Handtóku Evrópubúa sakaðan um njósnir fyrir Ísrael Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2025 15:24 Íranir hópast saman á götum höfuðborgarinnar og mótmæla árásum Bandaríkjahers. Einn mótmælandi heldur uppi mynd af Ayatollah Ali Khamenei æðsta leiðtoga Íran. AP Ísraelsher heldur árásum á Íran áfram og hefur ráðlagt íbúum Tehran, höfuðborgar Íran, að rýma svæði nærri hernaðarinnviðum í borginni. Á meðan greina írönsk yfirvöld frá því að evrópskur ríkisborgari hafi verið handtekinn grunaður um njósnir fyrir ísraelska ríkið. Ísraelsher birtir færslu á X þar sem hann biðlar til Tehranbúa að halda sig frá herstöðvum og vopnaverksmiðjum í borginni. Þá eru frekari árásir boðaðar á næstu dögum. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael segir herinn hafa haldið loftárásum áfram á tugi hernaðarlegra skotmarka víðs vegar um Íran í dag, þar á meðal herstjórnarstöðvar, að því er kemur fram í fréttavakt BBC. Hafi dulbúið sig sem ferðamann Í sjónvarpsútsendingu á íranska ríkismiðlinum er greint frá handtöku Evrópubúans sem sakaður er um njósnirnar. Guardian hefur eftir þeim að viðkomandi hafi verið handtekinn í héraðinu Hamadan. „Njósnarinn kom inn í landið dulbúinn sem ferðamaður, safnaði saman upplýsingum og truflaði eldflaugakerfi í Íran,“ hefur Guardian eftir miðlinum. Ísraelsher hefur gengist við árásum á veg sem liggur að neðanjarðarauðgunarstöðinni í Fordó í dag. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Herinn skaut að sögn Katz einnig á Evin-fangelsið í Tehran, þar sem Katz segir að pólitískir fangar og „andstæðingar ríkisstjórnarinnar“ séu vistaðir. Fjölmiðill byltingarvarðarins í Íran segir frá því að Ísraelsher virðist hafa gert innganginn að fangelsinu að skotmarki sínu. Ekki sé vitað til þess að nokkur hafi flúið fangelsið. Klukka sem telur niður í „tortímingu Ísraels“ Katz segir að herinn hafi jafnframt skotið að klukku í höfuðborginni sem sýni niðurtalningu í „tortímingu Ísraels“, og að öryggismiðstöð byltingarvarðarins og önnur skotmörk tengd klerkastjórninni. Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Truth Social í nótt hafa vakið athygli, en þar spyr hann meðal annars hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Aðspurð hvað Trump hefði gengið til með ummælunum sagði Karoline Leavitt talskona Hvíta hússins við blaðamenn að hann hafi „einfaldlega verið að spyrja spurningar“. Íran Ísrael Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ísraelsher birtir færslu á X þar sem hann biðlar til Tehranbúa að halda sig frá herstöðvum og vopnaverksmiðjum í borginni. Þá eru frekari árásir boðaðar á næstu dögum. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael segir herinn hafa haldið loftárásum áfram á tugi hernaðarlegra skotmarka víðs vegar um Íran í dag, þar á meðal herstjórnarstöðvar, að því er kemur fram í fréttavakt BBC. Hafi dulbúið sig sem ferðamann Í sjónvarpsútsendingu á íranska ríkismiðlinum er greint frá handtöku Evrópubúans sem sakaður er um njósnirnar. Guardian hefur eftir þeim að viðkomandi hafi verið handtekinn í héraðinu Hamadan. „Njósnarinn kom inn í landið dulbúinn sem ferðamaður, safnaði saman upplýsingum og truflaði eldflaugakerfi í Íran,“ hefur Guardian eftir miðlinum. Ísraelsher hefur gengist við árásum á veg sem liggur að neðanjarðarauðgunarstöðinni í Fordó í dag. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Herinn skaut að sögn Katz einnig á Evin-fangelsið í Tehran, þar sem Katz segir að pólitískir fangar og „andstæðingar ríkisstjórnarinnar“ séu vistaðir. Fjölmiðill byltingarvarðarins í Íran segir frá því að Ísraelsher virðist hafa gert innganginn að fangelsinu að skotmarki sínu. Ekki sé vitað til þess að nokkur hafi flúið fangelsið. Klukka sem telur niður í „tortímingu Ísraels“ Katz segir að herinn hafi jafnframt skotið að klukku í höfuðborginni sem sýni niðurtalningu í „tortímingu Ísraels“, og að öryggismiðstöð byltingarvarðarins og önnur skotmörk tengd klerkastjórninni. Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Truth Social í nótt hafa vakið athygli, en þar spyr hann meðal annars hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Aðspurð hvað Trump hefði gengið til með ummælunum sagði Karoline Leavitt talskona Hvíta hússins við blaðamenn að hann hafi „einfaldlega verið að spyrja spurningar“.
Íran Ísrael Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent