Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júní 2025 20:13 Donald Trump Bandaríkjaforseti sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Haag í dag, þar sem leiðtogafundur NATO fer fram. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fulltrúar Bandaríkjanna og Íran muni hittast í næstu viku og hefja viðræður um mögulegan kjarnorkusamning. Hann segir þó skipta litlu máli hvort samkomulag náist þar sem þegar væri búið að eyðileggja kjarnorkuáætlun Íran. Frá þessu greindi Trump við blaðamenn í dag. Hann impraði þó á því að hann teldi „ekkert of nauðsynlegt“ að ná slíku samkomulagi. „Við ætlum að funda með þeim í næstu viku, með Íran. Mögulega skrifum við undir samning, ég veit það ekki. Fyrir mér er þetta ekkert stórmál. Þeir ráku sitt stríð, börðust, og nú eru þeir snúnir aftur í sinn heim. Það gildir mig einu hvort við komumst að samkomulagi eða ekki,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Haag í dag, en CNN greinir frá. Hann sagði að ríkisstjórnin gerði sömu kröfur og hún sóttist eftir áður en spennan stigmagnaðist í Mið-Austurlöndum fyrr í mánuðinum. Samningur væri samt sem áður óþarfi þar sem kjarnorkuáætlun Írana væri hvort sem er eyðilögð eftir árásir Bandaríkjahers um helgina. Telur allt saman eyðilagt Trump gaf lítið fyrir skýrslu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna þar sem fram kom að árásirnar hafi aðeins seinkað kjarnorkuvopnaáætlunum Írana um nokkra mánuði, en ekki gert út um þær eins og hann og fleiri hafa fullyrt. Aftur á móti væru öll skotmörk aðgerðarinnar gjöreyðilögð. „Við viljum ekki kjarnorku, en við eyðilögðum kjarnorkuna. Með öðrum orðum er hún gereyðilögð,“ sagði hann við blaðamenn í dag. Vopnahlé milli Írana og Ísraela sem tók gildi í gær virðist enn vera í gildi. Bæði ríki sökuðu hvort annað um brot á vopnahléssamningum skömmu eftir að vopnahlé tók gildi í gær. Brotin reittu Trump til reiði, sem ámælti báðar hliðar. Síðan þá virðast bæði ríkin hafa virt vopnahléið. Donald Trump Bandaríkin Íran Ísrael Tengdar fréttir Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55 Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. 24. júní 2025 07:45 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Frá þessu greindi Trump við blaðamenn í dag. Hann impraði þó á því að hann teldi „ekkert of nauðsynlegt“ að ná slíku samkomulagi. „Við ætlum að funda með þeim í næstu viku, með Íran. Mögulega skrifum við undir samning, ég veit það ekki. Fyrir mér er þetta ekkert stórmál. Þeir ráku sitt stríð, börðust, og nú eru þeir snúnir aftur í sinn heim. Það gildir mig einu hvort við komumst að samkomulagi eða ekki,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Haag í dag, en CNN greinir frá. Hann sagði að ríkisstjórnin gerði sömu kröfur og hún sóttist eftir áður en spennan stigmagnaðist í Mið-Austurlöndum fyrr í mánuðinum. Samningur væri samt sem áður óþarfi þar sem kjarnorkuáætlun Írana væri hvort sem er eyðilögð eftir árásir Bandaríkjahers um helgina. Telur allt saman eyðilagt Trump gaf lítið fyrir skýrslu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna þar sem fram kom að árásirnar hafi aðeins seinkað kjarnorkuvopnaáætlunum Írana um nokkra mánuði, en ekki gert út um þær eins og hann og fleiri hafa fullyrt. Aftur á móti væru öll skotmörk aðgerðarinnar gjöreyðilögð. „Við viljum ekki kjarnorku, en við eyðilögðum kjarnorkuna. Með öðrum orðum er hún gereyðilögð,“ sagði hann við blaðamenn í dag. Vopnahlé milli Írana og Ísraela sem tók gildi í gær virðist enn vera í gildi. Bæði ríki sökuðu hvort annað um brot á vopnahléssamningum skömmu eftir að vopnahlé tók gildi í gær. Brotin reittu Trump til reiði, sem ámælti báðar hliðar. Síðan þá virðast bæði ríkin hafa virt vopnahléið.
Donald Trump Bandaríkin Íran Ísrael Tengdar fréttir Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55 Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. 24. júní 2025 07:45 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55
Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54
Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. 24. júní 2025 07:45