Ný skýrsla: Bandaríkjunum mistókst að eyðileggja kjarnorkumannvirki Írana Agnar Már Másson skrifar 24. júní 2025 19:52 Gervihnattarmynd af auðgunarstöð Írana í Fordó eftir loftárás Bandaríkjamanna aðfaranótt sunnudags. AP/Planet Labs PBC Árásir Bandaríkjahers á þrjú kjarnorkumannvirki í Íran eyðilögðu ekki lykilinnviði kjarnorkuáætlunar landsins og seinkaði líklega áætlunum Írana aðeins um nokkra mánuði, samkvæmt frummati bandarísku leyniþjónustunnar. Ráðamenn í Hvíta húsinu segjast ósammála matinu. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN greinir frá og segist hafa þetta eftir þremur ráðamönnum sem hafi lesið matið. New York Times greinir einnig frá matinu og segir að árásirnar hafi aðeins lokað fyrir innganga að tveimur kjarnorkumannvirkum, en ekki lagt þau í eyði. Bandaríkjamenn réðust á mannvirkin með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Bandarísk stjórnvöld réttlættu árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Skýrslan hefur enn ekki verið birt opinberlega en var að sögn bandarískra miðla framkvæmd af leyniþjónustudeild varnarmálaráðuneytisins (DIA). Matið byggir á öðru mati sem aðgerðarstjórn Bandaríkjahers framkvæmdi í beinu framhaldi af árásunum. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Gengur þvert á fullyrðingar Trumps Greining á skemmdum á svæðum og áhrifum árásanna á kjarnorkumarkmið Írans er enn í gangi og gæti breyst eftir því sem frekari upplýsingar berast. En þessar niðurstöður stangast á við fullyrðingar Donalds Trumps forseta um að árásirnar hafi „algjörlega og algjörlega útrýmt“ kjarnorkuauðgunarstöðvum Írans. Varnarmálaráðherrann Pete Hegseth sagði einnig á sunnudag að kjarnorkumarkmið Írans „hefðu verið þurrkuð út“. Tveir heimildarmenn CNN sögðu að úranbirgðir Írans hefðu ekki verið eyðilagðar. Annar sagði að þeytivindurnar væru að mestu leyti „óskemmdar“. „Þannig að mat [DIA] er að Bandaríkin hafi frestað þeim um kannski nokkra mánuði,“ bætti viðkomandi við í samtali við CNN. Í skýrslunni segi enn fremur að Íranar hafi fjarlægt meirihluta af úranbirgðum sínum áður en Bandaríkjamenn létu til skarar skríða. Hvíta húsið ósammála Hvíta húsið viðurkenndi tilvist matsins en sagðist ósammála því þegar CNN innti eftir viðbrögðum. Karoline Leavitt sagði við CNN að „þetta meinta mat“ væri „alrangt“ og að því hafi aðeins verið lekið af lágtsettum starfsmanni varnarmálaráðuneytisins til þess að gera lítið úr Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Allir vita hvað gerist þegar þú varpar fjórtán 30 þúsund punda sprengjum með nákvæmni á skotmörk: algjör útþurrkun,“ sagði Leavitt. Bandaríkjaherinn hefur auk þess sagt að aðgerðin „Miðnæturhamar“ hafi gengið gríðarlega vel. Að sögn Fox sagði Trump við Benjamín Netanjanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag að Bandaríkin hygðust ekki gera frekari árásir á Íran. Trump lenti í Haag á sjöunda tímanum síðfegis í dag þar sem leiðtogafundur Nató hefst á morgun. Donald Trump Íran Kjarnorka Ísrael Bandaríkin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN greinir frá og segist hafa þetta eftir þremur ráðamönnum sem hafi lesið matið. New York Times greinir einnig frá matinu og segir að árásirnar hafi aðeins lokað fyrir innganga að tveimur kjarnorkumannvirkum, en ekki lagt þau í eyði. Bandaríkjamenn réðust á mannvirkin með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Bandarísk stjórnvöld réttlættu árásirnar á kjarnorkustöðvar Írana með þeim rökum að klerkastjórnin hafi verið komin nálægt því að þróa kjarnorkuvopn. Það gengur þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar frá því í vor. Skýrslan hefur enn ekki verið birt opinberlega en var að sögn bandarískra miðla framkvæmd af leyniþjónustudeild varnarmálaráðuneytisins (DIA). Matið byggir á öðru mati sem aðgerðarstjórn Bandaríkjahers framkvæmdi í beinu framhaldi af árásunum. Stöðin í Fordó er grafin tugi metra ofan í fjall en þar eru Íranir sagðir auðga úran fyrir kjarnorkuáætlun sína. Gengur þvert á fullyrðingar Trumps Greining á skemmdum á svæðum og áhrifum árásanna á kjarnorkumarkmið Írans er enn í gangi og gæti breyst eftir því sem frekari upplýsingar berast. En þessar niðurstöður stangast á við fullyrðingar Donalds Trumps forseta um að árásirnar hafi „algjörlega og algjörlega útrýmt“ kjarnorkuauðgunarstöðvum Írans. Varnarmálaráðherrann Pete Hegseth sagði einnig á sunnudag að kjarnorkumarkmið Írans „hefðu verið þurrkuð út“. Tveir heimildarmenn CNN sögðu að úranbirgðir Írans hefðu ekki verið eyðilagðar. Annar sagði að þeytivindurnar væru að mestu leyti „óskemmdar“. „Þannig að mat [DIA] er að Bandaríkin hafi frestað þeim um kannski nokkra mánuði,“ bætti viðkomandi við í samtali við CNN. Í skýrslunni segi enn fremur að Íranar hafi fjarlægt meirihluta af úranbirgðum sínum áður en Bandaríkjamenn létu til skarar skríða. Hvíta húsið ósammála Hvíta húsið viðurkenndi tilvist matsins en sagðist ósammála því þegar CNN innti eftir viðbrögðum. Karoline Leavitt sagði við CNN að „þetta meinta mat“ væri „alrangt“ og að því hafi aðeins verið lekið af lágtsettum starfsmanni varnarmálaráðuneytisins til þess að gera lítið úr Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Allir vita hvað gerist þegar þú varpar fjórtán 30 þúsund punda sprengjum með nákvæmni á skotmörk: algjör útþurrkun,“ sagði Leavitt. Bandaríkjaherinn hefur auk þess sagt að aðgerðin „Miðnæturhamar“ hafi gengið gríðarlega vel. Að sögn Fox sagði Trump við Benjamín Netanjanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag að Bandaríkin hygðust ekki gera frekari árásir á Íran. Trump lenti í Haag á sjöunda tímanum síðfegis í dag þar sem leiðtogafundur Nató hefst á morgun.
Donald Trump Íran Kjarnorka Ísrael Bandaríkin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna