Hvar er Khamenei? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júní 2025 08:54 Íranir eru sagðir hafa nokkrar áhyggjur af velferð æðsta leiðtogans. Getty/Majid Saeedi „Fólk hefur áhyggjur af leiðtoganum. Getur þú sagt okkur hvar hann er?“ spurði sjónvarpsþáttastjórnandi í Íran í gær en gestur hans var Mehdi Fazaeli, starfsmaður Ayatollah Ali Khamenei. Þáttastjórnandinn sagði marga áhorfendur hafa sett sig í samband með þessa spurningu; hvar æðsti leiðtogi landsins væri, en þrátt fyrir miklar vendingar í málefnum Íran síðustu daga hefur ekkert heyrst frá Khamenei í um viku. Fazaeli svaraði að sjálfur hefði hann fengið fjölda fyrirspurna frá embættismönnum og fleirum, sem hefðu áhyggjur af Khamenei. Hann virtist þó ekki vilja, eða geta, svarað spurningunni beint. „Við ættum öll að biðja,“ sagði Fazaeli. „Þeir sem bera ábyrgð á því að vernda leiðtogann sinna hlutverki sínu vel. Ef guð lofar mun þjóð okkar fagna sigri við hlið leiðtoga síns. Ef guð lofar.“ Frá þessu greinir New York Times en frá því að síðast heyrðist frá Khamenei hafa Bandaríkin gert árásir á kjarnorkuinnviði Íran, Íran svarað fyrir sig með árás á herstöð Bandaríkjanna í Katar og Íran og Ísrael komist að samkomulagi um vopnahlé. Donald Trump Bandaríkjaforseti lét þau orð falla á dögunum að Bandaríkjamenn vissu hvar Khamenei hefðist við en að það væri ekki tímabært að ráða hann af dögum... ekki enn sem komið er. Þrátt fyrir þögn Khamenei eru engar vísbendingar uppi um að hann sé allur en samkvæmt New York Times hafa margir Íranir engu að síður töluverðar áhyggjur af leiðtoganum. Miðillinn segir ýmsar vangaveltur á lofti, meðal annars hvort dregið hafi úr völdum hans og hvort hann hafi átt aðkomu að ákvörðunum síðustu daga. Hamzeh Safavi, stjórnmálaskýrandi og sonur hershöfðingjans Yahya Safavi, sem er einn af helstu hernaðarráðgjöfum Khamenei, segir herinn hins vegar á því að Ísraelsmenn gætu enn freistað þess að ráða leiðtoganum bana og því sé hann í afar takmörkuðum samskiptum við „umheiminn“. Safavi segist þó telja að Khamenei komi að öllum lykilákvörðunum úr öruggri fjarlægð. New York Times hefur eftir háttsettum embættismönnum að stjórnmálamenn og herforingjar ynnu nú að því að mynda bandalög til að freista þess að ná völdum. Bandalögin hafi ólíka sýn á framtíð Íran en nú séu við stjórnvölinn menn sem hugnast helst hófsemi og friðarumleitanir. Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Þáttastjórnandinn sagði marga áhorfendur hafa sett sig í samband með þessa spurningu; hvar æðsti leiðtogi landsins væri, en þrátt fyrir miklar vendingar í málefnum Íran síðustu daga hefur ekkert heyrst frá Khamenei í um viku. Fazaeli svaraði að sjálfur hefði hann fengið fjölda fyrirspurna frá embættismönnum og fleirum, sem hefðu áhyggjur af Khamenei. Hann virtist þó ekki vilja, eða geta, svarað spurningunni beint. „Við ættum öll að biðja,“ sagði Fazaeli. „Þeir sem bera ábyrgð á því að vernda leiðtogann sinna hlutverki sínu vel. Ef guð lofar mun þjóð okkar fagna sigri við hlið leiðtoga síns. Ef guð lofar.“ Frá þessu greinir New York Times en frá því að síðast heyrðist frá Khamenei hafa Bandaríkin gert árásir á kjarnorkuinnviði Íran, Íran svarað fyrir sig með árás á herstöð Bandaríkjanna í Katar og Íran og Ísrael komist að samkomulagi um vopnahlé. Donald Trump Bandaríkjaforseti lét þau orð falla á dögunum að Bandaríkjamenn vissu hvar Khamenei hefðist við en að það væri ekki tímabært að ráða hann af dögum... ekki enn sem komið er. Þrátt fyrir þögn Khamenei eru engar vísbendingar uppi um að hann sé allur en samkvæmt New York Times hafa margir Íranir engu að síður töluverðar áhyggjur af leiðtoganum. Miðillinn segir ýmsar vangaveltur á lofti, meðal annars hvort dregið hafi úr völdum hans og hvort hann hafi átt aðkomu að ákvörðunum síðustu daga. Hamzeh Safavi, stjórnmálaskýrandi og sonur hershöfðingjans Yahya Safavi, sem er einn af helstu hernaðarráðgjöfum Khamenei, segir herinn hins vegar á því að Ísraelsmenn gætu enn freistað þess að ráða leiðtoganum bana og því sé hann í afar takmörkuðum samskiptum við „umheiminn“. Safavi segist þó telja að Khamenei komi að öllum lykilákvörðunum úr öruggri fjarlægð. New York Times hefur eftir háttsettum embættismönnum að stjórnmálamenn og herforingjar ynnu nú að því að mynda bandalög til að freista þess að ná völdum. Bandalögin hafi ólíka sýn á framtíð Íran en nú séu við stjórnvölinn menn sem hugnast helst hófsemi og friðarumleitanir.
Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira