Fasteignagjöld eru lág í Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2025 18:31 Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu fram tillögu gegn auknum tekjum í borgarsjóð. Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári – eða heila átta milljarða á einu kjörtímabili? Fyrir hverja vill Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn niðurgreiða húsnæði? Hvernig fá sveitarfélög tekjur? Tekjuöflun sveitarfélaga er takmörkuð á meðan ríkið hefur miklu meira svigrúm til að afla tekna. Reglulegar tekjur sveitarfélaga koma aðallega úr þremur áttum; frá fasteignaeigendum í sveitarfélaginu, frá vinnandi íbúum sem búa í sveitarfélaginu og frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í borginni okkar er gjaldtaka hófleg í samanburði við sveitarfélögin í kringum okkur en hlutfall fasteignagjalda er lægra í Reykjavík en það var fyrir áratug og er með þeim lægstu á landinu. Raunar eru bara eitt sveitarfélag sem er með lægra hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði en Reykjavík, Kópavogur. Í því sambandi má nefna að Kópavogur fær tæplega 1,2 milljarða í framlög í ár til grunnskóla og með börnum af erlendum uppruna í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á meðan Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga á landsvísu hefur ekki fengið þetta framlag með sínum grunnskólum né börnum af erlendum uppruna. Það myndi heyrast hátt í bæjarstjóra Kópavogs ef sá tekjustofn yrði tekinn af Kópavogi, vegna þess að tekjur skipta máli fyrir sjóðstreymi sveitarfélaga - líka Reykjavík. Miklir afslættir fasteignagjalda fyrir tekjulága Það hefur lengi verið pólitískur vilji meirihlutans í Reykjavík að koma til móts við tekjulægstu hópa samfélagsins, líka þeirra sem eiga fasteignir, einmitt til að tryggja húsnæðisöryggi. Um er að ræða mótvægisaðgerðirfyrir eldra fólk og örorkuþega, að vissum skilyrðum uppfylltum. Um er að ræða afslátt á bilinu 50-100% af fasteignagjöldum og ráða tekjur fólks hve mikinn afslátt er hægt að fá. Einstaklingar með undir 5,7 milljónir króna í árslaun og hjón með samanlagðar tekjur undir 8 milljónum greiða engin fasteignagjöld, fá 100% afslátt. Í ár er áætlað að 600 milljónir króna fari í þennan stuðning, eða samtals tæplega 2,2 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Heilt yfir þá eru fasteignaskattar ekki háir í Reykjavík. Að halda öðru fram lélegur áróður til að reyna að breiða yfir þá skýru staðreynd að Reykjavík er vel rekið sveitarfélag með sanngjarnar álögur, sem sinnir félagslegri þjónustu langt umfram önnur sveitarfélög. Einar áttavillti tekur U-beygju Fyrsta kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins er komið í loftið núna 11 mánuðum fyrir kosningar. Þeir virðast ætla að róa í sömu hugmyndafræðilegu átt, niðurgreiða húsnæði fyrir efnameira fólk á kostnað þeirra tekjulægri og hafna tekjum í borgarsjóð upp á tæplega tvo milljarða króna. Fyrrum borgarstjóri og oddviti Framsóknar ætti að vita betur. Vita hversu mikilvægur tekjustofn kemur inn til borgarinnar af fasteignum. Það er mikið hægt að gera fyrir tæplega tvo milljarða króna á ári, 8 milljarða á kjörtímabili, eins og að koma betur til móts við viðkvæmustu hópana í samfélaginu Í þessu kristallast að þessir flokkar vilja auka á ójöfnuð í Reykjavík. Það er líka mikil hræsni fólgin í því að á meðan Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn uppbyggingu óhagnaðardrifin húsnæðis og vill alls ekki að samneyslan tryggi húsnæði fyrir tekjulægri hópa, mæli flokkurinn á sama tíma fyrir niðurgreiðslu á húsnæðiskostnaði fólks sem hefur efni á því að borga hóflegt gjald í samneysluna. Það er áhugavert að Framsóknarflokkurinn virðist kominn á sama stað, stokkinn hugmyndafræðilega um borð í bát Sjálfstæðisflokksins. Eða er bara um að ræða popúlískar beitur stjórnmálaflokks sem rær sinn lífróður í skoðanakönnunum ? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Fasteignamarkaður Samfylkingin Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu fram tillögu gegn auknum tekjum í borgarsjóð. Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári – eða heila átta milljarða á einu kjörtímabili? Fyrir hverja vill Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn niðurgreiða húsnæði? Hvernig fá sveitarfélög tekjur? Tekjuöflun sveitarfélaga er takmörkuð á meðan ríkið hefur miklu meira svigrúm til að afla tekna. Reglulegar tekjur sveitarfélaga koma aðallega úr þremur áttum; frá fasteignaeigendum í sveitarfélaginu, frá vinnandi íbúum sem búa í sveitarfélaginu og frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í borginni okkar er gjaldtaka hófleg í samanburði við sveitarfélögin í kringum okkur en hlutfall fasteignagjalda er lægra í Reykjavík en það var fyrir áratug og er með þeim lægstu á landinu. Raunar eru bara eitt sveitarfélag sem er með lægra hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði en Reykjavík, Kópavogur. Í því sambandi má nefna að Kópavogur fær tæplega 1,2 milljarða í framlög í ár til grunnskóla og með börnum af erlendum uppruna í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á meðan Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga á landsvísu hefur ekki fengið þetta framlag með sínum grunnskólum né börnum af erlendum uppruna. Það myndi heyrast hátt í bæjarstjóra Kópavogs ef sá tekjustofn yrði tekinn af Kópavogi, vegna þess að tekjur skipta máli fyrir sjóðstreymi sveitarfélaga - líka Reykjavík. Miklir afslættir fasteignagjalda fyrir tekjulága Það hefur lengi verið pólitískur vilji meirihlutans í Reykjavík að koma til móts við tekjulægstu hópa samfélagsins, líka þeirra sem eiga fasteignir, einmitt til að tryggja húsnæðisöryggi. Um er að ræða mótvægisaðgerðirfyrir eldra fólk og örorkuþega, að vissum skilyrðum uppfylltum. Um er að ræða afslátt á bilinu 50-100% af fasteignagjöldum og ráða tekjur fólks hve mikinn afslátt er hægt að fá. Einstaklingar með undir 5,7 milljónir króna í árslaun og hjón með samanlagðar tekjur undir 8 milljónum greiða engin fasteignagjöld, fá 100% afslátt. Í ár er áætlað að 600 milljónir króna fari í þennan stuðning, eða samtals tæplega 2,2 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Heilt yfir þá eru fasteignaskattar ekki háir í Reykjavík. Að halda öðru fram lélegur áróður til að reyna að breiða yfir þá skýru staðreynd að Reykjavík er vel rekið sveitarfélag með sanngjarnar álögur, sem sinnir félagslegri þjónustu langt umfram önnur sveitarfélög. Einar áttavillti tekur U-beygju Fyrsta kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins er komið í loftið núna 11 mánuðum fyrir kosningar. Þeir virðast ætla að róa í sömu hugmyndafræðilegu átt, niðurgreiða húsnæði fyrir efnameira fólk á kostnað þeirra tekjulægri og hafna tekjum í borgarsjóð upp á tæplega tvo milljarða króna. Fyrrum borgarstjóri og oddviti Framsóknar ætti að vita betur. Vita hversu mikilvægur tekjustofn kemur inn til borgarinnar af fasteignum. Það er mikið hægt að gera fyrir tæplega tvo milljarða króna á ári, 8 milljarða á kjörtímabili, eins og að koma betur til móts við viðkvæmustu hópana í samfélaginu Í þessu kristallast að þessir flokkar vilja auka á ójöfnuð í Reykjavík. Það er líka mikil hræsni fólgin í því að á meðan Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn uppbyggingu óhagnaðardrifin húsnæðis og vill alls ekki að samneyslan tryggi húsnæði fyrir tekjulægri hópa, mæli flokkurinn á sama tíma fyrir niðurgreiðslu á húsnæðiskostnaði fólks sem hefur efni á því að borga hóflegt gjald í samneysluna. Það er áhugavert að Framsóknarflokkurinn virðist kominn á sama stað, stokkinn hugmyndafræðilega um borð í bát Sjálfstæðisflokksins. Eða er bara um að ræða popúlískar beitur stjórnmálaflokks sem rær sinn lífróður í skoðanakönnunum ? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun