega og varð enginn kennari/farþegi fyrir fjárhagslegu tjóni ,“ áréttir hún. „Við vinnum núna að því að búa til nýja verkferla sem snúa að undirverktökum Tripical til að fyrirbyggja svona mistök geti gerst í framtíðinni.“ Vísir setti sig í samband við Hafdísi Báru Kristmundsdóttur, skólastjóri Hofsstaðaskóla, sem vildi ekki tjá sig um málið. Uppfært 11.40: Elísabet hjá Tripical segir við Vísi að umrædd skólaheimsókn, staðfesting hverrar var fölsuð, hafi verið frestað mánuðum fyrir ferðina og hinar heimsóknir Hofsstaðaskóla, sem var frestað degi fyrir brottför, hafi verið með staðfestingu. Stekkjaskóli hafi fengið aðrar skýringar Stekkjaskóli á Selfossi var einmitt líka í fræðsluferð til Reims á sama tíma, einnig á vegum Tripical, og kennari þar lýsir slæmu skipulagi á ferðinni og segist einnig hafa átt í vandræðum við að að heimta boðsbréf frá skólunum í gegnum Tripical. Rétt eins og í Hofsstaðaskóla fengu starfsmenn Stekkjaskóla að heyra af því skömmu fyrir brottför að báðum fyrirhuguðum skólaheimsóknum hafi verið frestað. Kennarar í Stekkjaskóla eru ekki sáttir frekar en kollegar þeirra í Hofsstaðaskóla.Stekkjaskóli Lilja Ósk Kristbjarnardóttir, kennari í Stekkjaskóla sem sat í ferðanefnd skólans segir að sú skýring sem hún fékk á frestun skólaheimsóknanna væri að löng helgi væri í Frakklandi og ekki hægt að taka á móti skólanum. Þetta gæti vissulega stangast á við þær skýringar sem Hofsstaðaskóli fékk og vörðuðu um samræmd próf. Lilja lýsir einnig efasemdum um þessar skýringar enda væri enginn skóli „svo illa skipulagður“ að hann hafi ekki vitað af langri helgi með fyrirvara, hvað þá að báðir skólarnir hafi ætlað að heimsækja. „Síðan fáum við reyndar eina skólaheimsókn,“ segir Lilja, sem lýsir þeirri ferð sem „algjöru prumpi“. Hún bætir við: „Það var greinilega ekki búið að undirbúa neitt, það hafði líklega bara verið skipulagt samdægurs.“ Og það hafi greinilega ekki verið það eina sem var illa skipulagt í ferðinni heldur hafi Tripical einnig skipulagt kirkjuheimsókn á tíma sem kirkjan var lokuð vegna messu. „Þetta var bara brandari,“ segir Lilja um ferðina. Skóla- og menntamál Efnahagsbrot Neytendur Íslendingar erlendis Garðabær Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Tripical segist harma atvikið. Í svari til fréttastofu segir framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar að undirverktakinn, sem átti milligöngu í samskiptum Tripical og franska skólans, hafi verið látinn fara vegna málsins enda hafi hann ekki fylgt verkferlum í þessu tilfelli. Heimsóknum skyndilega aflýst Hofsstaðaskóli í Garðabæ og Stekkaskjóli á Selfossi fóru báðir í fræðsluferir til Reims í Frakklandi í kringum 7. til 12. júní. Fræðsluferðirnar voru á vegum íslensku ferðaskrifstofunnar Tripical en þær voru styrktar úr endurmenntunarsjóð Kennarasambands Íslands (KÍ). Tripical hefur skipulagt slíkar fræðsluferðir fyrir fjölda skóla en KÍ þarf að sjá dagskrána og fá staðfestingar um skólaheimsóknir kennaranna til þess að ferðir séu styrkhæfar. Tripical býður upp á námsferðir fyrir kennara til Reims og fjölda annarra áfangastaða.Tripical Ferðanefnd Hofsstaðaskóla krafðist þess vegna boðsbréfs af Tripical, sem sá um samskipti við skólana erlendis. Að sögn starfsfólks í ferðanefnd skólans gekk illa að krefja Tripical um bréfið, þar til þau tjáðu ferðaskrifstofunni að það væri grundvöllur þess að kennarar fengju ferðastyrkinn greiddan. Loksins þá hafi svör borist innan við sólarhring, sem þótti grunsamlega fljótt miðað við fyrri svör. Skólaheimsóknum Hofsstaðaskóla var svo skyndilega aflýst degi fyrir ferðina, 6. júní, og Tripical bar fyrir sig að samræmd próf stæðu yfir í Frakklandi í samtölum við forsvarsmenn Hofsstaðaskóla. Þá voru starfsmenn búnir að greiða staðfestingagjald. Kennarar fengu þó styrkinn fyrir ferðinni og var kennurunum frekar boðið í kampavínsheimsókn í Reims og á safn Jeans-Baptiste de La Salle í stað heimsóknanna, að sögn starfsfólks. „Ce document est un faux document“ Starfsmaður í ferðanefnd Hofsstaðaskóla sem vill ekki láta nafns síns getið segir í samtali við fréttastofu að þegar heim til Íslands var komið hafi nefndin komist að því að boðsbréfið væri falsað. Með milligöngu Íslendings í Frakklandi hafi þau sett sig í samband við skólastýruna í Reims sem var skrifuð fyrir boðsbréfunum, sem Tripical afhenti og var send inn til KÍ vegna styrkveitinga. „Ég upplýsi ykkur hér með að þetta skjal sé falsað skjal,“ er skrifað á frönsku í tölvupósti sem Anne-Sophie Saisdubreil, yfirskólastýra í Epernay-héraði, sendi nefndinni með milligöngu Íslendings í Frakklandi. Skólastjórinn segist þvert á móti hafa tjáð Tripical að skólinn gæti ekki tekið á móti Hofsstaðaskóla þar sem hópurinn þótti of stór. Miðbær Reims þangað sem kennarar Hofsstaðaskóla héldu í námsferð án þess þó að geta heimsótt kollega eins og til stóð.Getty/Pakin Songmor „Ég skrifaði reyndar svipað boð vegna heimsóknar hóps íslenskra kennara hinn 4. mars 2025,“ heldur Saisdubreil áfram í tölvupóstinum og bætir við að hún hafi upplýst menntamálastofnun Frakklands um málið. Starfsmaðurinn í ferðanefndinni segir þetta skýra aðdraganda þess að staðfestingarbréfið hafi fengist að lokum, en hann segir það hafa verið mikið mál að heimta bréfið af Tripical. En þegar starfsmennirnir bentu á að bréfið væri grundvöllur ferðastyrksin, og í raun ferðarinnar, hafi staðfestingabréfið birst um hæl. Tripical svarar: „Við hörmum það“ Elísabet Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri og annar eigenda Tripical, gengst við því að bréfið sé falsað og segir að Tripical harmi atvikið. Fyrirtækið hafi ekki verið upplýst um málið fyrr en eftir ferðina enda hafi undirverktaki verið í sambandi við skólana úti í Frakklandi. Elísabet Agnarsdóttir hjá Tripical harmar atvikið.Vísir „Því miður var umrætt bréf ekki á rökum reist og hörmum við það,“ skrifar hún í svari við fyrirspurn blaðamanns. Elísabet segir að Tripical kaupi ávallt þjónustu af undirverktökum þegar kemur að skipulagningu fræðslu í ferðum kennara; stundum íslenskan aðila, stundum erlenda aðila og yfirleitt bæði í þeim löndum sem enska er ekki töluð. „Tripical er með skýra verkferla sem þessir verktakar eiga að vinna eftir, sem þeim virðist ekki hafa verið fylgt eftir í þessu tilviki því miður og verður ekki meira unnið með umræddum undirverktaka.“ Tripical muni ekki lengur vinna með umræddum undirverktaka. „Við vorum ekki upplýst um þetta máli fyrr en eftir að umrædd ferð var farin og hópurinn kominn heim,“ segir framkvæmdastjórinn enn fremur og bætir við að Tripical hafi nú sett sig í samband við skólastjórn viðkomandi skóla sem og Kennarasamband Íslands til að safna upplýsingum um málið. „Þetta atvik hafði ekki áhrif á styrkveitingu til farþega og varð enginn kennari/farþegi fyrir fjárhagslegu tjóni ,“ áréttir hún. „Við vinnum núna að því að búa til nýja verkferla sem snúa að undirverktökum Tripical til að fyrirbyggja svona mistök geti gerst í framtíðinni.“ Vísir setti sig í samband við Hafdísi Báru Kristmundsdóttur, skólastjóri Hofsstaðaskóla, sem vildi ekki tjá sig um málið. Uppfært 11.40: Elísabet hjá Tripical segir við Vísi að umrædd skólaheimsókn, staðfesting hverrar var fölsuð, hafi verið frestað mánuðum fyrir ferðina og hinar heimsóknir Hofsstaðaskóla, sem var frestað degi fyrir brottför, hafi verið með staðfestingu. Stekkjaskóli hafi fengið aðrar skýringar Stekkjaskóli á Selfossi var einmitt líka í fræðsluferð til Reims á sama tíma, einnig á vegum Tripical, og kennari þar lýsir slæmu skipulagi á ferðinni og segist einnig hafa átt í vandræðum við að að heimta boðsbréf frá skólunum í gegnum Tripical. Rétt eins og í Hofsstaðaskóla fengu starfsmenn Stekkjaskóla að heyra af því skömmu fyrir brottför að báðum fyrirhuguðum skólaheimsóknum hafi verið frestað. Kennarar í Stekkjaskóla eru ekki sáttir frekar en kollegar þeirra í Hofsstaðaskóla.Stekkjaskóli Lilja Ósk Kristbjarnardóttir, kennari í Stekkjaskóla sem sat í ferðanefnd skólans segir að sú skýring sem hún fékk á frestun skólaheimsóknanna væri að löng helgi væri í Frakklandi og ekki hægt að taka á móti skólanum. Þetta gæti vissulega stangast á við þær skýringar sem Hofsstaðaskóli fékk og vörðuðu um samræmd próf. Lilja lýsir einnig efasemdum um þessar skýringar enda væri enginn skóli „svo illa skipulagður“ að hann hafi ekki vitað af langri helgi með fyrirvara, hvað þá að báðir skólarnir hafi ætlað að heimsækja. „Síðan fáum við reyndar eina skólaheimsókn,“ segir Lilja, sem lýsir þeirri ferð sem „algjöru prumpi“. Hún bætir við: „Það var greinilega ekki búið að undirbúa neitt, það hafði líklega bara verið skipulagt samdægurs.“ Og það hafi greinilega ekki verið það eina sem var illa skipulagt í ferðinni heldur hafi Tripical einnig skipulagt kirkjuheimsókn á tíma sem kirkjan var lokuð vegna messu. „Þetta var bara brandari,“ segir Lilja um ferðina.
Skóla- og menntamál Efnahagsbrot Neytendur Íslendingar erlendis Garðabær Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira