Umbóta þörf til að halda uppi lífsgæðum á Íslandi að mati OECD Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2025 14:32 Árangur íslenskra nemenda í Pisa-könnunum hefur versnað umtalsvert á þessari öld. OECD telur að bregðast þurfi við með samræmdum prófum og aukinni ábyrgð í stjórn menntamála. Vísir/Vilhelm Endurskoða þarf ríkisfjármálin, efla grunnmenntun, virkja meira og létta á reglugerðarfargani til þess að tryggja áframhaldandi hagvöxt og lífsgæði á Íslandi, að mati sérfræðinga Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Stofnunin segir sérstakt áhyggjuefni hvað Ísland hefur dregist eftir úr í menntamálum. Ný skýrsla OECD um Ísland var kynnt í dag. Auk efnahagsmála fjallar hún um stöðu menntamála, raforkumála og umbætur í lagaumhverfi viðskiptalífsins sem stofnunin telur þörf á. Ísland er eitt auðugasta OECD-ríkið þar sem efnahagslegur jöfnuður er einnig hvað mestur. Hagkerfið er sagt þolið fyrir áföllum og sterkir grundvallarþættir í því hafi gert Íslandi kleift að standa af sér storm á alþjóðavísu að undanförnu. Hins vegar telur stofnunin að óhóflega miklar reglugerðir, sérstaklega um stofnun fyrirtækja, og hnignun grunnhæfni eigi eftir að takmarka hagvöxt til framtíðar. Landið sé hlutfallslega lokað fyrir viðskiptum, raforkuframleiðendur eigi erfitt með að mæta eftirspurn og námsárangur íslenskra barna hafi versnað ískyggilega. Áfram aðhald í peningamálastefnunni Stofnunin telur að ríkisfjármál á Íslandi þurfi á endurskoðun að halda. Of lengi hafi stefnan ýtt undir sveiflur í hagkerfinu. Bent er á að núverandi ríkisstjórn ætli að taka upp reglur um ríkisútgjöld til þess að draga úr framúrkeyrslu ríkissjóðs sem muni hjálpa til við að tryggja fjárhagslega sjálfbærni hans. Þrátt fyrir að verðbólga hafi farið hjaðnandi telur OECD að peningamálastefnan eigi áfram að einkennast af aðhaldi þar til til verðbólga og verðbólguvæntingar nái jafnvægi í kringum markmið Seðlabankans um 2,5 prósent verðbólgu. Húsnæðismarkaðurinn er að ná jafnvægi eftir að vextir húsnæðislána landsmanna hækkuðu en spenna sé ennþá mikil. Þannig hafi húsnæðisverð aukist meira að raunvirði á Íslandi en í nokkru öðru norrænu ríki síðasta áratuginn. Stofnunin telur að hraðari leyfiveitingaferli og breytingar á landnotkun hjálpað til við að auka nýbyggginar til þess að halda í við fólksfjölgun og aukin efnahagsumsvif. Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti á síðustu misserum þrátt fyrir að verðbólga sé enn yfir markmiðum hans. OECD segir Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra að halda áfram að sýna aðhald í peningamálastefnunni.Vísir/Anton Varðandi skattheimtu nefnir OECD sérstaklega að greiða ætti fullan virðisaukaskatt af ferðaþjónustu. Hann er nú ellefu prósent en almenna hlutfallið er 24 prósent. Þetta segir OECD draga úr skatttekjum ríkissjóðs og skapa ójöfnuð á milli atvinnugreina. OECD leggur til að íslensk stjórnvöld láti það vera í framtíðinni að blanda sér inn í kjarasamningsgerð með loforðum um ríkisútgjöld. Þetta hafi verið gert í kjarasamningum í fyrra með auknum fjárútlátum sem ekki var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisins. Skortir yfirsýn yfir árangur skóla og nemenda Sérstökum áhyggjum lýsa sérfræðingar OECD af stöðu grunnmenntunar á Íslandi. Árangur íslenskra nemenda í alþjóðlegu PISA-könnunni um meira en fjörutíu stig á milli 2006 og 2022 geti dregið úr framleiðni um fimm prósent til lengri tíma litið. Stjórnvöld eru sögð skorta yfirsýn yfir frammistöðu skóla og nemenda. OECD leggur til að tekin verði aftur upp samræmd próf til þesss að meta betur árangur bæði nemenda og skóla. Þá telur stofnunin að auka þurfi gæði kennslu á Íslandi. Það væri til dæmis hægt að gera með því að hækka laun eða með sérstökum þóknunum fyrir krefjandi aðstæður gegn því að kennarar gangist undir betra frammistöðumat. Kennarar fóru í verkfall í vetur til þess að krefjast hærri launa.Vísir/Einar Námsskrá íslenskra skóla er sögð tiltölulega almenn og ósérhæfð. Leggja þyrfti meiri áherslu á kjarnagreina til þess að bæta grunnþekkingu eins og lestur og talnalæsi. Samhljómur þurfi jafnframt að vera á milli námsskrárinnar og samræmdra prófa. OECD bendir á hversu mikill munur sé á námsárangri innfæddra nemenda og innflytjenda. Meira en helmingur barna innflytjenda hafi ekki nægan lesskilning til þess að sækja sér æðri menntun eða vinnu. Styðja þurfi börn innflytjenda í skólum, sérstaklega með bættri íslenskukennslu, til þess að styrkja stöðu þeirra í þar og á vinnumarkaði. Einfaldi stjórnsýslu til þess að auka raforkuframleiðslu Auka þarf framboð á raforku til þess að mæta orkuskiptum vegna loftslagsbreytinga, að mati OECD. Eftirspurn eftir orku hafi aukist en framleiðendur eigi erfitt með að mæta henni. Skerðingar séu því tíðari og verð á raforku fari hækkandi. Deilur um landnotkun og þunglamalegt leyfisveitingaferli heldur aftur af nýjum virkjunum og framkvæmdum við flutningslínur. Vindorka er sögð vannýtt auðlind, meðal annars vegna þess að vatnsafls- eða jarðhitavirkjanakosti skorti sem jöfnunarafl. Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun í Þjórsá. Lengi hefur verið deilt um hana og dómstóll felldi framkvæmdaleyfi Landsvirkjunar úr gildi. Ráðherra lagði í kjölfarið fram lög á Alþingi til þess að koma framkvæmdum aftur í gang.Skeiða- og gnúpverjahreppur Hægt væri að auka raforkuframleiðslu með því að einfalda og flýta fyrir stjórnsýslu í kringum virkjanir sem hafa þegar verið samþykktar. OECD vill sjá heildsölumarkað með raforku á Íslandi stækka til þess að auka skilvirkni raforkukerfisins. Verðmyndun þurfi að taka mið af eftirspurn en sömuleiðis þurfi að tryggja betur stöðu heimila þegar skerða þarf afhendingu raforku. Of erfitt að stofna fyrirtæki Þó að viðskiptaumhverfi á Íslandi sé almennt mjög gott að mati OECD segir stofnunin reglur um vörumarkað á Íslandi strangari en í mörgum öðrum ríkjum. Á fáum stöðum sé erfiðara að komast inn á markaðinn en hér. Þá telur stofnunin of margar stjórnsýslu- og reglugerðahindranir eru í vegi þeirra sem vilja stofna fyrirtæki á Íslandi sem dragi úr nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Til þess að bæta úr því væri hægt að einfalda stjórnsýslu við leyfisveitingar, til dæmis með því að að frumkvöðlar geti sótt um öll leyfi sem þeir þurfa á einum stað. Endurskoða þurfi reglur um starfsleyfi fyrirtækja og einstaklinga sem OECD telur of íþyngjandi í mörgum tilfellum. Tollar eru almennt lágir á Íslandi en mörg ljón eru í vegi erlendrar fjárfestingar og viðskipta með þjónustu á sumum sviðum. Íslensk stjórnvöld geti takmarkað erlenda fjárfestingu á efnahagslegum forsendum á grunni núgildandi laga. Takmarkanir séu auk þess á getu erlendra fyrirtækja til þess að stofna útibú á Íslandi og reglur séu um að stjórnarmenn og stjórnendur félaga þurfi að vera búsettir á Íslandi. OECD telur að endursloða ætti þessar reglur og fella úr gildi eftir atvikum. Efnahagsmál Skóla- og menntamál Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Ný skýrsla OECD um Ísland var kynnt í dag. Auk efnahagsmála fjallar hún um stöðu menntamála, raforkumála og umbætur í lagaumhverfi viðskiptalífsins sem stofnunin telur þörf á. Ísland er eitt auðugasta OECD-ríkið þar sem efnahagslegur jöfnuður er einnig hvað mestur. Hagkerfið er sagt þolið fyrir áföllum og sterkir grundvallarþættir í því hafi gert Íslandi kleift að standa af sér storm á alþjóðavísu að undanförnu. Hins vegar telur stofnunin að óhóflega miklar reglugerðir, sérstaklega um stofnun fyrirtækja, og hnignun grunnhæfni eigi eftir að takmarka hagvöxt til framtíðar. Landið sé hlutfallslega lokað fyrir viðskiptum, raforkuframleiðendur eigi erfitt með að mæta eftirspurn og námsárangur íslenskra barna hafi versnað ískyggilega. Áfram aðhald í peningamálastefnunni Stofnunin telur að ríkisfjármál á Íslandi þurfi á endurskoðun að halda. Of lengi hafi stefnan ýtt undir sveiflur í hagkerfinu. Bent er á að núverandi ríkisstjórn ætli að taka upp reglur um ríkisútgjöld til þess að draga úr framúrkeyrslu ríkissjóðs sem muni hjálpa til við að tryggja fjárhagslega sjálfbærni hans. Þrátt fyrir að verðbólga hafi farið hjaðnandi telur OECD að peningamálastefnan eigi áfram að einkennast af aðhaldi þar til til verðbólga og verðbólguvæntingar nái jafnvægi í kringum markmið Seðlabankans um 2,5 prósent verðbólgu. Húsnæðismarkaðurinn er að ná jafnvægi eftir að vextir húsnæðislána landsmanna hækkuðu en spenna sé ennþá mikil. Þannig hafi húsnæðisverð aukist meira að raunvirði á Íslandi en í nokkru öðru norrænu ríki síðasta áratuginn. Stofnunin telur að hraðari leyfiveitingaferli og breytingar á landnotkun hjálpað til við að auka nýbyggginar til þess að halda í við fólksfjölgun og aukin efnahagsumsvif. Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti á síðustu misserum þrátt fyrir að verðbólga sé enn yfir markmiðum hans. OECD segir Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra að halda áfram að sýna aðhald í peningamálastefnunni.Vísir/Anton Varðandi skattheimtu nefnir OECD sérstaklega að greiða ætti fullan virðisaukaskatt af ferðaþjónustu. Hann er nú ellefu prósent en almenna hlutfallið er 24 prósent. Þetta segir OECD draga úr skatttekjum ríkissjóðs og skapa ójöfnuð á milli atvinnugreina. OECD leggur til að íslensk stjórnvöld láti það vera í framtíðinni að blanda sér inn í kjarasamningsgerð með loforðum um ríkisútgjöld. Þetta hafi verið gert í kjarasamningum í fyrra með auknum fjárútlátum sem ekki var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisins. Skortir yfirsýn yfir árangur skóla og nemenda Sérstökum áhyggjum lýsa sérfræðingar OECD af stöðu grunnmenntunar á Íslandi. Árangur íslenskra nemenda í alþjóðlegu PISA-könnunni um meira en fjörutíu stig á milli 2006 og 2022 geti dregið úr framleiðni um fimm prósent til lengri tíma litið. Stjórnvöld eru sögð skorta yfirsýn yfir frammistöðu skóla og nemenda. OECD leggur til að tekin verði aftur upp samræmd próf til þesss að meta betur árangur bæði nemenda og skóla. Þá telur stofnunin að auka þurfi gæði kennslu á Íslandi. Það væri til dæmis hægt að gera með því að hækka laun eða með sérstökum þóknunum fyrir krefjandi aðstæður gegn því að kennarar gangist undir betra frammistöðumat. Kennarar fóru í verkfall í vetur til þess að krefjast hærri launa.Vísir/Einar Námsskrá íslenskra skóla er sögð tiltölulega almenn og ósérhæfð. Leggja þyrfti meiri áherslu á kjarnagreina til þess að bæta grunnþekkingu eins og lestur og talnalæsi. Samhljómur þurfi jafnframt að vera á milli námsskrárinnar og samræmdra prófa. OECD bendir á hversu mikill munur sé á námsárangri innfæddra nemenda og innflytjenda. Meira en helmingur barna innflytjenda hafi ekki nægan lesskilning til þess að sækja sér æðri menntun eða vinnu. Styðja þurfi börn innflytjenda í skólum, sérstaklega með bættri íslenskukennslu, til þess að styrkja stöðu þeirra í þar og á vinnumarkaði. Einfaldi stjórnsýslu til þess að auka raforkuframleiðslu Auka þarf framboð á raforku til þess að mæta orkuskiptum vegna loftslagsbreytinga, að mati OECD. Eftirspurn eftir orku hafi aukist en framleiðendur eigi erfitt með að mæta henni. Skerðingar séu því tíðari og verð á raforku fari hækkandi. Deilur um landnotkun og þunglamalegt leyfisveitingaferli heldur aftur af nýjum virkjunum og framkvæmdum við flutningslínur. Vindorka er sögð vannýtt auðlind, meðal annars vegna þess að vatnsafls- eða jarðhitavirkjanakosti skorti sem jöfnunarafl. Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun í Þjórsá. Lengi hefur verið deilt um hana og dómstóll felldi framkvæmdaleyfi Landsvirkjunar úr gildi. Ráðherra lagði í kjölfarið fram lög á Alþingi til þess að koma framkvæmdum aftur í gang.Skeiða- og gnúpverjahreppur Hægt væri að auka raforkuframleiðslu með því að einfalda og flýta fyrir stjórnsýslu í kringum virkjanir sem hafa þegar verið samþykktar. OECD vill sjá heildsölumarkað með raforku á Íslandi stækka til þess að auka skilvirkni raforkukerfisins. Verðmyndun þurfi að taka mið af eftirspurn en sömuleiðis þurfi að tryggja betur stöðu heimila þegar skerða þarf afhendingu raforku. Of erfitt að stofna fyrirtæki Þó að viðskiptaumhverfi á Íslandi sé almennt mjög gott að mati OECD segir stofnunin reglur um vörumarkað á Íslandi strangari en í mörgum öðrum ríkjum. Á fáum stöðum sé erfiðara að komast inn á markaðinn en hér. Þá telur stofnunin of margar stjórnsýslu- og reglugerðahindranir eru í vegi þeirra sem vilja stofna fyrirtæki á Íslandi sem dragi úr nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Til þess að bæta úr því væri hægt að einfalda stjórnsýslu við leyfisveitingar, til dæmis með því að að frumkvöðlar geti sótt um öll leyfi sem þeir þurfa á einum stað. Endurskoða þurfi reglur um starfsleyfi fyrirtækja og einstaklinga sem OECD telur of íþyngjandi í mörgum tilfellum. Tollar eru almennt lágir á Íslandi en mörg ljón eru í vegi erlendrar fjárfestingar og viðskipta með þjónustu á sumum sviðum. Íslensk stjórnvöld geti takmarkað erlenda fjárfestingu á efnahagslegum forsendum á grunni núgildandi laga. Takmarkanir séu auk þess á getu erlendra fyrirtækja til þess að stofna útibú á Íslandi og reglur séu um að stjórnarmenn og stjórnendur félaga þurfi að vera búsettir á Íslandi. OECD telur að endursloða ætti þessar reglur og fella úr gildi eftir atvikum.
Efnahagsmál Skóla- og menntamál Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira