Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2025 14:44 Tómarúm hefur myndast í alþjóðlegum loftslagsviðræðum vegna fjarveru Bandaríkjamanna. Fundað hefur verið í Bonn í Þýskalandi undanfarna daga til þess að undirbúa stóru loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu í vetur. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn átti engan fulltrúa á undirbúningsfundi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í vikunni í fyrsta skipti frá því að alþjóðlegar viðræður hófust fyrir um þrjátíu árum. Önnur ríki eru sögð hafa fundið fyrir fjarveru þeirra en ekki endilega saknað þeirra. Fulltrúar flestra ríkja heims hittust á fundi í Bonn í Þýskalandi í vikunni til þess að undirbúa COP30-loftslagsráðstefnuna sem fer fram í Brasilíu síðar á þessu ári. Bandaríkjastjórn sendi engan samningamann til leiks en það hefur aldrei áður gerst frá því að alþjóðasamfélagið hóf formlegar loftslagsviðræður á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í takti við stefnu ríkisstjórnar repúblikana vestanhafs en þeir afneita staðreyndum um loftslagsbreytingar og ábyrgð manna á þeim. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur sagt sig frá Parísarsamkomulaginu en einnig freistað þess að legga stein í götu loftslagsvísindarannsókna. Þó að brotthvarf Bandaríkjanna, næstmesta losanda gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir og þeim mesta í sögulegu samhengi, sé mikið högg fyrir viðleitni annarra ríkja til þess að reyna að takmarka hættulega hlýnun jarðar er mörgum létt yfir því að Bandaríkjastjórn hafi ekki sent neina fulltrúa á fundinn. Margir óttuðust þannig að repúblikanastjórnin gæti reynt að spilla fyrir viðræðunum til þess að grafa undan loftslagsaðgerðum, að sögn evrópsku útgáfu Politico. „Almannarómur er að það sé ekki svo slæmt að þeir séu ekki hér. Það er auðvitað hræðilegt fyrir heiminn og að draga úr losun. En það gerir hlutina auðveldari í samningaviðræðum,“ hefur miðillinn eftir ónefndum samningamanna rómanskamerísks ríkis í Bonn. Sakna reynslu samningamannanna Fjarvera Bandaríkjanna skilur þó eftir tómarúm sem önnur ríki hafa ekki gert sig líkleg til þess að fylla enn sem komið er. Fulltrúar Evrópusambandsins, sem er nú að útvatna ýmsar loftlagsaðgerðir sínar, eru þannig sagðir halda að sér höndum meira en áður á fundum sem þessum. Fulltrúar ýmissa Evrópuríkja segja að þeir sakni reyndra samningamanna fyrri ríkisstjórna í Bandaríkjunum sem hafi stutt Evrópusambandið í mörgum máli í loftslagsviðræðum til þessa. Þeir hafi einnig staðið uppi í hárinu á ríkjum eins og Kína á þessum vettvangi. Kína, Indland og Sádi-Arabía geti nú haft meiri áhrif í fjarveru Bandaríkjanna. „Valdahlutföll hreyfast til við það að Bandaríkin séu ekki þarna, það er erfitt fyrir þróuð ríki,“ segir einn fulltrúar Evrópusambandsins. Gætu enn reynt að hleypa upp fundinum í Brasilíu Þó að Bandaríkjastjórn hafi kosið að senda engan til Bonn gæti hún enn reynt að hleypa upp stóra fundinum í Belém í Brasilíu í nóvember. Úrsögn hennar úr Parísarsamkomulaginu tekur enda ekki gildi fyrr en á næsta ári. „Þeir kusu að vera ekki hér en þeir gætu valið að vera í Belém,“ segir Ana Toni, framkvæmdastjóri COP30-ráðstefnunnar og loftslagsráðherra Brasilíu. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bandaríkin Evrópusambandið Kína Indland Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Fulltrúar flestra ríkja heims hittust á fundi í Bonn í Þýskalandi í vikunni til þess að undirbúa COP30-loftslagsráðstefnuna sem fer fram í Brasilíu síðar á þessu ári. Bandaríkjastjórn sendi engan samningamann til leiks en það hefur aldrei áður gerst frá því að alþjóðasamfélagið hóf formlegar loftslagsviðræður á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í takti við stefnu ríkisstjórnar repúblikana vestanhafs en þeir afneita staðreyndum um loftslagsbreytingar og ábyrgð manna á þeim. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur sagt sig frá Parísarsamkomulaginu en einnig freistað þess að legga stein í götu loftslagsvísindarannsókna. Þó að brotthvarf Bandaríkjanna, næstmesta losanda gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir og þeim mesta í sögulegu samhengi, sé mikið högg fyrir viðleitni annarra ríkja til þess að reyna að takmarka hættulega hlýnun jarðar er mörgum létt yfir því að Bandaríkjastjórn hafi ekki sent neina fulltrúa á fundinn. Margir óttuðust þannig að repúblikanastjórnin gæti reynt að spilla fyrir viðræðunum til þess að grafa undan loftslagsaðgerðum, að sögn evrópsku útgáfu Politico. „Almannarómur er að það sé ekki svo slæmt að þeir séu ekki hér. Það er auðvitað hræðilegt fyrir heiminn og að draga úr losun. En það gerir hlutina auðveldari í samningaviðræðum,“ hefur miðillinn eftir ónefndum samningamanna rómanskamerísks ríkis í Bonn. Sakna reynslu samningamannanna Fjarvera Bandaríkjanna skilur þó eftir tómarúm sem önnur ríki hafa ekki gert sig líkleg til þess að fylla enn sem komið er. Fulltrúar Evrópusambandsins, sem er nú að útvatna ýmsar loftlagsaðgerðir sínar, eru þannig sagðir halda að sér höndum meira en áður á fundum sem þessum. Fulltrúar ýmissa Evrópuríkja segja að þeir sakni reyndra samningamanna fyrri ríkisstjórna í Bandaríkjunum sem hafi stutt Evrópusambandið í mörgum máli í loftslagsviðræðum til þessa. Þeir hafi einnig staðið uppi í hárinu á ríkjum eins og Kína á þessum vettvangi. Kína, Indland og Sádi-Arabía geti nú haft meiri áhrif í fjarveru Bandaríkjanna. „Valdahlutföll hreyfast til við það að Bandaríkin séu ekki þarna, það er erfitt fyrir þróuð ríki,“ segir einn fulltrúar Evrópusambandsins. Gætu enn reynt að hleypa upp fundinum í Brasilíu Þó að Bandaríkjastjórn hafi kosið að senda engan til Bonn gæti hún enn reynt að hleypa upp stóra fundinum í Belém í Brasilíu í nóvember. Úrsögn hennar úr Parísarsamkomulaginu tekur enda ekki gildi fyrr en á næsta ári. „Þeir kusu að vera ekki hér en þeir gætu valið að vera í Belém,“ segir Ana Toni, framkvæmdastjóri COP30-ráðstefnunnar og loftslagsráðherra Brasilíu.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bandaríkin Evrópusambandið Kína Indland Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira