„Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2025 19:27 Í Kjarnaskógi rís nú Múmínskógur. Vísir Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. Það er mikill hugur í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú á að töfra fram ævintýraheiminn sem rammar inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Og það í einum vinsælasta útivistarstað Norðlendinga, Kjarnaskógi. „Hérna erum við auðvitað að gera múmínskóginn, þetta er nýjasta nýtt í kjarnaskógi, þetta er sjálfstæð eining innan hans,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Heilu leiksvæðunum og persónunum úr Múmínævintýrunum verður komið fyrir á reitnum. Síberíulerkitrén í Kjarnaskógi urðu Ingólfi innblástur. „Og þau eru ævintýri út af fyrir sig. Þetta eru svona öskubuskurnar í skóginum. Þegar forverar mínir voru að gróðursetja í Kjarnaskógi þá lifði sumt og annað drapst en þessi lerkitré voru það sem tórðu. Þau kólu öll og voru kræklótt en við mennirnir viljum alltaf hafa tré bein og fín. Þau voru pínu öskubuskur en við fundum þeim hlutverk að halda utan um ævintýraskóg.“ Svo eru sögurnar af ævintýrum Múmínálfanna bara svo skemmtilegar. „Ég er afi og ég átti allar bækurnar og las þetta allt í drasl í gamla daga og barnabörnin mín, þau þekkja þetta allt saman, allar persónurnar og allt. Og við erum samræðuhæf og þess vegna völdum við þetta ævintýri til að vera í ævintýraskóginum okkar.“ Múmínskógurinn verður reistur í áföngum. Þau stefna að því að ljúka við Múmínkastalahlutinn í næstu viku en Múmínskógurinn í heild sinni verður tilbúinn um mitt næsta sumar. Bókmenntir Finnland Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira
Það er mikill hugur í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú á að töfra fram ævintýraheiminn sem rammar inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Og það í einum vinsælasta útivistarstað Norðlendinga, Kjarnaskógi. „Hérna erum við auðvitað að gera múmínskóginn, þetta er nýjasta nýtt í kjarnaskógi, þetta er sjálfstæð eining innan hans,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Heilu leiksvæðunum og persónunum úr Múmínævintýrunum verður komið fyrir á reitnum. Síberíulerkitrén í Kjarnaskógi urðu Ingólfi innblástur. „Og þau eru ævintýri út af fyrir sig. Þetta eru svona öskubuskurnar í skóginum. Þegar forverar mínir voru að gróðursetja í Kjarnaskógi þá lifði sumt og annað drapst en þessi lerkitré voru það sem tórðu. Þau kólu öll og voru kræklótt en við mennirnir viljum alltaf hafa tré bein og fín. Þau voru pínu öskubuskur en við fundum þeim hlutverk að halda utan um ævintýraskóg.“ Svo eru sögurnar af ævintýrum Múmínálfanna bara svo skemmtilegar. „Ég er afi og ég átti allar bækurnar og las þetta allt í drasl í gamla daga og barnabörnin mín, þau þekkja þetta allt saman, allar persónurnar og allt. Og við erum samræðuhæf og þess vegna völdum við þetta ævintýri til að vera í ævintýraskóginum okkar.“ Múmínskógurinn verður reistur í áföngum. Þau stefna að því að ljúka við Múmínkastalahlutinn í næstu viku en Múmínskógurinn í heild sinni verður tilbúinn um mitt næsta sumar.
Bókmenntir Finnland Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira