Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2025 10:33 Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs SORPU, og Sigurður Gíslason viðskiptastjóri hjá Öryggismiðstöðinni við eina af grenndarstöðvum SORPU þar sem myndavélavöktun hefur verið aukin. Bent Marínósson Sorpa og Öryggismiðstöðin vinna nú að því að fjölga öryggismyndavélum við grenndarstöðvar Sorpu í Reykjavík og Kópavogi. Sorpa tók við hreinsun á grenndarstöðvunum af sveitarfélögunum síðustu áramót. Alls eru í Reykjavík og Kópavogi 65 grenndarstöðvar þar sem íbúar geta losað sig við málmumbúðir, glerumbúðir, föt og klæði, og skilagjaldsskyldar umbúðir. Á völdum grenndarstöðvum er einnig í boði að losa pappír og plast. Búið er að koma upp öryggismyndavélum á fimm stöðum en stefnt er að því að þær verði komnar upp við allar stöðvarnar fyrir árslok. Stöðvarnar þar sem búið er að koma upp myndavélum eru við Skógarsel, Mjódd, Maríubakka, Rofabæ og við Spöngina í Grafarvogi. Allar þessar stöðvar eru í Reykjavík. Ein öryggismyndavélanna sem búið er að koma upp við grenndarstöð. Bent Marínósson Í tilkynningu um uppsetningu öryggismyndavélanna kemur fram að umgengni við grenndarstöðvarnar hafi ekki alltaf verið til fyrirmyndar og stundum rusl skilið eftir við stöðvarnar sem ekki sé hægt að flokka þar. Til að sporna við sóðaskap sé því unnið að því að koma upp öryggismyndavélum á grenndarstöðvar í bæði Reykjavík og Kópavogi. Samkvæmt tilkynningu sér Öryggismiðstöðin um uppsetningu og vöktun á grenndarstöðvunum. Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Sorpu, segir að þrifateymi Sorpu og myndavélarnar frá Öryggismiðstöðinni hafi þegar sannað gagn sitt. Ábendingum um sóðaskap hafi fækkað snarlega eftir að þau tóku við verkefninu um áramótin. Með uppsetningu öryggismyndavélanna standi vonir til að áfram verði hægt að tryggja árangur og lækka kostnað. „Myndavélarnar hafa greinilegan fælingarmátt. Fólk skilur rusl síður eftir á grenndarstöðvum sem eru vaktaðar en það gerði áður en við settum myndavélarnar upp. Myndavélarnar auðvelda okkar fólki líka vinnuna, því fram til þessa þurftum við að kanna hvort rusl hefði verið skilið eftir í óleyfi á grenndarstöðvum með því að mæta á staðinn. Núna getum við betur greint vandann og tekist á við hann með skilvirkari hætti,“ segir Gunnar Dofri. Veitir góða yfirsýn Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni segir myndavélakerfið veita yfirsýn um ástand grenndarstöðvanna. „Þær auka einnig öryggi starfsmanna og gesta við grenndarstöðvarnar. Með myndvöktun Öryggismiðstöðvarinnar er hægt að bregðast við í rauntíma. Myndavélakerfi er beintengt stjórnstöð okkar og getur gert viðvart um óæskilega umferð hvort sem er á nóttu eða degi,“ segir Auður Lilja. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg segir Sorpu hafa náð góðum árangri í að vinna bug á sóðaskap við grenndarstöðvarnar. „Það verður forvitnilegt að sjá hvaða áhrif myndavélarnar hafa á verkefnið þegar þær verða komnar upp á allar grenndarstöðvar.“ Reykjavík Kópavogur Sorpa Sorphirða Tækni Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira
Alls eru í Reykjavík og Kópavogi 65 grenndarstöðvar þar sem íbúar geta losað sig við málmumbúðir, glerumbúðir, föt og klæði, og skilagjaldsskyldar umbúðir. Á völdum grenndarstöðvum er einnig í boði að losa pappír og plast. Búið er að koma upp öryggismyndavélum á fimm stöðum en stefnt er að því að þær verði komnar upp við allar stöðvarnar fyrir árslok. Stöðvarnar þar sem búið er að koma upp myndavélum eru við Skógarsel, Mjódd, Maríubakka, Rofabæ og við Spöngina í Grafarvogi. Allar þessar stöðvar eru í Reykjavík. Ein öryggismyndavélanna sem búið er að koma upp við grenndarstöð. Bent Marínósson Í tilkynningu um uppsetningu öryggismyndavélanna kemur fram að umgengni við grenndarstöðvarnar hafi ekki alltaf verið til fyrirmyndar og stundum rusl skilið eftir við stöðvarnar sem ekki sé hægt að flokka þar. Til að sporna við sóðaskap sé því unnið að því að koma upp öryggismyndavélum á grenndarstöðvar í bæði Reykjavík og Kópavogi. Samkvæmt tilkynningu sér Öryggismiðstöðin um uppsetningu og vöktun á grenndarstöðvunum. Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Sorpu, segir að þrifateymi Sorpu og myndavélarnar frá Öryggismiðstöðinni hafi þegar sannað gagn sitt. Ábendingum um sóðaskap hafi fækkað snarlega eftir að þau tóku við verkefninu um áramótin. Með uppsetningu öryggismyndavélanna standi vonir til að áfram verði hægt að tryggja árangur og lækka kostnað. „Myndavélarnar hafa greinilegan fælingarmátt. Fólk skilur rusl síður eftir á grenndarstöðvum sem eru vaktaðar en það gerði áður en við settum myndavélarnar upp. Myndavélarnar auðvelda okkar fólki líka vinnuna, því fram til þessa þurftum við að kanna hvort rusl hefði verið skilið eftir í óleyfi á grenndarstöðvum með því að mæta á staðinn. Núna getum við betur greint vandann og tekist á við hann með skilvirkari hætti,“ segir Gunnar Dofri. Veitir góða yfirsýn Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni segir myndavélakerfið veita yfirsýn um ástand grenndarstöðvanna. „Þær auka einnig öryggi starfsmanna og gesta við grenndarstöðvarnar. Með myndvöktun Öryggismiðstöðvarinnar er hægt að bregðast við í rauntíma. Myndavélakerfi er beintengt stjórnstöð okkar og getur gert viðvart um óæskilega umferð hvort sem er á nóttu eða degi,“ segir Auður Lilja. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg segir Sorpu hafa náð góðum árangri í að vinna bug á sóðaskap við grenndarstöðvarnar. „Það verður forvitnilegt að sjá hvaða áhrif myndavélarnar hafa á verkefnið þegar þær verða komnar upp á allar grenndarstöðvar.“
Reykjavík Kópavogur Sorpa Sorphirða Tækni Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira