Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2025 10:15 Norræna er stærsta farþegaskip Færeyinga og siglir milli Hirtshals í Danmörku, Þórshafnar í Færeyjum og Seyðisfjarðar á Íslandi. Norskar björgunarsveitir hættu leit eftir þrjá tíma að manni sem féll fyrir borð í Norrænu undan suðurströnd Noregs. Búið er að bera kennsl á viðkomandi með manntali á farþegum og gera fjölskyldu hans viðvart. Ekki liggur fyrir hvenær leit hefst að nýju. Tilkynning barst um átta að íslenskum tíma í gærkvöldi um að maður hefði fallið útbyrðis sunnan við Noreg, milli Lindesnes og Mandal, á leið Norrænu frá Danmörku til Færeyjar. Farþegar um borð sáu atvikið og tilkynntu til áhafnarinnar sem stöðvaði skipið samstundis til að hefja leit. Vincent Roos, yfirmaður björgunaraðgerða hjá björgunarsveitum Noregs, sagði í samtali við Kringvarp Færeyja um ellefuleytið í gær að hvorki áhöfn Norrænu né norskar björgunarsveitir, sem notuðu þyrlur, skip og leitarbáta, hefðu fundið manninn. Leit hefði verið hætt eftir rúmlega þrjá tíma í ljósi þess að aðstæður gæfu litla von um að maðurinn fyndist. Sagði hann málið nú vera komið á borð lögreglunnar í Kristiansand sem sæi um rannsókn þess. Búið að bera kennsl á manninn Veðurskilyrði hefðu ekki verið slæm en mikill öldugangur hefði gert leitarfólki erfiðara fyrir. Að sögn Roos gerðu kringumstæður málsins að verkum að vonir um að finna manninn væru engar. Roos vildi þó ekki skýra nánar hvað hann ætti við með því. Búið er að taka manntal af farþegum skipsins og Jens Meinhard Rasmussen, forstjóri Smyril Line, sagði að búið væri að bera kennsl á viðkomandi og gera fjölskyldu hans viðvart. Roos gat þó ekki tjáð sig um það hvort um karl eða konu væri að ræða. Þá gat hann ekki sagt neitt um það hvort leit myndi hefjast að nýja eða hve lengi hún myndi standa yfir. Norræna er rekin af Smyril line sem er í færeyskri eigu og er Seyðsfjörður einn áfangastaða skipsins. Noregur Færeyjar Norræna Samgöngur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Tilkynning barst um átta að íslenskum tíma í gærkvöldi um að maður hefði fallið útbyrðis sunnan við Noreg, milli Lindesnes og Mandal, á leið Norrænu frá Danmörku til Færeyjar. Farþegar um borð sáu atvikið og tilkynntu til áhafnarinnar sem stöðvaði skipið samstundis til að hefja leit. Vincent Roos, yfirmaður björgunaraðgerða hjá björgunarsveitum Noregs, sagði í samtali við Kringvarp Færeyja um ellefuleytið í gær að hvorki áhöfn Norrænu né norskar björgunarsveitir, sem notuðu þyrlur, skip og leitarbáta, hefðu fundið manninn. Leit hefði verið hætt eftir rúmlega þrjá tíma í ljósi þess að aðstæður gæfu litla von um að maðurinn fyndist. Sagði hann málið nú vera komið á borð lögreglunnar í Kristiansand sem sæi um rannsókn þess. Búið að bera kennsl á manninn Veðurskilyrði hefðu ekki verið slæm en mikill öldugangur hefði gert leitarfólki erfiðara fyrir. Að sögn Roos gerðu kringumstæður málsins að verkum að vonir um að finna manninn væru engar. Roos vildi þó ekki skýra nánar hvað hann ætti við með því. Búið er að taka manntal af farþegum skipsins og Jens Meinhard Rasmussen, forstjóri Smyril Line, sagði að búið væri að bera kennsl á viðkomandi og gera fjölskyldu hans viðvart. Roos gat þó ekki tjáð sig um það hvort um karl eða konu væri að ræða. Þá gat hann ekki sagt neitt um það hvort leit myndi hefjast að nýja eða hve lengi hún myndi standa yfir. Norræna er rekin af Smyril line sem er í færeyskri eigu og er Seyðsfjörður einn áfangastaða skipsins.
Noregur Færeyjar Norræna Samgöngur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira