Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2025 07:03 Kaffibarinn Barbara opnar innan tíðar í húsinu sem áður hefur hýst Súfistann og Mánabar. Aðsend Í sögufrægu húsi í hjarta Hafnarfjarðar, þar sem kaffihúsið Súfistinn var og hét í þrjátíu ár, rís nýr kaffibar að nafni Barbara. Eigandi segir Hafnfirðinga hrannast inn á staðinn, þar sem framkvæmdir standa enn yfir, til að segja sögur af húsinu og lýsa yfir þakklæti yfir að húsið öðlist nýtt líf. Húsið við Strandgötu 9 er elsta steinsteypta húsið í Hafnarfirði og á sér ríkulega sögu. Katla Karlsdóttir eigandi Barböru rekur þá mismunandi starfsemi sem þar hefur verið í gegn um tíðina samtali við fréttastofu. „Það er mikil saga í húsinu, frá því að Mánabar var öðru megin og rakarastofa hinu megin og svo er Súfistinn eitthvað sem flestir þekkja. Svo hefur verið þarna hjólbarðaverkstæði, Vogue og fleira. Þannig að Hafnfirðingum þykir mjög vænt um þetta hús.“ Í janúar lokaði Súfistinn fyrir fullt og allt eftir þrjátíu ára rekstur. Teikn voru á lofti um að stækka húsið um allt að fjögur hundruð fermetra og reisa mathöll í húsnæðinu. Miklar breytingar hafa verið gerðar á efri hæðinni. Hraunhamrar/Aðsend „Það voru mjög skiptar skoðanir á því innan bæjarins. Þetta er gamalt hús og fólk kunni vel við útlitið á því eins og það er,“ segir Katla. Nýir aðilar hafi keypt húsið um það leyti sem Súfistinn lokaði. „Þau voru opin fyrir ýmsum möguleikum. Við stukkum á þau um leið og þau keyptu, ásamt fullt af öðru fólki. Einhverjir vildu opna hárgreiðslustofu, skrifstofur og allt mögulegt. Við náðum vel saman og vorum með hugmynd sem þau fíluðu,“ segir Katla. Hugmyndin er kaffibar sem opnar snemma og lokar seint. Kaffi, vín, einfaldir kokteilar og ostar verða meðal annars á matseðlinum. Framkvæmdir hófust fyrir rúmum mánuði og Katla reiknar með að opna Barböru eftir þrjár til fjórar vikur ef allt gengur eftir. Hún segir frá góðum undirtektum og miklum áhuga Hafnfirðinga. Undirbúningur fyrir opnun er í fullum gangi. Aðsend „Ég hef aldrei vitað annað eins. Frá því að við tókum við kemur fólk í hrönnum inn á gólf og ef það er ekki opið að framan kemur fólk bara baka til. Og segir okkur sögur af húsinu, deilir reynslu sinni, forvitnast eða segja hvað þau eru guðs lifandi fegin að það sé verið að opna eitthvað aftur. Alveg frá uppklæddum mótorhjólaköppum í fullum skrúða yfir í nágranna eða aðra bæjarbúa.“ Katla er ákveðin í að innrétta staðinn í takt við húsið og sögu þess. Hún segist kíkja í Góða hirðinn á hverjum degi í leit að húsgögnum og hlutum til að innrétta staðinn með. „Það má ekkert líta úr fyrir að vera yngra en fimmtíu ára. Þannig að ég er búin að vera að þræða nytjamarkaði og finna gullmola þar sem ég vel af mikilli kostgæfni.“ Mikil vinna fer í að velja réttu hlutina fyrir kaffihúsið að sögn Kötlu. Aðsend Sem fyrr segir er Katla himinlifandi með stuðninginn sem hún hefur fengið. Fylgjendum Barböru á Instagram, þar sem Katla sýnir framvindu framkvæmdanna, hefur snarfjölgað síðustu daga. Áhugasömum er bent á Instagram síðuna Barbarakaffibar. Veitingastaðir Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira
Húsið við Strandgötu 9 er elsta steinsteypta húsið í Hafnarfirði og á sér ríkulega sögu. Katla Karlsdóttir eigandi Barböru rekur þá mismunandi starfsemi sem þar hefur verið í gegn um tíðina samtali við fréttastofu. „Það er mikil saga í húsinu, frá því að Mánabar var öðru megin og rakarastofa hinu megin og svo er Súfistinn eitthvað sem flestir þekkja. Svo hefur verið þarna hjólbarðaverkstæði, Vogue og fleira. Þannig að Hafnfirðingum þykir mjög vænt um þetta hús.“ Í janúar lokaði Súfistinn fyrir fullt og allt eftir þrjátíu ára rekstur. Teikn voru á lofti um að stækka húsið um allt að fjögur hundruð fermetra og reisa mathöll í húsnæðinu. Miklar breytingar hafa verið gerðar á efri hæðinni. Hraunhamrar/Aðsend „Það voru mjög skiptar skoðanir á því innan bæjarins. Þetta er gamalt hús og fólk kunni vel við útlitið á því eins og það er,“ segir Katla. Nýir aðilar hafi keypt húsið um það leyti sem Súfistinn lokaði. „Þau voru opin fyrir ýmsum möguleikum. Við stukkum á þau um leið og þau keyptu, ásamt fullt af öðru fólki. Einhverjir vildu opna hárgreiðslustofu, skrifstofur og allt mögulegt. Við náðum vel saman og vorum með hugmynd sem þau fíluðu,“ segir Katla. Hugmyndin er kaffibar sem opnar snemma og lokar seint. Kaffi, vín, einfaldir kokteilar og ostar verða meðal annars á matseðlinum. Framkvæmdir hófust fyrir rúmum mánuði og Katla reiknar með að opna Barböru eftir þrjár til fjórar vikur ef allt gengur eftir. Hún segir frá góðum undirtektum og miklum áhuga Hafnfirðinga. Undirbúningur fyrir opnun er í fullum gangi. Aðsend „Ég hef aldrei vitað annað eins. Frá því að við tókum við kemur fólk í hrönnum inn á gólf og ef það er ekki opið að framan kemur fólk bara baka til. Og segir okkur sögur af húsinu, deilir reynslu sinni, forvitnast eða segja hvað þau eru guðs lifandi fegin að það sé verið að opna eitthvað aftur. Alveg frá uppklæddum mótorhjólaköppum í fullum skrúða yfir í nágranna eða aðra bæjarbúa.“ Katla er ákveðin í að innrétta staðinn í takt við húsið og sögu þess. Hún segist kíkja í Góða hirðinn á hverjum degi í leit að húsgögnum og hlutum til að innrétta staðinn með. „Það má ekkert líta úr fyrir að vera yngra en fimmtíu ára. Þannig að ég er búin að vera að þræða nytjamarkaði og finna gullmola þar sem ég vel af mikilli kostgæfni.“ Mikil vinna fer í að velja réttu hlutina fyrir kaffihúsið að sögn Kötlu. Aðsend Sem fyrr segir er Katla himinlifandi með stuðninginn sem hún hefur fengið. Fylgjendum Barböru á Instagram, þar sem Katla sýnir framvindu framkvæmdanna, hefur snarfjölgað síðustu daga. Áhugasömum er bent á Instagram síðuna Barbarakaffibar.
Veitingastaðir Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira