Hvar er Khamenei? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júní 2025 08:54 Íranir eru sagðir hafa nokkrar áhyggjur af velferð æðsta leiðtogans. Getty/Majid Saeedi „Fólk hefur áhyggjur af leiðtoganum. Getur þú sagt okkur hvar hann er?“ spurði sjónvarpsþáttastjórnandi í Íran í gær en gestur hans var Mehdi Fazaeli, starfsmaður Ayatollah Ali Khamenei. Þáttastjórnandinn sagði marga áhorfendur hafa sett sig í samband með þessa spurningu; hvar æðsti leiðtogi landsins væri, en þrátt fyrir miklar vendingar í málefnum Íran síðustu daga hefur ekkert heyrst frá Khamenei í um viku. Fazaeli svaraði að sjálfur hefði hann fengið fjölda fyrirspurna frá embættismönnum og fleirum, sem hefðu áhyggjur af Khamenei. Hann virtist þó ekki vilja, eða geta, svarað spurningunni beint. „Við ættum öll að biðja,“ sagði Fazaeli. „Þeir sem bera ábyrgð á því að vernda leiðtogann sinna hlutverki sínu vel. Ef guð lofar mun þjóð okkar fagna sigri við hlið leiðtoga síns. Ef guð lofar.“ Frá þessu greinir New York Times en frá því að síðast heyrðist frá Khamenei hafa Bandaríkin gert árásir á kjarnorkuinnviði Íran, Íran svarað fyrir sig með árás á herstöð Bandaríkjanna í Katar og Íran og Ísrael komist að samkomulagi um vopnahlé. Donald Trump Bandaríkjaforseti lét þau orð falla á dögunum að Bandaríkjamenn vissu hvar Khamenei hefðist við en að það væri ekki tímabært að ráða hann af dögum... ekki enn sem komið er. Þrátt fyrir þögn Khamenei eru engar vísbendingar uppi um að hann sé allur en samkvæmt New York Times hafa margir Íranir engu að síður töluverðar áhyggjur af leiðtoganum. Miðillinn segir ýmsar vangaveltur á lofti, meðal annars hvort dregið hafi úr völdum hans og hvort hann hafi átt aðkomu að ákvörðunum síðustu daga. Hamzeh Safavi, stjórnmálaskýrandi og sonur hershöfðingjans Yahya Safavi, sem er einn af helstu hernaðarráðgjöfum Khamenei, segir herinn hins vegar á því að Ísraelsmenn gætu enn freistað þess að ráða leiðtoganum bana og því sé hann í afar takmörkuðum samskiptum við „umheiminn“. Safavi segist þó telja að Khamenei komi að öllum lykilákvörðunum úr öruggri fjarlægð. New York Times hefur eftir háttsettum embættismönnum að stjórnmálamenn og herforingjar ynnu nú að því að mynda bandalög til að freista þess að ná völdum. Bandalögin hafi ólíka sýn á framtíð Íran en nú séu við stjórnvölinn menn sem hugnast helst hófsemi og friðarumleitanir. Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Þáttastjórnandinn sagði marga áhorfendur hafa sett sig í samband með þessa spurningu; hvar æðsti leiðtogi landsins væri, en þrátt fyrir miklar vendingar í málefnum Íran síðustu daga hefur ekkert heyrst frá Khamenei í um viku. Fazaeli svaraði að sjálfur hefði hann fengið fjölda fyrirspurna frá embættismönnum og fleirum, sem hefðu áhyggjur af Khamenei. Hann virtist þó ekki vilja, eða geta, svarað spurningunni beint. „Við ættum öll að biðja,“ sagði Fazaeli. „Þeir sem bera ábyrgð á því að vernda leiðtogann sinna hlutverki sínu vel. Ef guð lofar mun þjóð okkar fagna sigri við hlið leiðtoga síns. Ef guð lofar.“ Frá þessu greinir New York Times en frá því að síðast heyrðist frá Khamenei hafa Bandaríkin gert árásir á kjarnorkuinnviði Íran, Íran svarað fyrir sig með árás á herstöð Bandaríkjanna í Katar og Íran og Ísrael komist að samkomulagi um vopnahlé. Donald Trump Bandaríkjaforseti lét þau orð falla á dögunum að Bandaríkjamenn vissu hvar Khamenei hefðist við en að það væri ekki tímabært að ráða hann af dögum... ekki enn sem komið er. Þrátt fyrir þögn Khamenei eru engar vísbendingar uppi um að hann sé allur en samkvæmt New York Times hafa margir Íranir engu að síður töluverðar áhyggjur af leiðtoganum. Miðillinn segir ýmsar vangaveltur á lofti, meðal annars hvort dregið hafi úr völdum hans og hvort hann hafi átt aðkomu að ákvörðunum síðustu daga. Hamzeh Safavi, stjórnmálaskýrandi og sonur hershöfðingjans Yahya Safavi, sem er einn af helstu hernaðarráðgjöfum Khamenei, segir herinn hins vegar á því að Ísraelsmenn gætu enn freistað þess að ráða leiðtoganum bana og því sé hann í afar takmörkuðum samskiptum við „umheiminn“. Safavi segist þó telja að Khamenei komi að öllum lykilákvörðunum úr öruggri fjarlægð. New York Times hefur eftir háttsettum embættismönnum að stjórnmálamenn og herforingjar ynnu nú að því að mynda bandalög til að freista þess að ná völdum. Bandalögin hafi ólíka sýn á framtíð Íran en nú séu við stjórnvölinn menn sem hugnast helst hófsemi og friðarumleitanir.
Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira